Norðurljósið - 01.01.1978, Page 69

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 69
NORÐURLJÓSIÐ 69 Guð var honum allt í öllu, í hans náð hann lífið fann. Ekkert vissi annað hjálpráð en sinn Drottin krossfestan. Huggun þetta honum veitti, harðri sleginn sorgar und. Orði Drottins ávallt treysti allt að sinni dauðastund. Nú er stríðið stranga unnið, stilltar raunir, þerruð tár. Elli, kröm og æviraunir, öll þín gróin harmasár. Augun blindu opnast hafa og nú sér þú Herrans dýrð. Sál þín mun þá syngja og fagna. Sæll í nálægð Guðs þú býrð. Guðvin Gunnlaugsson. „Spyrjið eftir gömlu götunum og farið þær.“ 1. Nú er margt og mikið ritað og rætt um spillta æsku, og þá helst í sambandi við neyslu tóbaks og víns og afleiðingar þess. Víst eru spillandi áhrifin, og full ástæða til að reyna að stemma stigu við þeim. Rætt er um, hvað gera skuli æskunni til hjálpar. Ein leið er örugg: „Spyrjið eftir gömlu götunum og farið þær.“ Eru ekki uppeldisáhrifin spillt? Hvaða áhrif höfum við eldra fólkið á æskuna? Sé tréð heilbrigt, verður ávöxt- urinn heilnæmur. En sé það sjúkt, mun og ávöxturinn sjúkur verða. Or spilltum jarðvegi spretta óheilla- ávextir. Því verður eigi á móti mælt. Jarðvegurinn, sem ungmennin vaxa upp úr, er sjúkur — í því liggur meinsemdin. Því er þörf að gerbylta honum og breyta og sá í hann nvju sæði, hinu lifandi orði Guðs. Víst veit ég „að hægara er um að tala en í að komast“, en fyrst verður að stýfa af sárustu brodda illgresisins. Allar umræður eru miðaðar við æskuna. En ef lækna á meinið, þarf að ná fyrir upptök þess. Líf þjóðarinnar sjálfrar er sjúkt og spillt af trúleysi og virðingarleysi fyrir orði Guðs. Tafnvel þeir kennimenn eru til, sem þykjast af því að segja Bib’íuna mannaverk og taka verði hana mjög varlega. Eins og allir viti ekki, að hún var rituð af mönnum. Verið er að taka Drottin Jesúm burt frá æskunni, og hún svæfð á kodda andvaraleysis og við hana sagt: ,.I sjálfu sér er ekkert synd, og enginn dómur Guðs. Engin glötun, allir frelsast á endanum. Ekkert að óttast. Enginn Guð.“ Slíkt hef ég heyrt, og því miður margt fleira af slíku tagi, þótt ég ekki nefni andatrú og guðspeki og þess háttar kenningar, sem jafnvel margir prestar reyna að troða í æskuna. Ég lít svo á, að það sé andkristilegt, samkvæmt kenningum Ritn- ingarinnar, að vígja þann mann til þjónustu kristin- dóms, sem kunnur er að andatrú og ber brigður á gildi heilagrar ritningar. 2. Líf okkar fullorðna fólksins mótar æskuna, fram- komu hennar, orð og athafnir. Það, sem mætir bam- inu næst á eftir móðurfaðminum, er talsmáti fólksins. Við það er talað, jafnvel nýfætt. Þegar bömin em fárra mánaða gömul, má sjá og finna, að þau vilja láta tala við sig, enda eitt af skilyrðum fyrir þroska þeirra. Hvað skyldi tala þeirra heimila vera há, þar sem barnið er eigi látið heyra blótsyrði og önnur ljót orð, jafnvel áður en það kemst á pallinn? Það er ófagurt að heyra fólk tala, sem lætur blótsyrði fylgja hverri setningu. Menn heyrast gamna sér með klúryrðum og blóti í návist æskunnar. Það er kvalræði að heyra lít- inn snáða - naumast talandi - fara með blótsyrði. Hjá börnum í leik og úti á götum er slíkt eigi ótítt. Allt er þetta eðlilegt, því að svona er talsháttur hinna full- orðnu. „Af því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft.“ Til eru háttsettir embættis- og mennta- menn, er nota þessi ljótu orð freklega, og hver getur þá ásakað æskuna? Táknrænt er kæruleysið í þessu efni, þegar sjálft mesta menningartækið, sem kallað er, útvarpið, flytur erindi og leiki með ljótu orðbragði. Þó er fyrir það þakkandi, að til em heimili og einstaklingar, sem blygð- ast sín fyrir að hafa tækið sitt opið. Sagt er: Þið getið lokað tækjunum. En frá slíku menningartæki má og á ekkert að heyrast, sem nauðsynlegt sé að loka fyrir. Við útvarpsnotendur kaupum það, sem frá því kem- ur, og eigum kröfurétt til þess, að það sé ósvikin vara, til ánægjulegrar uppbyggingar og fræðslu fyrir unga og gamla, fyrir alla þjóðina. 3. Áhrifin em víðtæk, og útvarpsráð verður að gera sér Ijóst, að á því hvílir þung ábyrgð. Sá dagur kemur, að allir verða að gera reikningsskil, og pundið er stórt, sem þessu ráði er í hendur selt. ÖIl þjóðin stendur að því. Nýlega sagði maður í útvarpsráði, að nauðsyn- legt væri að lengja dagskrána. Engan annan hefi ég heyrt um þetta tala, en fjölda marga að vanda þyrfti meir til hennar. Það skal viðurkennt, að útvarpið flytur margt fróð- legt, menntandi og ánægjulegt. En það þarf, og á að vera í öllu — sérstaklega æskunni — til fyrirmyndar. Erfitt er að heyra æskunni hallmælt, sem er hinn yndislegasti sveigur þjóðarinnar, sómi hennar og fram- tíð. Því varðar mestu, að rétt sé að henni búið. Við, hinir eldri, bemm ábyrgðina, því að sagt er: „Kenn þeim unga að ganga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist, mun hann ekki af honum beygja.“ Fyrirmyndin er besti kennarinn. Orðin megna lítið, ef verkin ekki tala. Séum við hin eldri siðvana, verður æskan það einnig. Ef faðir og móðir nota tóbak og vín, hvernig má þá undrast, þótt barnið freistist til þess? Eða hvemig getur þú átalið barn þitt eða refsað því fyrir það, sem þú sjálfur fremur í augsýn þess? Því miður mun sú smán æði oft eiga sér stað, að full-

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.