Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 61
NORÐURLJÓSIÐ
61
að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur
og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með
því að það verður skilið af verkunum. Mennimir eru
því án afsökunar, þar sem þeir hafa ekki, þótt þeir
þekktu Guð, vegsamað hann eins og Guð, né þakkað
honum, heldur gerst hégómlegir í hugsunum sínum og
hið skynlausa hjarta þeirra hjúpast myrkri. Þeir kváð-
ust vera vitrir en urðu heimskingjar og breyttu vegsemd
hins ódauðlega Guðs í mynd, sem líktist dauðlegum
manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.“
Hér er það enn maðurinn, sem er í öndvegi, Guði
er gleymt. Ef við lítum yfir heiminn í dag, þar sem
maðurinn er settur í öndvegi, hvað blasir þá við okkur?
Það, sem ég sé fyrst er það, að heimurinn er sjúkur,
þrátt fyrir öll lífsþægindin, þrátt fyrir allar framfarim-
ar, þrátt fyrir hækkað kaup og styttan vinnutíma.
Sannarlega, heimurinn er sjúkur. Ef einhver segir:
„Hvað geturðu nefnt, sem sannar þetta? þá vil ég
segja: Lítið í kringum ykkur. Hlustið og lesið fréttirnar,
sem við fáum daglega. Heymm við ekki, svo að segja
daglega, um hatur, grimmd og afbrot, alls konar svik-
semi, meira að segja hjá mönnum í háum stöðum.
Taumlaust líf er á mörgum sviðum. Margir saklausir
menn, sem ekkert höfðu til saka unnið, eru sviptir
lífi eða frelsi, sorgum og þjáningum linnir ekki. Hver
er hin eðlilega skýring á öllu þessu? Þetta, sem lesið
var áðan úr Rómverjabréfinu: „Hið skynlausa hjarta
þeirra hefur hjúpast myrkri.“ Við sjáum manninn í
öndvvegi. Eða ef við viljum gefa slcýringu í einu orði,
þá er hún: SYND. Þetta ástand hefur ekki orðið til á
nokkrum dögum, nokkrum vikum, nokkrum árum.
Þetta hefur þróast í marga áratugi, margar aldir.
Hina einu, eðlilegu skýringu á þessu hræðilega
ástandi, sem við búum við í dag, er að finna í gömlu
bókinni — Biblíunni. Við finnum skýringuna strax
í 3. kapítula hennar, er við lesum um syndafallið, um
synd mannsins og flótta hans frá Guði. Það er: Mað-
urinn í því sæti, sem Drottni einum ber. Billy Graham
segir einhvers staðar: „Það eru einkum þrjú atriði, sem
valdið hafa mönnunum mestum erfiðleikum.“ Hann
kallar þau „þessi óleystu vandamál kynslóðanna."
Þessi vandamál eru: Spilling, sorg og dauði.
Spillingin hefur fyllt fangelsin, eitrað mannlífið.
Sorgin hefur fyllt hjörtu okkar .... og dauðinn hefur
fyllt kirkjugarðana. Sökum síns synduga eðlis er mað-
urinn fullur af hatri, grimmd og öfund. Við getum
lesið listann vfir það, sem Páll telur upp í Rómverja-
br. Hann er ekki fagur. Fyrirdæming syndarinnar hvíl-
ir yfir líkama mannsins, og af stöðugum ótta við dauð-
ann er hann á flótta allt sitt líf fram á grafarbarminn.
.... Það lítur út fyrir, að manninum hafi tekist, með
snilli sinni og uppfyndingum, að umbreyta öllu nema
sjálfum sér. Hin óleysanlegu vandamál hafa sífellt
orðið flóknari og erfiðari viðfangs eftir því sem tækn-
in og lífsbægindin hafa aukist.
1. Syndin hefur ekki breytst. Synd er ekki vinsælt
orð. Það hefur verið reynt að búa til ýmis mildari nöfn
á syndina til að friða samviskuna. En syndin er alltaf
hin sama synd.-----Biblían segir: „Allir hafa syndgað
og skortir Guðs dýrð,“ og hún segir líka: „Laun synd-
arinnar er dauði“ og „sú sálin, er syndgar, hún skal
deyja.“ (Jerem.18.4.)
Maðurinn er að eðli til syndari og getur ekki öðlast
frið fyrr en syndinni hefur verið útrýmt. Og ekkert
getur útrýmt syndinni, nema blóð Drottins Jesú Krists
(og kraftur heilags Anda. S.G.J.).
2. Ekki hefur sorgin heldur breytst. Allt frá því, að
Adam og Eva stóðu yfir líki Abels sonar síns, sem Kain
drap, hefur sorgin fylgt kynslóðunum og níst hjörtu
þeirra. Sorgin er mál alls heimsins.
3. Dauðinn er hinn sami. Þrátt fyrir allar framfarir
læknavísinda standa frægustu læknar ráðþrota gagn-
vart dauðanum. Ef til vill hafa mennimir búið sig
undir allt, nema dauðann.
Einhver kynni að segja: Þetta er dökk lýsing á mann-
lífinu. Er þá ekkert betra og bjartara líf til en þetta?
Satt er það, lýsingin er ekki björt, en hún er sönn.
En Guði sé lof, að það er Einn, sem getur breytt
þessari dökku mynd. En aðeins Einn — okkar dýrlegi
frelsari Jesús Kristur. Drottinn Jesús getur leyst öll
þessi 3 vandamál heimsins. I Hebreabréfinu segir svo:
„Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“
I gær — Það er fortíðin, þegar hann gekk hér um og
græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir.
í dag — Það er nútíðin, yfirstandandi augnablik;
um aldir, það er framtíðin, það er hið ókomna.
Lítum aftur á þetta. I gær. Þegar hann var hér á
jörðinni friðþægði hann fyrir synd okkar, fortíð okkar,
okkar gamla líf. Jesús dó til þess að frelsa okkur frá
syndum okkar. Hann dó í okkar stað, dó syndinni
einu sinni. Þess vegna er blóð Jesú megnugt að hreinsa
okkur af allri okkar synd. - - - í dag er Jesús í himn-
inum, þar sem hann biður fyrir sérhverjum, sem trúir
á hann.-----Hann er reiðubúinn, til að leysa öll okkar
vandamál, taka burtu, syndina, sorgina, þerra tárin og
gefa frið og gleði og breyta dauðanum í sigur.
Á morgun þ.e. í framtíðinni, hefur hann lofað himn-
esku heimili öllum, sem trúa á hann og elska hann.
En ef við höfum einhverja synd í hjarta okkar, sem
við viljum eklci sleppa. Ef við setjum manninn í önd-
vegi, munum við deyja í syndum okkar. En ef við setj-
um okkar dýrmæta frelsara í öndvegi og afhendum
honum synd ökkar, fáum við að reyna, að það er
vissulega satt, að „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn
sami og um aldir.“
ÚR „ANDLEGUM LJÓÐUM“:
Drottinn, sjá, i ánauð synda og eymda,
yfirgefna, fellda, týnda, gleymda
fannst þú oss og frelsaðir af náð.
Drottinn, því skal þakka, lofa, biðja,
þjóna, hlýða, berjast, þo’a, iðja,
uns þú flytur oss á himnaláð. (S.G.J.)