Norðurljósið - 01.01.1978, Side 64

Norðurljósið - 01.01.1978, Side 64
64 NORÐURLJÓSIÐ að reyna guðdðmleg áhrif. Ég hlýt að hafa átt trúna innst inni í hjarta mínu, jafnvel þó að heilinn efaðist. Álítur þú, að það sé mismunur á vegi skynseminnar og trú hjartans? Ég !ít elcki á sálarlíf mitt sem eina heild. Það er samsett úr mörgum hlutum. Það merkir, að skynsemi mín getur efast, jafnvel þótt ég eigi lifandi trú innst í hjarta mínu. Það getur verið trú, sem ég einmitt þá er ekki fullviss um. Trúin er ekki aðeins -- og dýpst séð — eitthvað, sem við reynum að ávinna okkur. Biblían talar um trúna sem gjöf. Þetta á við þá trú, sem er gefin af Andanum, þá trú, sem Jesús veitir okkur, þegar hann fær að koma í innstu fylgsni hjart- ans. Þessi trú raupar ekki, en hún starfar. Hún rekur ekki burt allan efa, en hún varir, þrátt fyrir efann. Má ég segja aðra frásögu? Það var laugardagskvöld. Ég hafði verið úti á samkomu. Þetta gerðist á mjög erfiðu tímabili á ævi minni. Ég var ákaflega niður- dreginn. Á heimleiðnni frá samkomunni, þetta haust- kvöld snarstansaði ég og sagði: „Það er enginn Guð til. Biblían er aðeins orðin til af mannlegu hugmynda- flugi.“ Ég lét hugsunina komast að. Þá kom þetta skyndi- lega eins og elding: „Er djöfullinn til?“ Þá varð ég að svara með mjög ákveðnu jái. Rökfræðileg árás. Ég sá eins og mynd fyrir mér: Ef ég gengi í gegnum einhvern bæ hvassviðrisdag, og reykháfur kæmi þjót- andi niður af þakinu í áttina til mín, myndi ég stansa og segja: „Þetta er meiri stormurinn.” En ef þetta gerðist við hvert hús, sem ég gengi framhjá, þá myndu vakna grunsemdir hjá mér, að þetta væri gert af ásettu ráði. Þá sagði ég við sjálfan mig: „Það er á þennan hátt, sem Satan reynir að gera árás á mig, á rökfræðilegan hátt. Bakvið þessar árásir stendur persónulegur djöfull. Ef það er þannig, hlýtur líka að vera til persónulegur Guð. Ef það væri enginn annar en djöfullinn í þessum heimi, myndi þar aðeins vera helvíti. En ég hef mætt svo miklu af ósviknum sannleika, kærleika og góð- vild, svo að það hlýtur einhver að vera til, sem ekki er af hinu illa. Það eru til tvenns konar máttarvöld. Það er djöfullinn, sem hefur sýnt sig grímulausan. En Guð er líka til. Þennan sunnudagsmorgun stóð ég aftur í ræðustólnum og talaði um trúna á hinn lifandi Guð. Hefur þú nokkra uppskrift handa þeim, sem eiga í erfiðleikum með að trúa? Ég hefi enga þá upnskrift, sem getur komið öllum að gagni. En ég hefi orð frá Jesú. Hann sagði, ef nokkur væri, sem vildi gera vi’ja síns himneska föður, þá myndi hann komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði. Ef einhver vill hlýða Guði, mun hann á þessum grundvelli fá hjálp til að skilja. Vantrú mann- anna er aðallega fólgin í því, að þeir vilja ekki trúa. Ef einhver trúir á Guð sannleikans, réttlætisins og heilagleikans, þá verður hann að taka afstöðu og ábyrgð. Þá verður hann að segja skilið við þá hluti, sem eru á móti Guðs vilja. En í staðinn fyrir að sleppa syndinni flýja margir til vantrúarinnar. Sumir reyna að róa sig með því að segja: „Það er enginn Guð til.“ Þess konar efi er ekki grundvallaður á skarpri skyn- semi, heldur á röngum hugsunarhætti. Ekkert algilt svar. Ef einhver gæti gefið svar við því, hvernig hægt er að leysa alla erfiðleika og benda á, hvemig megi finna trúna, þá brytist út stórkostleg vakning í landinu. En það er ekki auðvelt að gefa algilt svar. Hvernig heldur þú, að Guð líti á efasemdir okkar? Guð lítur á þær nákvæmlega eins og þær eru. Hann þekkir efann miklu betur en við. Hann skilur okkur í sinni miklu miskunnsemi. Hann snýr ekki bakinu við okkur. Hann vill hjálpa okkur til að vera hljóð og kenna okkar svo veg trúarinnar. Tómas efaðist, en Jesús kom til hans og sagði: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína.“ Hann hjálpaði Tómasi. Pétur efaðist og byrjaði að sökkva, en Jesús rétti út hönd sína og dró hann upp. Þannig er Jesús. Hann skilur okkur. Þess vegna skulum við ekki missa kjarkinn, jafnvel þó að það komi fyrir, að við efumst. Trúin finnst, enda þótt vissan sé á reiki. Hvað viltu segja við þá, sem ekki megna að trúa? Reyndu að gefa þeirri trú rúm, sem þú, þrátt fyrir allt, átt hið innra með þér. Segðu eitthvað á þessa leið: „Guð, ef þú ert til og ert sannleikurinn, kærleik- urinn og gæslcan, þá vil ég gefast þér algerlega. Ég ætla ekki að hugsa um hvað vinir mínir segja, eða hvernig aðrir breyta. Guð, þetta er mál, sem er aðeins á milli mín og þín. Ef þú ert sannleikurinn, þá veit ég, að þinn vegur er hinn besti fyrir mig. Þess vegna gef ég þér frelsi til að leiða mig.“ Þú verður að segja þetta með alvöru, vera virkilega alvara með það, sem þú segir. Hann, sem getur gefið þér trúna, vill taka þig og opinbera sig fyrir þér. Hann vill láta þig heyra sitt hljóðláta hvísl. Þá færðu að reyna heilagt hungur, nauðsyn þess að gefast Guði. Einmitt þannig vil ég segja þetta, segir Frank Mangs að lokum. Guðvin Gunnlaugsson þýddi úr „Livets Gang“. ÚR „ANDLEGUM LJÓÐUM“. Þótt enn sé þögn, Guð alltaf trúnni svarar, sem er á Kristi grundvölluð og reist. Hún bifast ei, þótt jörð og himinn hrynji, er hvergi smeyk við þrumuhljóðin geyst. Hún veit, Guðs máttur engin takmörk á og örugg hrópar: „Var hans mun ég fá.“ Þýtt. S.G.J. „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin bygg- ist á orði Krists." (Róm. 10.17.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.