Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 31

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 31
NORÐURLJÓSIÐ 31 Hvað skilur að menn og dýr? „Maðurinn er dýr?“ segir þróunarkenningin. Það er ekki rétt. Það er eitt, sem greinir menn og dýrin að. Hvað er það? Það er ekki hugsunarlífíð. Dýrin hugsa og geta ályktað, þótt það sé takmaarkaðra en hjá mönnunum. Köttur nokkur lá í eldhúsi. Yfir bælið hans lá bjöllustrengur inn í stofuna. Þegar stutt var þar á hnapp, heyrðist hljómurinn í eldhúsinu, og eldhús- stúlkan fór inn. Kötturinn veitti þessu eftirtekt. Eitt sinn, er girnilegur kjötbiti var í eldhúsinu, krækti kisa löppinni í strenginn. Stúlkan fór inn, en kisa stökk strax í kjötið. Enginn hafði hringt inni. Dýrin elska. Þau eru nokkuð misjafnlega lynd í ástamálum, en greinilegt er, að sum dýr elska maka sína, ekki aðeins afkvæmin. Dýrin hata. Maður lagði snörur fyrir farfugla. Greinilegt var, að þeir vissu, hver hann var og sýndu honum engan vott vináttu. Þá breytti hann um lífs- stefnu. Hann fór að búa vel í haginn fyrir þreyttu og svöngu farfuglana. Þeir skildu fljótt hugarfars breyt- ingu hans, og tóku að hænast að honum og verða mjög gæfír. Dýrin syrgja. „Dýravinurinn“ sagði frá kúnni, sem kom að húðinni, minnir mig, af kálfínum sínum, sem hafði verið slátrað. Hún var svo hrygg, að tárin runnu úr augum hennar. Dýr geta verið þakklát. Ég man eftir hestinum, sem ég reið heim af engjunum á Finnmörk, þar sem égólst upp. Ég vissi, hvar hrossin voru. Hann vissi, hvar var vant að sleppa þeim, er hætt var að brúka þau, og bjóst við, að sér yrði sleppt þar. En niðamyrkur var komið, og ég var ekki viss um, að hann fyndi þau, svo að ég sleppti honum ekki. Þá hélt hann, að meiri vinna væri framundan og varð mjög tregur. En er ég var kominn svo nálægt hrossunum, að hann vissi, hvar þau voru, þá sleikti hann á mér höndina í þakklætisskyni. Siðan hélt hann til þeirra. Hvað skilur að menn og dýr? Það er tilfinning fyrir réttu og röngu, siðgæðis eða siðferðis vitundin, mismunurinn á góðu og illu, sem maðurinn skynjar. Hvenær öðlaðist maðurinn þetta skyn? Biblían skýrir frá því. í landinu Eden hafði Drott- inn plantað garð. Þar setti hann manninn, Adam, sem hann hafði skapað. Þá gaf hann manninum meðhjálp við hans hæfi. Hún var Eva. En í garðinum var skiln- ingstré góðs og ills. Gnótt var þar af alls kónar aldin- trjám. Af þeim mátti maðurinn eta eftir vild, en ekki ávöxt skilningstrésins. Skortur á aldinum gat því ekki freistað mannsins til að brjóta á móti vilja Guðs. Með þessu var maðurinn látinn ganga undir próf. Vildi hann hlýða Guði eða ekki? Maðurinn féll á próf- inu. Hann syndgaði á móti Guði. Hann varð syndari. Það er syndin sem greinir að í raun og veru menn og dýr. „Maðurinn í vegsemd, en hyggindalaus, verður jafn skepnunum, sem farast.“ (Sálm. 49.21.) „Hvarer þá hrósunin? Hún er útilokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. Vér álítum því, að maðurinn réttlætist af trú.“ Þannig ritaði postulinn Páll. Fyrir trúna á Drottin Jesúm, fáum við fyrirgefningu syndanna og erum þar með endurreist inn í upphaflegt samfélag Guðs og manna í garðinum fagra í Eden. Ekkert í fari dýra gefur til kynna, að þau hafí hugmynd um Guð. Svo segir Drottinn: „Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni,---heldur hrósi hver sér af því, sá er vill hrósa sér, að hann sé hygginn og þekki mig.“ (Jer. 9.23.24) S.G.J. Fórn. „Safnaðar-hirðirinn okkar talar ávallt um það, að við eigum að færa fóm. Hann ætlast til þess af okkur, að við gefum, gefum, gefum sífellt. Hann virðist halda, að söfnuðurinn sé mikilvægasta stofnunin á jörðinni.“ „Ef til vill er það rétt hjá honum. En um það er ég þér sammála, að við getum ekki alltaf verið að gefa söfnuðinum. Það er annað, sem við verðum að hugsa um. Hræddur er ég um, að hirðir safnaðar okkar sé fremur maður draumóra en hagsýni.“ Hinn fyrri var auðugur kaupsýslumaður. Hinn var dugandi málafærslumaður. Báðir höfðu þeir háar tekjur. Þeir lifðu meir lífí óhófs en þæginda. Þeir neituðu sér ekki um neitt, sem þá langaði til að fá. Báðir voru þeir í „söfnuði“ og gáfu til hans „örlát- lega.“ En hvorugur þeirra skildi í raun og veru, hvað merkti orðið „fórn.“ Er fáir mánuðir voru liðnir frá því, að samtal þetta átti sér stað, fóru þeir af stað með hópi fólks, sem ætlaði umhverfís jörðina. Aður en þeir lögðu af stað, bað „trúboðs-áhuga“ vinur þeirra þá: að gefa gaum og muna, bæri þeim nokkuð óvanalegt fyrir sjónir, sem vekti þeirra áhuga í þeim löndum, sem þeir mundu fara um. Mennirnir lofuðu þéssu, - kærulausir dálítið, ef til vill - að þeir skyldu gera þetta. Er þeir fóru yfir Kóreu, bar svo til dag nokkum, að þeir sáu á akri, sem var hjá veginum, hvar drengur dró frumstæðan plóg. En gamall maður hélt um handföng plógsins og stýrði honum. Lögfræðingnum var skemmt, og tók hann mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.