Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 23

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 23
NORÐURLJÓSIÐ 23 En í sömu bók var einnig sálmur um týnda sauðinn, sem dæmisaga Drottins Jesú segir frá. Fyrsta vers hans er þannig: í skýlinu hundraðs hjörðin lá, en horfínn var burtu einn. Um veglausa auðn hann villtist frá, þar var eigi gróður neinn. Því fjarri var hirðis hjálpin góð, en hættur og þrautir um fjallaslóð. Þennan sálm langaði mig líka til að syngja. Kom þá í huga mér lag, sem ég söng oft. Það var oft siður Arthurs heitins Gooks, að láta Kristínu leika ýmiss lög á orgel, en syngja sjálfur með. Þá heyrði ég bæði þessi lög sungin og þekkti þau undir eins aftur. Það var úr þessari bók, sem mér var gefínn textinn til að tala um, er ég hélt mína fyrstu ræðu á Olfusár bökkum. En frá tildrögum hennar segir í 1. bindi sögu minnar: „Mannlíf í mótun.“ S.G.J. Það þurfti vatn til þess Skömmu áður en bruninn varð í Chicago, sagði ég við fjölskyldu mína morgun nokkurn, að ég kæmi heim skömmu eftir hádegisverð og færi með hana í ökuferð. Drengurinn minn stökk upp og sagði: „Pabbi viltu fara með okkur upp í Lincoln’s skemmtigarðinn að sjá birnina?" „Já, ég skal fara með ykkur upp í Lincolns-skemmtigarðinn til að sjá birnina.“ Eg var varla meir en farinn út úr húsinu, þegar hann fór að biðja móður sína, að hún klæddi hann í betri fötin, svo að hann yrði tilbúinn. Hún þvoði honum og færði hann í hvít föt. Þá langaði hann til að fara út. A þennan dreng sótti sú ástríða, að hann vildi éta mold. Þegar ég kom heim að húsinu, var andlit hans þakið leðju og fötin hans óhrein. Hann kom hlaupandi til mín og vildi, að ég færi með hann út í vagninn og æki af stað. „Willi,“ sagði ég, það er ekki hægt að fara með þig eins og þú lítur út. Það verður að þvo þér fyrst.“ - „Nei, ég er hreinn.“ „Þú ert það ekki. Þú ert mjög óhreinn. Það verður að þvo þér áður en ég fer með þig.“ „Ó, ég er hreinn. Mamma þvoði mér.“ „Nei, þúert það ekki.“ Litli snáðinn fór að gráta. Til þess að hann hætti því, hélt ég það væri fljótasta leiðin, að hann sæi sjálf- an sig. Eg fór með hann inn í húsið og sýndi honum óhreint andlitið í spegli. Er hann hafði séð sjálfan sig, sagði hann aldrei aftur, að hann væri hreinn. En ég þvoði honum ekki með speglinum. Eg notaði vatnið til þess.“ - Dwight L. Moody. Hefnr þér verið bjargað? Eftir dr. Billy Graham Hvaða merkingu leggur þú í orðið „bjargað“? í þurrkatíð „bjargar“ það uppskerunni, ef kemur regn. Skurðlæknir bjargar lífí sjúklings, þegar hann gerir vel heppnaðan uppskurð. Lögreglumaður bjargar barni frá drukknun. Postulinn Páll sagði við fanga- vörðinn í Filippí: „Trú þú á Drottin Jesús og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Hann mundi bjarga sálu sinni. Öll þörfnumst við þess, að okkur verði bjargað, að við verðum hólpin. Syndgað höfum vér öll á móti Guði, brotið lög hans. Vér öll fremjum laga- brot. Vér þörfnumst öll frelsunaar. Vandamál. Alstaðar eru vandamál vor. Heimilin eru að sundr- ast. Kaupsýslumenn eiga sín vandamál að stríða við. Vandamál eru heilsunni tengd. Fjölskyldur eiga sín vandamál. Vér reynum að flýja frá þeim. Þau knýja svo fast á, að oss langar til að hljóða. Vér viljum flýja frá vandræðum daglega lífsins. Vér neytum eiturlyfja, drekkum áfenga dykki, jafnvel reynum að fremja sjálfsmorð. Alstaðar hrópa menn - líkt og vörður fang- anna í Filippí: - „Hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn“ - frelsist?.......(Post. 16.30.) Postulinn Páll og Sílas höfðu verið að boða fagnað- arerindið í Evrópu. I Makedóníu fóru þeir til Filippí. Hún var stór borg og rómversk nýlenda. A bakka ár- innar fundu þeir bænastað. A leiðinni þangað mætti þeim dag nokkurn þerna. I henni var demón, spásagn- arandi. Páll sagði við andann: „Eg býð þér í nafni Jesú Krists: að fara út af henni.“ Og hann fór út á samri stundu. Húsbændur hennar urðu reiðir, er þeir sáu, að gróðavon þeirra var farin. Þeir fóru með Pál og Sílas til höfuðsmannanna. Þeir létu berja þá og varpa þeim í fangelsi og leggja þá í fjötra. I stað þess að kvarta og kveina, af því að bök þeirra voru marin og særð, og hræðilegur ódaunn var í dýflissunni, þá fóru þeir Páll og Sílas að biðjast fyrir og lofsungu Guði. Bandingj- arnir hinir hlustuðu á þá. Skyndilega kom jarðskjálfti, allar dyr opnuðust, og fjötrarnir féllu af öllum. Hlátur. Rómverskum lögum samkvæmt skyldi fangavörður deyja, ef slyppi frá honum fangi. Hann gat aldrei tekið sér frí. Er fangavörðurinn sá dyrnar opnar, bjóst hann við lífláti. Hann dró því sverð sitt og ætlaði að fyrir- fara sér. Þá kallaði Páll: „Gjör þú sjálfum þér ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.