Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 76

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 76
76 NORÐURLJÖSIÐ 6. Vottarnir, sem sáu Krist upprisinn, voru alveg á- reiðanlegir. Þeir höfðu næga dómgreind og siðferðisþroska til að láta ekki blekkja sig eða táldraga. Þeir voru valdir úr hópi manna, sem persónuleiki Jesú Krists hafði dregið að honum. Jóhannes postuli, sem var með honum í meira en þrjú ár, ber honum þennan vitnisburð: ,,Hann þekkti alla og þurfti þess ekki, að nokkur vitnaði um manninn, því að hann vissi, hvað með manninum bjó.“ (Jóh. 2.24.) Þeir voru með honum í meira en þrjú ár. Á þeim tíma kenndi hann þeim og ól þá upp. Gat hann hafa valið svo mikla vitsmunalega aumingja, að þeim gæti skjátlast í þessu efni? Þeir, sem vilja gera lítið úr dómgreind postulanna í þessu efni, gera þá um leið ennþá minna úr Jesú Kristi sjálfum, sem valdi þá. Matteus og Jóhannes voru báðir postular Jesú, valdir af honum sjálfum. Markús var andlegur fóstur- sonur Péturs, sem hafði sjálfur verið með Jesú, en Pétur kallar Markús son sinn. (1. Péturs bréf 5.14.) Svo náið var samband þeirra. En líkamlega var Markús ekki sonur Péturs. 7. Trúin á upprisu Jesú Krists var í engu samræmi við trú, hugsanir eða skap postulanna, þegar atburð- urinn átti sér stað. Þeir trúðu, að almenn upprisa ætti sér stað, en ekki upprisa eins einstaks manns. — Þeir voru alveg bugaðir menn, vonlausir og daprir. En eftir upprisu sína og himnaför sendi Jesús post- u’unum og öðrum lærisveinum sínum heilagan Anda. Þá breyttust þessir menn í ósigrandi hetjur. Þetta hefði aldrei orðið án upprisu Jesú Krists. 8. Tíminn frá því, að Kristur dó, þangað til Páll post- uli ritar 1. bréf sitt til Korintumanna, var aðeins 21 ár. Hann var því ekki mjög langur. Fjórum árum áður en bréfið var ritað hafði Páll boðað fagnaðarerindi Krists í Korintuborg, um það bil 17 og hálfu ári eftir dauða Krists og upprisu. Þess vegna voru þeir flestir lifandi, sem höfðu séð hann upprisinn. Guðspjöllin öll voru skrifuð á ævitíð þeirra manna, sem lifandi voru, er at- burðirnir gerðust, og tóku þátt í þeim. 9. Upprisa Jesú Krists átti sér stað í þeim kringum- stæðum, að óðar hefði verið leitt í ljós, ef hún hefði ekki gerst í raun og veru. Við verðum að minnast þess, að Jesús Kristur var þjóðkunn persóna í landi Gyðinga. Hann hafði ferð- ast um, predikað og gert margs konar tákn og krafta- verk í meira en þrjú ár. Hann var líflátinn á páskunum. Þá söfnuðust Gyð- ingar ávallt saman í Jerúsalem. Ein til tvær milljónir manna söfnuðust saman í Jerúsalem, þegar hátíð sú var haldin. Sjö vikum eftir dauða hans var farið að predika upprisu Jesú. Hún var því ekki saga, sem kom upp mörgum árum eftir dauða hans. Dauði hans var öll- um í fersku minni, þegar farið var að boða, að hann væri upprisinn. Boðskapnum var tekið þannig af yfirvöldunum, að þau reyndu með valdi að bæla hann niður. Þetta tókst ekki. Eins og við höfum áður séð, þá voru lygar notaðar fyrst, er varðmönnunum var mútað til að ljúga. Þar næst var gripið til valdbeitingar. Postulunum var bannað að predika í nafni Jesú Krists. Þessu hlýddu þeir ekki. Þeir skeyttu engu líkamlegri refsingu eða banni æðstu manna þjóðar þeirra. „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.“ (Post. 4.20.) Það var samt til ein óbrigðul leið til að kveða niður allt slcraf og predikun um upprisu Jesú Krists. Leiðin var sú, að líkið væri tekið úr gröfinni og opinberlega sýnt. Hvers vegna var þetta ekki gert? Jesús Kristur reis í raun og veru upp frá dauðum. •niu i iáuv\nj.kio ha n nesson c^vhnaxmnm .9KRÖFTLG BÆN“ Hugleiðing ætluð lærðum mönnum og leikmönnum. „En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega, og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastan- lega við komu Drottins vors Jesú Krists. Trúr er sá, er yður hefur kallað, og hann mun og koma þessu til leiðar.“ Á vörum allra, sem endurfæddir eru, ætti þessi bæn að vera, því að vér erum limir á líkama Krists. En fáir munu vor á meðal ígrunda hæðina og dýptina í þessari bæn. Manneskjan er þríein vera, sköpuð af þríeinum Guði. Það fólk fer mikils á mis, sem heldur, að líkaminn sé sálarlaus. I 1. Mós. 9.5. talar Guð um sál og blóð í sömu setningu og segir, að sálin er í blóðinu. Þegar postulinn segir „andi yðar“, á hann þá við andardráttinn? Átti hann að geymast, vera fullkominn og ólastanlegur við endurkomu Drottins vors Jesú Krists? Alls ekki. Það var andi mannsins, hinn æðsti þáttur veru mannsins, sem skilur hann frá öllu öðru, sem skapað er hér á jörðu. Það er hann, sem felur í sér hæfileikann til að þekkja Guð og að dæma um andlega hluti og til að tilbiðja Guð, til trausts og vonar og kær- leika. „Því að hver meðal manna veit, hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs Andi.“ (1 Kor. 2.11.) Vér finnum til í anda vorum og skiljum andlega hluti. „Það er andi mannsins og andardráttur hins Almáttuga, sem gerir þá vitra. (Job. 32.8. Bókstafleg þýð.). 1 Mósebók 2.7. segir þannig frá: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés Anda lífs- ) i i \ J

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.