Norðurljósið - 01.01.1978, Page 71

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 Sigríður Sigurðardóttir frá Egg MINNING Sigríður Guðrún hél hún fullu nafni, var fædd í Rein í Hegranesi, 30. ág. 1910, en fluttist með foreldr- um sínum að Egg í sömu sveit árið eftir. Þar átti hún heima eftir það, að undanskildum 7 síðustu árunum, sem hún átti heima á Sauðárkróki. Sigríður var dóttir hjónanna Sigurðar Þórðarsonar frá Hnjúki í Skíðadal og Pálínu Jónsdóttur frá Egg. Bjuggu þau lengi rausnarbúi á Egg. Þar var oft margt í heimili og mikil umsvif. Það kom því eins og af sjálfu sér, að Sigríður, sem var elst dætranna, fór snemma að hjálpa móður sinni við húsmóðurstörfin. Síðustu árin, sem Pálína lifði, hvíldu þau mest á Sigríði, en móðir hennar dó 14. nóv. 1942. Eftir það veitti hún heimili föður síns forstöðu, þar til hann, níræður að aldri, fluttist með henni til Sauð- árkróks. Halldóra systir hennar fluttist einnig með þeim, en stuttu síðar fékk hún slag og var eftir það lömuð öðru megin. Sigríður bjó þeim indælt og snoturt heimili í nýju húsi. Þar annaðist hún þau af sérstakri nákvæmni og umhyggju. Þau voru bæði nær því far- lama, og faðir hennar svo að segja blindur. Aldrei heyrðist hún kvarta yfir hlutskipti sínu, heldur innti þessa kærleiksþjónustu af hendi með sinni alkunnu stillingu og jafnaðargeði. Á unga aldri hafði hún geng- ið í kvennaskólann á Blönduósi og fékk þar góðan undirbúning fyrir lífsstarf sitt — húsmóðurstarfið. Mátti segja, að hvert verk léki í höndum hennar, hvort sem það var matargerð, saumaskapur, prjón eða vefn- aður, og eins var það með ræktun blóma og trjáa. Alit var gert af smekkvísi og vandvirkni. Það átti ekki fyrir henni að liggja að eignast mann og börn, þó að hún hefði alla þá eiginleika, sem prýða mega góða eiginkonu og móður. Hún var mjög barn- góð, enda fengu börn Jónínu systur hennar að njóta blíðu hennar og ástríkis, mátti segja, að hún væri önn- ur móðir þeirra. En það voru fleiri böm, sem fengu að njóta umhyggju hennar og hjartahlýju. Mörg börn voru hjá henni, þegar hún var á Egg, sum þeirra fleiri sumur í röð og bundu við hana órofa tryggð. Lengst var þó Unnur Jóhannesdóttir, sem kom smábam til þeirra og var óslitið til fullorðins aldurs. Milli þeirra var alla tíma mjög ástúðlegt. Nú em þau Unnur og maður hennar, Axel Júlíusson frá Hrísey, flutt í hús Sigríðar heitinnar á Sauðárkróki. Sigríður var mjög dul, fáorð um eigin áhugamál. Jafnvel fyrir nánustu ættingjum sínum opnaði hún ógjarna hjarta sitt. Hún var hin hljóðláta, hugprúða og hjartagóða kona, sem öllum vildi gott gera og tókst það. Ég held, að öllum, sem höfðu af henni einhver kynni, hafi þótt vænt um hana, og vissulega var hún geðrík, eins og hún átti kyn til. Svo góða stjóm hafði hún á skapi sínu, að sjaldan var hægt að sjá, að hún skipti skapi. Ég þekkti hana vel í rúm 40 ár og aldrei sá ég hana missa stjórn á skapi sínu, en þó lét hún skoðun sína í ljós ákveðið, ef því var að skipta. Alltaf fylgdi hún því, sem hún vissi sannast og réttast. En hvaðan fékk hún þetta hugarjafnvægi, sem hún ávallt átti? Hvaðan fékk hún þennan fómfúsa kær- leika, sem fómaði öllu lífi sínu fyrir aðra? Hvaðan fékk hún styrk til að ganga óttalaus móti sjúkdómi og dauða? Þannig gætu þeir spurt, sem ókimnir voru henni. Við, sem þekktum hana, vitum það, að það var hin innilega trú hennar, sem gaf henni þann styrk, þann kærleika, þá djörfung, sem þurfti til að sigrast á öllum erfiðleikum. Þessa lifandi trú eignaðist hún, er hún var kornung stúlka. Skím tók hún á Sjónarhæð 4. maí 1932. Hún gekk í söfnuðinn þar um það leyti og var trúr og lifandi meðlimur hans til æviloka. Hún sagði við mig, er ég heimsótti hana í sjúkrahús- ið rétt fyrir páskana, að hún fagnaði því að fara héðan til að vera með Drottni. Það væri gott að fá að fara héðan, áður en ellin og allt, sem henni fylgir, kæmi til hennar. — En — bætti hún við, ,,það væri líklega betra fyrir þau (föður hennar og systur), að ég fengi að lifa lengur og annast um þau.“ Þarna kom í Ijós

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.