Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 18

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 18
18 NORÐURLJÓSIÐ Farfuglar hafa bústaðaskipti með árstíðum. Úr norðlægum löndum fljúga fuglar á haustin til suðlæg- ari landa og hlýinda. Á vorin koma þeir aftur á norður- slóðir og dvelja þar yfír sumarið. Gefa verður gaum því, sem er áhugavert, að fiskar í norðlægari höfum flytja sig suður á bóginn þangað, sem hlýrra er, á sömu árstímum og fuglarnir. Þeir koma líka norður aftur um svipað leyti og fuglarnir. Hvemig vita fuglar og fiskar þetta fyrirfram, hvemig veðurfar breytist? Hvar lærðu þeir landa- fræði (og haffræði, þýð.). Hvar hafa þeir siglingatæki til ferðar í lofti eða legi? Þeir koma samt aftur á stað- inn, sem þeir fóru frá. Guð, sem skapaði þá, sá Drott- inn, er gaf þeim þessar eðlishvatir, hann er persónu- legur, lifandi Guð. Hann getur framkvæmt slíkt kraftaverk. Láttu hann gefa þér nýtt eðlisfar vegna frelsandi trúar á Jesúm Krist, son hans. Sjórinn er saltur. Mikið af þeim físki, sem við neyt- um, kemur úr þessu saltvatni. Hefur þú gefíð því gaum, að saltbragð fínnst ekki af neinum físki? Þegar hann er matreiddur eða niðursoðinn, verður að salta hann, svo að hann verði hæfur til manneldis. Hvemig stendur á því, að fiskurinn getur lifað alla ævi í söltu vatni án þess að verða saltur? Þetta er líka eitt af handaverkum Guðs. Þetta minnir sannkristinn mann á það, að við til- heyrum ekki heiminum, þótt við séum í honum. Heimurinn ætti heldur ekki að vera í okkur. Vér get- um lifað Guði í mörg ár, en verið þó greind frá heim- inum með skemmtunum hans, aðdráttarafli og tál- drægni. Hver kennir fuglunum að búa sér til hreiður? Ung- arnir vom ekki viðstaddir, þegar hún móðir þeirra bjó til hreiðrið, þar sem þeim var ungað út.... Ég tók eftir því hér um daginn, að spör var að byrja hreiðurgerð undir þakskegginu rétt hjá glugganum mínum. Vind- ur var byljóttur þennan dag. Jafnskjótt og fuglinn kom með gamspotta eða grasstrá upp að þakskegginu, þá blés vindurinn því á brott. Litli fuglinn lét þetta ekki buga sig. Hann gerði eitthvað óvanalegt. Hann kom með strá á staðinn, þar sem það átti að vera. Síðan stóð hann á því, meðan hvassast var. Þá þaut hann niður og náði sér í annað strá. Þannig var unnið á milli vindhviðanna, uns hreiðrið var tilbúið og fast. Þetta lærði hann frá Guði, sem gerir alla hluti vel. Fugl, sem ungað hefur verið út í útungunarvél, og hefur aldrei séð hreiður gert, býr til ágætt hreiður af sömu gerð og tegund hans býr til. Það er engin furða, að Drottinn sagði við Job: „Er það fyrir þín hyggindi, að haukurinn lyftir flugfjöðrunum?“ (39.26.) Og: „Er það eftir þinni skipun, að öminn flýgur svo hátt og byggir hreiður sitt hátt uppi?“ (Job. 39.27.) Guð framkvæmir verkfræðilegt afrek, sem menn mundu mjög gjarnan vilja skilja. Trjágrein, sem er 23 sm að þvermáli, vex beint út frá tré, sem er 81,7 sm að þvermáli. Greinin verður meira en 15 metra löng og vegur um 454 kg. Margir menn gætu setið á greininni og aukið þyngdina um önnur 454 kg. Trétrefjarnar ná ekki nema miðja leið inn í stofninn. Ef menn vildu reyna það, að leika þetta eftir, veistu þá af nokkrum þeim verkfræðingi, sem gæti það, eða nokkru efni, sem þyldi annað eins álag? „Hve dásamleg eru verk þín, ó, Guð.“ 12. KAFLI Við ættum að vera þakklát . . , að við höfum ekki kúlulið í olnbogunum. Hvernig gæti húsmóðirin lyft skaftpottinum upp af eldavélinni, ef olnboginn hefði ekki „stöðvara“ aftan á sér. Hefur þér komið þakklæti til hugar, af því að ekki er kúluliður í hnjánum á þér? Hvemig gætir þú gengið, ef ekki væri „stöðvari“ þér í knjám? Hve þakklát ættum við að vera, af því að tennur okkar eru gerðar þannig, að þær mætast. Ekki stjórn- aðir þú því, ekki heldur góða mamma þín. Ekki kom forsetinn fram með þessa hugmynd. Þetta varð svona vegna þess, að kærleiksríkur, persónulegur Guð, sem hugsar og veit, hvernig haga skal hlutunum, kom því til vegar, að fólkið skyldi fæðast þannig! Niðurraðað er tönnum þínum nákvæmlega rétt. Þú tyggur ekki niðursoðna ávexti með jöxlunum (texta- breyting hér var nauðsynleg. Þýð.). Ekki bítur þú í sundur seigt kjöt með vísdómstönnunum. Vísdómur- inn mundi kenna þér að reyna það ekki! Heldur þú ekki, að Guð hafí verið mjög góður, þeg- ar hann lét digra endann á nefínu á þér snúa niður? Ef digri endi nefsins sneri upp, þá mundir þú drukkna, þegar rigndi mikið. Eins ef þú þyrftir að hnerra, þá mundi blásturinn feykja hattinum af þér! Guð ætlað- ist aldrei til, að nefíð á þér yrði ryksuga, svo að hann lét það vera í réttri stellingu. Guð einn gat gjört líffæri, sem fínnur bragð. Með tungunni getur þú dæmt um, hvort það, sem þú lætur upp í þig, er jarðarber eða eplakaka. Bragðið er hið sama ævilangt og alstaðar í heiminum eins. Appelsín- ur og sítrónur eru aldrei eins á bragðið. (Höf. nefnir aðra ávexti, sem fólk hér þekkir ekki.) Vandræði mikil yrðu það, ef grænmeti, ávextir, kornmatur og kjöt breytti sínu bragði árlega. Eða hefðu ólíkt bragð alstaðar um heiminn. Aðeins Guð getur látið bragðið haldast. Einungis lifandi, persónu- legur Guð, sem elskar okkur, gat eða vildi gefa okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.