Norðurljósið - 01.01.1978, Page 78
78
NORÐURLJÖSIÐ
allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orð-
inn sekur við öll boðorð þess.“ (Jakobsbréf 2.10.) —
Segið mér nú heiðarlega og hreinskilið: „Hafið þér
aldrei kysst flöskustútinn?“ „Æ, ég hef fengið mér
tár við þorstanum öðruhvoru."
„Hafið þér aldrei lagt Guðs nafn við hégóma?“
„Ekki get ég neitað því.“
„Hafið þér alltaf sagt satt?“
„Æ-i nei, ekki alltaf nákvæmlega."
„Við þurfum ekki að fara lengra út í þessa sálma.
Þér hafið hrasað í mörgum greinum. Þess vegna hafið
þér brotið lög Guðs mörgum sinnum. Hugleiðið það,
sem stendur á öðrum stað: „Bölvaður er sá, sem ekki
heldur fast við allt það, sem í lögmálsbókinni er rit-
að, svo að hann breyti eftir því!“ (Gal. 3.10.). Þér skilj-
ið, að þér eruð undir bölvun, þótt þér hafið ekki hras-
að nema einu sinni.“
Greinilegt var, að skilningur hans á þessu fór vax-
andi. Hann spurði undrandi: „Er þessu þannig farið?“
„Já,“ sagði ég, „og nú finnst mér, að þér ættuð að
hugleiða ævina, sem liðin er, og segja mér, hvort þér
hafið nokkru sinni í raun og veru elskað Guð. Því að
æðsta boðorð biblíunnar er þetta: „Elska skaltu Drott-
in Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og af
öllum mætti þínum, og náunga þinn eins og sjálfan
þig!“
„Jú-jú, ég hef beðið til hans nokkrum sinnum.“
„Hvenær hafið þér gjört það?“
,,Ó, þegar ég hef gengið eftir veginum hef ég beðið
nokkrum sinnum til hans. Þá hef ég sagt: ,,Ó, Guð,
hjálpaðu mér í dag.“ Og það hefur hann gjört.“
„Hafið þér þakkað honum fyrir það?“
„Ó-nei, það gerði ég nú reyndar ekki.“
„Haldið þér, að þér munduð biðja um hjálp, ef þér
óttuðust ekki, að þér fengjuð ekki nægan mat yfir dag-
inn?“
„Nei, ég mundi ekki gjöra það.“
„Þetta er ekki að elska Guð. Þetta er að elska sjálfan
sig. Má ég spyrja yður einnar spumingar enn: „Þegar
Guð hefur hjálpað yður og þér þakkað honum, hafið
þér eftir það hugsað um,hvemig þér gætuð þjónað hon-
um? Eða hafið þér gleymt honum, þangað til þér voruð
aftur staddir í erfiðleikum?"
Þessi spuming hafði mikil áhrif. Hann varð óróleg-
ur. Hann fór að sjá hlutina í nýju ljósi. Ég skildi, að
Andi Guðs leiddi hann til afturhvarfs. Ég reyndi að
sýna honum, að lögmál Guðs krefst fullrar hlýðni, að
hegningin fyrir að brjóta boð Guðs er eilífur dauði, að
æviferill hans allur sýndi, að allt hans réttlæti var sem
saurgað klæði, að hjarta hans hafði aldrei verið rétt
gagnvart Guði. En það hrærði mig að sjá, meðan ég
svipti hann öllum fölskum vonum, hvílík breyting varð
á tilfinningum hans. Hann örvænti æ meir og fór loks
að gráta.
„ ó, ó, herra, ég er alveg eins vondur og þér! Hvað
eigum við að gjöra? Hvað eigum við að gjöra?“
Ég gat ekkki annað en tárfellt líka, er ég horfði á
þennan gamla syndara. Vonin, sem hann hafði stuðst
við ævilangt, var allt í einu brostin. Hann sá, að hann
var glataður. Brátt mundi hann hverfa inn í eilífðina.
örvænting greip hann?“
„Verið hughraustir,“ sagði ég, „ég veit, hvað við
getum gert.“
„Vitið þér það, herra?“ sagði hann ákafur. Það var
sem hann mætti ekki glata einu andartaki.
„Já, við verðum að fara til Drottins Jesú Krists. Þér
hafið sjálfsagt heyrt um hann?“
„Já, það var hann, sem dó á krossinum.”
„Já, og var grafinn, reis upp aftur, steig upp til him-
ins og situr nú í hásæti sínu þar. Hann elskar syndara
eins og yður og mig. Hann segir líka: „Komið til mín
allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og þá
skuluð þér finna sálum yðar hvíld.“ (Matt. 11.28.).
„Snúið yður til mín og látið frelsast." (Jes. 45.22.).
Hið eina, sem við þurfum að gjöra, er að snúa okkur
til hans og trúa honum. Þá fáum við fyrirgefningu
allra synda okkar.“
Gamla manninum fannst það of gott til að geta ver-
ið satt, að frelsunin væri gjöf handa öllum, sem koma
til Jesú. Ég hélt áfram: „Ég er viss um þetta, því að ég
hef verið hjá honum.“
Undrandi horfði hann á mig: „Hafið þér verið hjá
honum?“
„Já, og reynsla mín var sú, að allt var alveg eins og
Jesús sagði. Vikum saman hafði ég verið fylltur af ör-
væntingu. Ég var alveg eins og þér eruð nú. Ég sá, að
ég var stórsyndugur maður. Allt hafði gengið illa fyrir
mér, og hjarta mitt var vont. Ég sá, að ég gat ekki
bjargað mér sjálfur. Hvað sem ég gjörði, ásótti mig
óróleikinn dag og nótt. Þá fór ég að hugsa um, að Guð
hafði gefið eina elskaða soninn sinn fyrir synduga
menn, til þess að þeir skyldu frelsast. Ég hugsaði um
óendanlegan kærleika Jesú. Þá sagði ég við sjálfan
mig: „Hann elskar mig og gaf sjálfan sig fyrir mig.“
Þá fann ég, að ég var fullur af kærleika til hans, og ég
sagði: „Ég trúi á þig.“ Samstundis varð ég mjög glaður.
Nú er ég á leið til himins, ekki vegna þess að ég hafi
verið góður. Ég hef verið hið gagnstæða, eins og ég
sagði, heldur vegna þess, að Jesús leið og dó í staðinn
fyrir mig.“
Gamli maðurinn hlýddi á þessi einföldu orð. Hann
gjörði það með vakandi eftirtekt. Ljómi skein úr augum
hans, er hann sagði: „Haldið þér, að hann frelsi gamlan
syndara eins og mig?“
„Áreiðanlega!" Það er starf hans að frelsa menn.
Þetta vill hann allra helst. Hann frelsar alla, sem koma
til hans, því að hann sagði: „Þann, sem til mín kemur,
mun ég alls ekki í burtu reka.“ (Jóh. 6.37.). „Hann var
særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra mis-
gjörða; hegningin, sem vér höfum til unnið, kom niður
á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir."
(Jes. 53.5,6.). „Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir,
réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt oss
til Guðs.“ (1. Pét. 3.18.).