Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 68

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 68
68 NORÐURLJÓSIÐ sem yfírgaf Shanghi á brúðkaupsdaginn sinn til að deyja í héruðunum, sem lágu að Burma og Tíbet. Þetta kostaði mikið, en var ekki árangurslaust. Þarna, lengst inni í landi, höfðu konur sem karlar verið dreg- in að Frelsaranum upphafna, og lifðu til þess eins: að gera hann kunnan. Starfíð hafði vaxið svo hratt, að liðsauka var sár þörf á öllum kristniboðsstöðvunum, til að hægt væri að ganga inn um opnu dymar. Af þessu spratt það, að snemma árs 1882, var farið að biðja ákveðið um, á öllu kristniboðssvæðinu, að sjötíu nýir kristniboðar kæmu innan þriggja ára. „Aðrir sjötíu líka.“ Þeirra var þörf, og þeir voru gefnir. Bænin, er þannig steig upp frá öllum kristni- boðsstöðvunum, sem svarað var svo dásamlega, átti eigi lítinn þátt í að dýpka andlegt líf kristniboðanna í einangrun þeirra. Sömuleiðis trúskiptinganna, sem voru umhverfís þá. Inn í þessa hreyfingu hafði Hsi verið leiddur þegar við afturhvarf sitt. Þótt hann vissi ekkert um, að út- breiðslan mundi ná til fjarlægra fylkja, þá eignaðist hann þann anda og þá trú, sem ekki átti lægra mark- mið en það: að láta fagnaðarerindið ná til „allrar skepnu“ í Upplöndum Kína. Þótt hann vegna kringumstæðna væri að mestu sjálfstæður, var hann þó meðlimur í söfnuðinum í P’ing-yang. Opinberlega var starf hans í sambandi við þá kristniboðsstöð. Ennþá fór hann þangað, þegar hann gat komið því við á sunnudögum, og hann lét sig aldrei vanta, er haldnar voru samfélags-samkomur. Ársfjórðungslega var haldin hátíð í kristniboðshús- inu gamla í P’ing-yang. Við það mikla tækifæri söfn- uðust allir kristnir menn saman. Átti þetta mikinn þátt í: að móta líf vaxandi safnaðar. Hsi kom þá úr þorpi sínu og hafði með sér hóp kristinna manna, sem allir voru logandi af áhuga eins og hann sjálfur. Fan kom frá Hælinu með frelsaða ópíums-neytendur og sam- starfsmenn. - Liu frá So-pu, Song, Chang og alla hina. Syngjandi þrömmuðu þeir langa dagleið yfír sléttuna eða yfír fjöllin. Litlir hópar söfnuðust saman úr mörg- um stærri og smærri þorpum, uxu að fjölda til, er þeir nálguðust borgarveggina. Hvílíkar kveðjur, er trú- boðshúsinu var náð. Komu svo að kvöldi seinust kunnuglegu andlitin til að fullna hópinn. Þar sem þeir voru of margir til að rúmast í kapell- unni eða gestaherbergjunum, settust þeir glaðir að í görðunum bak við húsið og voru sem heima hjá sér. Margir höfðu með sér rúmföt og mat. Karlmennimir komu sér fyrir í einum garði, konumar í öðmm. Var annast um þær á gestrisinn hátt af heimilisfólki kristniboðanna. Sóltjöld vom strengd yfir innri garð- inn, fest á sterkar bambus-stangir. Stólar og bekkir fylltu þennan rúmgóða áheyrendasal. Upphækkuð gata var allt um kring. Opnuðust íbúðarherbergin að henni. En hún var líka á öðmm endanum ræðupallur þeirra, sem töluðu, en á hinum endanum var staður, þar sem konurnar gátu verið án þess að láta sjá sig. Þetta var sjónarsvið, fullt af lífsfjöri og litum. Þama voru saman komnir ungir og gamlir, fræðimenn, kaupmenn, bændur, konur úr bæjum og sveitum. Bömin voru í bestu fötunum sínum. Skrýtilega út- skomar veggsvalir og þakskegg mynduðu skugga- kenndan bakgmnn þessar skemmtilegu myndar .... Minnisstæðar mjög voru þessar samkomur, er haldnar vom á þessum fyrstu dögum. Andrúmsloft þeirra var kærleikur og áhugi. Alls konar spumingar voru teknar til athugunar, t.d. um safnaðaraga og inntöku nýrra meðlima, allt niður að trúlofunum og hjónaböndum hinna kristnu og til daglegrar stjómar á heimilunum. En best af öllu var þó að njóta heilagrar kvöldmáltíðar, þegar þeir, sem ungir voru í trúnni, söfnuðust í fyrsta sinn umhverfis borð Drottins. Á sumarkvöldum, í svala og kyrrð, voru þessar sam- komur sérlega áhrifamiklar. Tjöldin yfír þögulum garðinum vom dregin á brott. Ljósker, sem hengu hér og þar, vörpuðu birtu á hneigð höfuð og geislandi ásjónur. En uppi yfir þessu ljómuðu stjörnur á skaf- heiðum himni. Ársfjórðungsmót var haldið í apríl 1883. Fyrir Hsi, og hans nánustu í fjölskyldunni, var þetta mót sérlega mikilvaígt. Kona hans og frú Liang, móðir hennar, ásamt aldraðri stjúpu hans, ætluðu að taka skím. Ann- að eins hafði aldrei átt sér stað í öllu Shansi fylki. Meðal eldra fólksins í söfnuðinum vom fáar - en þó fáeinar - konur. Allar heyrðu þær fátækari stéttunum til. Skím þeirra hafði ekki vakið mikla athygli. Við- horfíð var nú annað mjög. Eiginkona og móðir fræði- manns, herramanns, er fylgdi áður kenningu Kon- fúsísar, ætluðu nú að rjúfa þá einangmn, sem þær höfðu áður verið í á heimilum sínum. Þær ætluðu að láta sjá sig opinberlega í borginni og taka þátt í ein- kennilegum helgisiðum þessarar útlendu trúar. - Þetta var umtalsvert sannarlega. Engin smáræðis sjálfsafneitun var konunum þetta: að yfirgefa þá einangmn sem þær höfðu vanist. Sam- band, það, er þær höfðu við umheiminn, var eingöngu fyrir milligöngu manna þeirra. Ferðalag þetta, 16km., var alvarlegt fyrirtæki. Skírn með niðurdýfingu var kristnuðum Kínverjum, hvort heldur körlum eða konum, alvöruþrungið fyrirtæki. En einmitt þetta jók gildi þessarar skímar. Játningu trúar á Krist gerði hún miklu raunvemlegri og ákveðnari. Hún dró skýra markalínu á milli leitandi fólks og fólks í félagi safnað- arins. Hún kostaði fólkið eitthvað. En „sökum Jesú“ var hún verðsins virði. Frú Hsi og tengdamóðir hennar höfðu veriðkristn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.