Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 64

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 64
64 NORÐURLJÓSIÐ ánægðir með, að þeir bæðu einir. Gerðu þeir allt, sem í þeirra valdi stóð, til að koma s júklingunum til að biðja. Allir, sem komu í Hælið, áttu að vera viðstaddir guðræknistundir kvölds og morgna. „Séuð þið ekki fúsir til að vera með á guðrækni- stundum kvölds og morgna, berum við ekki ábyrgðina, ef þið læknist ekki.“ Hsi hafði enga trú á því, að lyfja-meðferð ein gæti veitt varanlega lækningu. Af eigin reynslu var hann viss um, að kraftmeiri máttur en ópíum væri á bak við vald þess. Syndin var honum greipatak djöfulsins, og ópíum-ávaninn einn af sterkustu fjötrunum, er hann bindur með sálir manna. Menn gæddir járnvilja gætu brotið hlekki lyfsins, en ekki frelsaði þetta þá undan harðstjóm Satans. Níu af hverjum tíu mundu fljótlega komast í greipar hans aftur. Lyf var ágætt, samúð og hjálp á slíkri stundu ómetanleg. En Hsi þekkti aðeins einn Frelsara, og hann brást aldrei. Hið fyrsta, sem hann gerði, var því það: að benda mönnum á Krist, gera ekkert úr trausti á Hsi sjálfan eða lyf-meðferð án máttar hins lifandi Frelsara. Allur þeirra eiginn styrkur eða veitt hjálp, hlyti að verða gagnslaus, er hæfist sjálf megin baráttan. Vesalings mennimir áttu að vera tilbúnir að trúa, þegar harðasta baráttan hæfist. Það var prófraunin. Hið fyrsta, sem dró marga til Jesú, var lausn frá kvölum. Hún var það kraftaverk, sem dró að fótum Jesú marga þessara fimmtíu eða sextíu manna. I sannleika var það dásamlegt að sjá, hve svarið kom oft skjótt, sem fylgdi þessum blátt áfram barnslegu bænum. En Hsi og félögum hans fannst það alveg eðlilegt, því að: var ekki bænin í nafni Jesú? Sanna má þetta með sögp af þremur mönnum. Þeir komu saman úr nágrannaþorpi og beiddust þess, að þeir væru teknir í Hælið. Hsi var þar, er þetta gerðist. Var hann í vafa, hvort hann ætti að taka þá aldurs vegna. Hinn yngsti var yfir sextugt. Allir höfðu þeir lengi reykt ópíum. En þeir vom svo ákafir í að láta lækna sig, að þeir vom teknir, er gmndvallar-reglur Hælisins höfðu verið gerðar þeim sérstaklega ljósar. í einn eða tvo daga gekk allt vel. Þeir fengu mikinn áhuga fyrir fagnaðarboðskapnum. Þriðja kvöldið leið einum þeirra mjög illa. Um miðja nótt kallaði hann til hinna og bað þá að vekja Hsi eða Fan til að fá eitthvað við kvölum sínum. „Hvers vegna ættum við að bíða eftir því,“ hrópuðu vinir hans. „Það er ekki lyf, sem þú þarfnast. Krjúptu niður, og við skulum biðja.“ Þarna var aðeins fátæklegt hella-herbergi inni í miðju Kína. Þrír gamlir menn kmpu þama niður aleinir um miðnætti. Var hann þarna, dásamlegi frelsarinn? Mundi hann hjálpa eins fljótt og til forna? Titrandi óp steig upp úr myrkrinu: „Ó, Jesús, hjálpaðu mér. Frelsaðu mig, frelsaðu mig nú!“ Fáeinar mínútur liðu. Þá lá þjáði maðurinn hljóður og kyrr, vafínn innan í bómullarteppið sitt aftur. Stunur hans þögnuðu. Óþægindin hurfu. Litlu síðar var hann steinsofnaður. Arla voru þeir á fótum. Ákafír sögðu þeir sögu sína. Með broshýmm ásjónum sögðu þeir við hvem þann, er þeir hittu: „Satt? Auðvitað er það satt! Við vitum það alveg. Jesús ykkar heyrir bænir áreiðanlega og svarar þeim.“ Gleðin rann út af börmunum hjá þeim. Fögnuður- inn og traustið reyndist smitandi. I mörgum hjörtum styrktist trúin. Vitnisburði - slíkum sem þessum - verður ekki á móti mælt. Meðal þeirra, sem leiddir voru til Drottins á fyrstu tímum starfsins í Fan-ts’uen, voru nokkrir menn, er síðar urðu dýrmætir leiðtogar í ópíums-hæla starfínu. Erfítt hafði verið að vinna suma þeirra, en árangurinn galt erfíðið. Slíkur maður var Song, sem átti heima í þorpi Fans. Hann vann hundruð manna til trúar á Krist. Eða þá Liu frá So-pu, síðar meir velkunnur sem djákni Hung-tung safnaðarins. 8 km. fyrir norðaustan Hælið átti þessi frægi fjárhættu-spilamaður heima. Það var í litlu þorpi á milli hæðanna. Lengi hafði hann verið ópíumsþræll. Hann virtist eins djúpt sokkinn í synd og nokkur maður getur verið. Konan hans þjáðist stöðugt og virtist naumast geta borið byrði tilveru sinnar frá degi til dags. Þau áttu engan son til að annast þau, er árunum fjölgaði. Fréttir af því, sem var að gerast í Fan-ts’tuen bárust Liu í aumlegu lífi hans. Fjarri fór því, að þær drægju hann þangað. Hann varð fokreiður, er hann heyrði að „útlendu djöfla kenningin” skyldi hafa eignast fylgismenn í nágrenni hans og haft svo mikil áhrif. Dag nokkurn heyrði hann, að vinur hans einn, sem reykti ópíum, hafði orðið svo afvega leiddur af áhuga- mönnum í Fan-ts’uen, að hann fól sig þeim á hendur til meðferðar. Hann hafði farið í Hælið og unnist þar til hinnar ókunnu trúar. En það var ekki nóg með þetta. Fáum vikum síðar kom Chang sjálfur. Andlit hans ljómaði, ópíums- löngunin horfín, og hjarta hans var fullt af kærleika Krists. Með fýlulega afskiptaleysi hlustaði Liu á sögu hans. En Chang kallaði upp yfír sig: „Eldri bróðir, hvers vegna hættir þú ekki líka ópíums-reykingum og biður um, að syndir þínar verði fyrirgefnar?" Reiðilega hreytti hann út úr sér: „Hvað, láta töfra mig eins og þú hefur verið töfraður og táldreginn af þessum útlendu djöflum? Vilt þú láta draga mig í snöruna?“ I reiðikasti rak hann gestinn frá húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.