Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 68

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 68
68 NORÐURLJÓSIÐ hafði sjónina. En það verð ég að segja, að ég dáðist oft að því, hvað hann mundi og gat vitnað til ákveðinna kafla í Guðs orði, alveg fram á síðasta æviár sitt. Ég man, er hann talaði síðast á Sjónarhæð, þá 92 ára gamall og sjónlaus. En þá las hann langan kafla úr ritningunni, sem hann hafði fyrir texta, og fór rétt með hvert orð. Við áttum oft tal saman um biblíuna og um trúmá!. Man ég eftir mörgum indælum stundum, sem við áttum þannig saman. Þó kom það fyrir, að við vorum ekki sammála, stundum urðu jafnvel allhörð orðaskipti á milli okkar. En svo var vinátta okkar traust og kær- leikur okkar hvors til annars, að þetta skyggði elcki á bræðralag okkar. Sigurður verður mér eftirminnilegur, ef til vill eftirminnilegastur þeirra manna, sem ég hef kynnst. Ber margt til þess. Ég nefni aðeins fátt eitt: Skapið var líkast eldfjalli, en þó var drengskapur hans og kærleikur engu minni og tryggð hans einstök við þá, sem hann tengdi vináttu við. Þá verður mér ógleym- anlegur hinn brennandi áhugi hans á málefnum Drott- ins fram á síðustu stund. Bænamaður var hann mikill og fékk oft að reyna dásamleg bænasvör, einkum er hann bað fyrir sjúkum. Geta margir fleiri um það vitnað. Marga nótt vakti hann tímunum saman á bæn á seinni árum sínum. Ekki fór Sigurður varhluta af sorgum og erfiðleikum lífsins, en hann sagði mér, að ekkert hefði þroskað sig eins og mótlætið. Hann missti þrjá syni sína nýfædda og hinn eina, sem eftir var, uppkominn efnismann. Hygg ég, að það hafi verið þyngsta raun, sem fyrir hann kom, er hann varð að sjá honum á bak. Konu sína missti hann fyrir 36 árum, og síðast missti hann Sigríði dóttur sína síðastliðið vor, er hann átti um átta mánuði ólifaða. Hún hafði alla tíð verið hjá honum og sá um hann síðustu árin af sérstakri alúð og umhyggju, svo að einstakt má teljast. Eftir að hann dró saman seglin við búsýsluna og minnkaði við sig, þá kominn fast að sjötugu, ferðaðist hann talsvert mikið um og predikaði Guðs orð, bæði á Suður, Vestur og Norðurlandi. Stundum einn, en oftar þó með öðrum. Auk þess vitnaði hann trúlega fyrir mörgum í einkasamtölum. Segja má, að hann notaði hverja stund til að bera vitni um Drottin sinn og frels- ara Jesúm Krist, honum vildi hann þjóna, honum vildi hann lifa, honum vildi hann deyja. Mikið var hann búinn að þrá að fá að fara héðan, til að vera með Drottni sínum, þegar hann var orðinn farlama af eHi og sjónleysi. En þó sagði hann oft við mig, að hann vildi beygja sig undir vilja Drottins í því efni. Loks fékk hann hvíldina 98 ára gamall, farinn að þreki. Sigurður hélt uppi merki Drottins í Skagafirði rúma hálfa öld. Nú er þetta merki falHð. En hver verður til þess að hefja það á ný? — Skarðið bíður enn ófyllt — og verður vandfyllt. Þökk sé Drottni fyrir líf og starf Sigurðar á Egg. Æviatriði Sigurðar Þórðarsonar Sigurður Þórðarson var fæddur á Hnjúki í Skíðadal í Skagafirði 10. okt. 1879, sonur hjónanna Þórðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur. Hann ólst upp á Hnjúki í fjölmennum systkina hópi. Uppeldið var strangt, sérstaklega hjá föður hans, en nóg fengu þau að boröa. Urðu þessi systkini öll mannvænleg og mynd- arfólk. Hnjúksættin, sem orðin er fjölmenn, hefir feng- ið orð fyrir dugnað og atorku, framsækni og framsýni. Viljastyrkur og skapríki hefir og verið nokkuð áber- andi í ætt þessari. Sigurður lauk námi við bændaskólann á Hólum 1901. Eftir það var hann í Skagafirði. Kenndi fyrst 3 vetur í Hegranesi. Giftist Pálínu Jónsdóttur frá Egg, en þau voru þremenningar að frændsemi. Bjuggu þau fyrst nokkur ár á þrem stöðum í Skagafirði, en fluttust þá að Egg og bjuggu þar alla tíð eftir það. Pálína lést 14. nóv. 1942. Þeim varð 7 barna auðið, en 3 drengir dóu nýfæddir. Eini sonurinn, sem uppkomst, Þórður Skíðdal, dó 1933, þá 25 ára. Elsta dóttir hans Sigríður dó á síðastliðnu ári. Tvær dætur hans eru nú á lífi, Halldóra, sem er sjúklingur, og Jónína húsfreyja á Egg, gift Jóhannesi Hannessyni og eiga þau 5 upp- komin, mannvænleg börn. Sigurður lá um átta mánuði í Sjúkrahúsi Sauðár- króks og dó þar 12. janúar s.I. 98 ára að aldri. Ljóð flutt við útför hans: Nú er gamla hetjan hnigin, hvíld er þreyttum jafnan góð. Stóð hann oft í stríði hörðu, styrktur Andans heitu glóð. Hræddist ekki hæðni manna, hann fór tíðum leiðir einn. Þorði að hefja hátt sitt merki, hugurinn var djarfur, hreinn. Há og fögur fjöllin rísa, fannkrýnd um hans æskusveit, ógnþrungin um ægivetur, en á vorin björt og heit. Þannig var hans innra eðli eins og kynngimögnuð fjöll, en hans öra, heita hjarta hreint sem drifhvít, fallin mjöll. Enginn var hann miðlungsmaður, mælti stórt og hugði djarft. Hræsni, svik og ótryggð alla ávallt dæmdi hárbeitt, skarpt. í verki engu var hann hálfur, vildi ganga rétta braut. Eklcert skeytti um álit manna, aðeins sínum Drottni laut.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.