Norðurljósið - 01.01.1978, Page 72

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 72
72 NORÐURLJÓSIÐ eins og svo oft áður hennar óeigingjarni kærleiki til þeirra, sem þurftu á hjálp hennar og umhyggju að halda. Trú hennar var ekki innantóm varajátning, heldur trú, sem starfar af kærleika. Hún hrópaði ekki á strætum og gatnamótum um trú sína, en hún sýndi hana í verki. Allt líf hennar bar vitni um þessa ein- lægu trú, sem hún átti í hjarta sínu. Hún var ekki þeirrar gerðar, að hún hreykti sér upp, eða léti á sér bera, ekkert var fjær henni. I lítillæti, auðmýkt, þolin- mæði og hreinlyndi speglaðist trú hennar. Það var hennar hjartans áhugamál, að aðrir fengju að eignast þá einlægu trú á Drottin Jesúm, sem hún átti sjálf. Þess vegna stofnaði hún, ásamt nokkrum konum af Sauðárkróki og Hegranesi kristniboðsfélag, sem hlaut nafnið Frækomið. Þær höfðu við og við munasölu, þar sem seldir vom ýmsir munir, sem þær höfðu unnið. Það, sem inn kom fyrir þá, var látið renna til heiðingjatrúboðs. Ég hefi góðar heimildir fyrir því, að þar hafi hlutur Sigríðar verið einna mestur, og formaður þeirra sagði mér, að hún hefði verið lífið og sálin í þessum félagsskap þeirra. Við hjónin minnumst margra indælla stunda á heimili hennar, sérstaklega samfélagsstundanna um Guðs orð. Þær verða okkur ógleymanlegar. Ástvinum hennar öllum og trúsystkinum vil ég benda á þessi orð úr Hebreabréfinu: „Virðið fyrir yður, hvemig ævi þeirra (hennar) lauk og líkið síðan eftir trú þeirra (hennar).“ töm var þér jafnan. Þú vildir græða og geisla senda í líf þeirra, sem lifa í skugga. Hver var leyndardómur þinna líknarverka? Það var trúin á þinn dýrlega Drottin. Honum gafstu hjarta þitt, hug og líf. Hann var þér allt í hryggð og gleði. Nú ertu hrifin til himinsala, hrifin frá sjúkdómi, sorg og þrautum. Nú muntu öðlast þá æðstu gleði. frelsarann sjálfan þú fá munt að sjá. Þá mun þakkargjörð þér frá hjarta líða til lausnara þíns. Hans, sem sigraði synd og dauða, keypti þér frelsi og frið um eilífð. Guðvin Gunnlaugsson. Ljóð flutt við útför hennar 4. júní 1977, Hví kom svo óvænt kall þitt til betra heims? Hví var líknarverkum lokið svo fljótt? Hví fékkstu ei lengur að lifa og starfa? fórna þér fyrir föður og systur? Mörg voru bömin, sem blíðu þinnar fengu að njóta, er fennti í skjólin. I huga þau geyma hlýju þína, ást og umhyggju alla daga. Hjarta þitt var hreint, hugur þinn ljúfur, í sporum þínum uxu ódáinsblóm, hönd þín var hlý og hlúa vildi að veiku lífi og veita styrk. Þú þekktir ekki tvílyndi, tál var þér fjarri, tryggð þín og trúfesti Rifjað upp gamalt atvik. Sumarið 1932 kom ég að Egg í Hegranesi. Arthur Gook, sem ég vann hjá á Akureyri, var þá í Bretlandi. Ég var á leiðinni norður og æt'aði út í Fljót og finna þar vin minn Ásmund Eiríksson. Kom ég þá við á Egg. Þórð Skíðdal vildi ég hitta, því að við höfðum kynnst á Akureyri. En þá var hann orðinn sjúkur maður og gat ekkert gert. Sigurður var á engjum, en Sigríður dóttir hans heima og var að þurrka þar hey. Ég brá mér í það að hjálpa henni, fyrst að snúa heyinu, en síðan að taka það saman. Undraðist ég þá afköstin hjá svo grannri og smávaxinni stúlku, sem Sigríður var. í mínum huga fór saman stærð og dugnaður. En mér var þá með öllu ókunn hin harðskeytta og duglega Hnjúks-ætt. Mér finnst vel eiga heima um Sigríði orðin, sem rituð eru í Orðskviðunum 30.17.-20. um dugnaðarkonu: „Hún gyrðir lendar sínar lcrafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm; á lampa hennar slokknar eigi um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.“ S. G. J.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.