Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 67
NORÐURLJÓSIÐ
67
Það kom brátt í ljós, að þessi maður var alveg vakn-
aður. „Þú varst einu sinni jafnmikill ópíums-reyk-
ingamaður og ég. Hvemig fékkstu lausn? Er nokkur
von um mig?“
Glaður og þakklátur sagði Liu honum frá Jesú og
fór með hann í Hælið í Fan-ts’uen. Þar var hann lækn-
aður af ópíums nautn og unninn til trúar á Krist.
Kominn heim til So-pu var hann einnig fylltur brenn-
andi löngun til að leiða aðra til frelsarans. Gestasalur
stór var í húsi hans. Hann lét opna hann, svo að reglu-
bundnar samkomur yrðu haldnar þar. Þetta var ein-
mitt það, sem Liu og konu hans hafði langað til. Mjög
uppörvuð af þessu hófu þau þar reglubundnar sam-
komur.
Seinna kom svo Hsi þangað og stofnaði Hæli þar í
þorpinu handa ópíums-reykjendum. Mikil þörf var á
því þar. Liu-hjónin vom látin sjá um það. Blessun
Guðs hvíldi brátt yfír starfi þeirra. Voru þau virt sem
trúfastir starfsmenn á þó nokkrum mikilvægum svið-
um. Liu var í mörg ár djákni safnaðarins, elskaður og
virtur að verðleikum og líka einn af dýrmætustu hjálp-
armönnum, sem Hsi hafði.
(Hér má geta má geta þess, að kristniboðarnir í
Shani-si voru hræðilega ofsóttir árið 1900, þegar hin
svonefnda Boxara-uppreisn var gerð. Var markmið
hennar að reka alla erlenda kristniboða úr landi, en þó
helst að drepa þá. Liu hætti lífi sínu hvað eftir annað
til að hjálpa þeim að flýja og fylgdi þeim yfir fjöllin, en
það var 45 daga ferð. Síðar voru skaðabætur greiddar
þeim, sem urðu fyrir eignatjóni. Taldi Liu sig ekki rétt
meðfarinn í þeim málum, yfirgaf kristniboðið og gekk
í rómversk-kaþólsku kirkjuna.)
Er aldur færðist yfir konu hans Liu, varð hún sjúk
af asma og fleiru. Ekki vildi hún heyra, að hann væri
heima hennar vegna.
„Þó að ég sé veikburða, vil ég heldur vera alein
heima mánuðum saman en hindra hann í starfi."
Er hún varð of öldruð og lasburða til að komast út úr
herbergi sínu, safnaði hún samt fáeinum konum úr
þorpinu til sín, kenndi þeim að lesa og biðja, og fúslega
sá hún um mat og drykk handa predikurum, sem
komu þangað til að halda guðsþjónustur í þorpinu.
Nú er hún farin, sæti hennar autt. Milds og kær-
leiksríks anda hennar er saknað í So-pu. Þar hefur
engin ennþá tekið við starfi hennar.
Slíkra kristinna manna er mikil þörf í Kína. Sjálfir
hafa þeir frelsast úr heiðindómi. Þeir búa í kínversk-
um heimilum, skilja hjörtu Kínverja og brenna af kær-
leika til sálna, sem frelsarinn dó fjrir. Þeir eru meðal
bestu kristniboða og ná bestum árangri. Einn
árangurinn af því starfi, sem Hsi vann að nú, ef til vill
aðalárangurinn, var þroski slíkra karla og kvenna.
9. KAFLI
Höfuöborgin heimsótt
Aðeins fimm ár voru liðin, síðan hafið var fast kristni-
boðsstarf í Shan-si. Var það við endalok hræðilegrar
hungursneyðar.
Vorið 1878 komu þeir David Hill og félagar hans í
héraðið. Þar var enginn kristinn maður úr hópi Mót-
mælenda. Varla var þar heldur nokkur leitandi sann-
leikans meðal allra milljónanna. Sumarið 1883, fjórða
árið eftir afturhvarf hans Hsi, voru komnar tvær
mikilvægar stöðvar. Tveir litlir söfnuðir höfðu verið
stofnaðir. Voru í þeim nokkrir tugir manna. Margir
biðu eftir inntöku í þá. I norðurborginni T’ai-yuan,
höfuðborg fylkisins, var öflug lækninga-miðstöð.
Sóttu þangað sjúklingar, sem heima áttu iiman 320
km. frá borginni. Nokkur þúsund manns fengu lækn-
ishjálp árlega. Viðurkenndur dugnaður útlenda
læknisins, sem hét Harold Schoufield, vann starfinu
vini fjær og nær. í P’ing-yang sunnar - þangað var
viku ferðalag - hafði áhugi og guðrækni trúskiptinga
útbreitt fagnaðarboðskapinn svo víða, að kristnir
menn fyrirftmdust í þorpum, sem lágu 64 km. hvert
frá öðru.
Kristniboðarnir höfðu starfað rækilega og náð
langt. Fylkinu höfðu þeir skipt á milli sín, heimsótt
þar meira en áttatíu stjórnandi borgir - allar borgirnar
- predikað mikið á strætum úti og í tesölu-stofum. Selt
höfðu þeir mikið af köflum úr Ritningunni, gengið
hús úr húsi og gefið smárit. Stóð á þeim, hvar væri
hægt að fá meiri fræðslu. Þessir þöglu sendiboðar
höfðu borist til þorpa og sveitabýla. Sums staðar
höfðu þau fundið góðan jarðveg - eins og hjá Fan.
Þetta voru tímar þróunar og framfara í kristniboðs-
starfi í Kína Upplöndum. Sjö árum áður hafði
Chefoo-samningurinn verið undirritaður. Þar með
opnuðust öll Upplöndin fyrir fagnaðarboðskapnum.
Félagsmenn í Kína Upplanda kristniboðinu biðu til-
búnir þessa tækifæris. Þeir fóru þegar í stað til Upp-
landanna. Á þremur árum höfðu þeir ferðast 48.000
km. í brautryðjenda ferðalögum. Þeir boðuðu Krist í
fyrsta skipti á stöðum, sem fjarlægir voru og erfitt að
komast til. Blessun hafði hvílt yfir starfi þeirra, eins og
í Shan-si. Kristniboðsstöðvar voru famar að rísa upp.
Litlir söfnuðir höfðu verið stofnaðir í fylkjum þar,
sem fagnaðarerindið hafði aldrei verið boðað áður.
I þessari nýju og mjög nauðsynlegu hreyfingu voru
ekki karlmenn einir frumherjar. Líka voru þar konur,
giftar eða ógiftar, og höfðu tekið hetjulegan þátt í
starfinu, - allt frá hvíthærðu konunni, sem aðeins
hafði eina stúlku til fylgdar og innfædda, kristna
menn, er fór langt í norðvesturátt - og til brúðarinnar,