Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 73

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 73
NORÐURLJÓSIÐ 73 „Kristur er upprisinn!“ Eftir ritstjórann. Salurinn var troðfullur. í ræðustólnum var ungur maður. Orðin runnu sem árstraumur af vörum hans. Þetta fólk varð að sannfæra. Það varð að leggja niður þá heimskulegu trú, að Guð væri til. Ræðunni lauk. Fátæklega búinn maður reis á fætur. Hann mælti aðeins þrjú orð: „Kristur er upprisinn!“ Þetta var rússnesk páskakveðja. Samtímis spratt fólkið allt á fætur og hrópaði sem með einum munni svarið: „Hann er sannarlega upprisinn!“ Hér voru tveir flokkar manna eða fulltrúar þeirra manna, sem neita upprisu Krists eða játa hana. Þriðji flokkurinn er þó til. Fólkið, sem efast, hvorki játar eða neitar upprisu Krists. Ef til vill er sá flokkur nokkuð fjölmennur. Honum fyrst og fremst er ætluð eftirfar- andi grein. Hinir geta líka haft gagn af henni. Þegar sanna skal, að Kristur reis upp frá dauðum, verður fyrst að sanna, að hann hafi í raun og veru dá- ið, er hann var krossfestur á Golgata. 1. Kristur dó í raun og veru. Þegar postulinn Páll hafði kristnað margt fólk í Korintu-borg á Grikklandi, þurfti hann að rita því bréf, sem nú er kallað fyrra Korintubréfið. í 15. kafla þess ritar hann í 3.-8. grein: Það kenndi ég yður fyrst og fremst: að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og að hann var grafinn, og að hann er upprisinn á þriðja degi sam- kvæmt ritningunum, og að hann birtist Kefasi (Pétri), síðan þeim tólf. (Annar maður var kjörinn til að vera vottur upprisu hans á stað Júdasar. Post. 1.1.12.), síðan birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkurir eru sofn- aðir. Síðan birtist hann Jalcobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér eins og ótímaburði." Þannig hljóðar þá þessi frásaga. Hún staðhæfir fyrst af öllu, að Kristur dó. Er hægt að sanna það? Gat hann ekki hafa raknað við í gröfinni? Gat hann ekki hafa verið í djúpu yfirliði, er hann var tekinn og lagður í gröfina? Þannig hefur verið spurt. Eftirfarandi atriði hrekja þetta: 1. Hann var líflátinn undir opinberu eftirliti. Æðstu menn þjóðar Gyðinga voru þama viðstaddir. Matt. 27.41. Rómverjar sáu um aftöku hans. Hundraðshöfð- inginn, er sá um aftökuna, staðfesti það frammi fyrir Pílatusi, að Kristur væri dáinn. Einn hermaður lagði spjóti í síðu hans. Ot úr sár- inu rann blóð og vatn. Vatn hafði safnast í gollurs- húsið, sem lykur um hjartað. Spjótsblaðið var svo breitt, að karlmannshönd gat komist inn í sárið. (Jóh. 20.27.) 2. Fólkið, sem safnast hafði saman við kross- inn, sá, er hann gaf upp andann. (Lúk. 23.46.— 48.) 3. Ráðherrar tveir önnuðust útför hans og bjuggu lík hans til greftrunar. Hefðu þeir gert þetta, ef þeir hefðu ekki verið vissir um, að hann væri dáinn? 4. Postulasagan skýrir frá því, að postulinn Pét- ur minntist á dauða hans við fjögur ólík tækifæri. Fullviss var hann um það, að Kristur dó. 5. Stefán hét maður, sem nefndur hefur verið píslarvottur eða frumvottur, af því að hann lét lífið fyrstur manna fyrir trúna á Jesúm Krist. Hann slengdi þeirri ásökun framan í ráðið, sem dæmt hafði Jesúm til dauða, að þeir væru banamenn Jesú Krists. Þetta var alkunn staðreynd. 6. Páll postuli predikaði, þegar hann boðaði orð Guðs í Antíokkíu, að Kristur dó. Post. 13.28., 29. 7. Löngu eftir, að Jesús Kristur fór til Guðs, vitnaði hann um, að hann hafði verið dauður. Opinb. 1.18. Það er því alveg óhagganleg, sannsöguleg stað- reynd, að Jesús Kristur dó. 2. Kristur var jarðaður. 1. Jósef frá Arímaþeu fékk leyfi Pílatusar til að taka líkama Jesú ofan af krossinum. Honum til aðstoðar var Nikódemus. Hann hafði í fyrstu komið til Jesú um nótt. Nú var hann orðinn djarfur og hafði með sér hér um bil hundrað pund af myrrublönduðu alóe. Þeir tóku nú lik- ama Jesú og sveipuðu hann í líndúk með ilmjurtum, eins og siður var hjá Gyðingum að búa lílc til greftrunar. „En á þeim stað, þar sem hann hafði verið krossfestur, var grasgarður og í grasgarðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í. Þar lögðu þeir þá Jesúm — því að gröfin var þar nærri — vegna aðfangadags Gyð- inga.“ Jóh. 19.38.—42. 2. Bæði Markús og Lúkas segja frá því, að lconur, sem fylgt höfðu Jesú frá Galíleu, voru viðstaddar, er hann var greftraður. 3. Gröfinni var lokað með stórum steini. Á stað, noklcuð fyrir utan Jerúsa’em, er klapparhóll. Rétt fast við hann er lítill grasgarður, og við grasgarðinn hefur verið höggvinn legstaður inn í bergið. Sumum, er skoð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.