Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 72

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 72
72 NORÐURLJÓSIÐ er yfírþyrmandi vonbrigði mæta, af því að sumir reyn- ast óstöðugir. Þá kemur þessi hugsun: „Æ, þetta getur ekki hafa verið verk Guðs, annars hefði þetta aldrei endað svonaa.“ En hefur þetta misheppnast í raun og veru, eða er það nauðsynlegur áfangi á þroskabraut? Kraftmikið, kristilegt eðlisfar fæst ekki án ögunar. Sérhvers manns, er fylgja vill Jesú í raim og veru, bíður kross. Sumir þeirra, sem bjartastar vonir voru tengdar við, falla alveg áreiðanlega frá, þegar koma þessar erfíðu prófraunir. En „Hann daprast ekki og gefst ekki upp.“ En^in er þörfín á óróleik og hræðslu. I Kína jafnt sem heima er það vafasöm manngæska, sem skjólgarð hleður um nýfrelsað fólk og skýlir því fyrir hverjum freistingar gusti og reynslu eins og Drottni sé ekki treystandi til að meðhöndla rétt þær plöntur sínar, sem viðkvæmar eru. Það er langtum betra, að hann láti hrjúfan vind blása, sjái hann, að þess sé þörf. Þörf er á kulda og stormi alveg eins og sólskini. Drottinn veit best, hvemig á að styrkja þá, sem em hans. Þeir, sem Drottinn þjálfar, verða á réttum vegi að lokum. Engu máli skiptir það í raun og veru, hve fá- fróðir og skilningsdaufir, óstyrkir og gallaðir þeir em, séu þeir aðeins í hendi hans. Pétur og kjömir vinir hans hinir, mennimir, sem áttu að setja „heiminn á annan endaim,“ voru alveg eins mannlegir og við. En með öllum sínum veikleikum voru þeir menn, er heilagur Andi gat komið yfir. Lexíur þessar var Hsi að nema um þetta leyti, bæði í Hælunum og við samkomumar í þorpunum. Þar var Drottinn að nota hann í þjónustu sinni um þessar mundir. í fyrstunni skildi hann það ekki og var nærri niðurbrotinn maður, er þrætur og ofsóknir hófust, er tvístmðu litlu söfnuðunum, sem vonir vom bundnar við, svo að kærleikur margra kólnaði. En smám saman fór hann að skilja, að „ekki getur farið hjá því, að hneykslanir komi.“ Hann lærði að varðveita sál sína í þolinmæðinni og afhenda Guði hans eigið starf. Tugir leitandi manna voru umhverfis hann. Þeir voru alls ekki fáir, sem gæddir vom nauðsynlegum hæfileikum og gátu þroskast svo, að þeir gætu unnið sálir fyrir Krist með blessun Guðs. Þessir urðu Hsi til huggunar eftir andvökunætur á bæn, tárin öll og angistina, sem orsakað höfðu þeir, sem bmgðust von- um hans. Ekki brást það, að úr sorglegustu reynslu hans leiddi Drottinn fram blessun. Oft virtist sem djöfullinn hefði gengið svo langt, að hann beið skaða við það. Starfið óx við erfiðleikana, ennþá betur rót- fest í trú og bæn. Hsi sjálfur lærði af mistökum sínum. Sérhvert fall gerði hann háðari Guði, skóp honum meira vantraust á sjálfum sér, og þar með varð hann sterkari. Þannig tók starfið framfömm og starfsfókið líka. Illt var sigrað með góðu. Sést það af atburðum, er gerðust um þetta leyti. Meðal margra sjúklinga, sem læknuðust í Fan- ts’uen vom nokkrir menn frá litlu þorpi í Ts’ao-seng. Var það um 16 km. norðar. Meðan þessir menn voru í hæhnu, höfðu þeir talsvert innbyrt af kristilegum sannindum og höfðu hætt dýrkun skurð- goða án þess að virkileg umbreyting hjartans ætti sér stað. Er þeir komu aftur heim í þorp sitt, gáfu þeir gaum að því, hve margir voru þar reykjendur ópíums, fyrrverandi kunningjar þeirra og aðrir, sem komu til að spyrjast fyrir um þessa dásamlegu læknismeðferð. Sjáanlega væntu þeir, að eitthvað væri unnt að gera fyrir sig. í stað þess að menn þessir hrærðust til með- aumkunar, eygðu þeir þarna tækifæri til að auðga sjálfa sig. Hví skyldu þeir færa þessa væntanlegu sjúkhnga til Fan-ts’uen eða senda eftir Hsi til að opna Hæli þama ennþá lengra norður frá? Höfðu þeir ekki tekið eftir því, hvemig Hsi fór að og lært að nota töflumar? Þeir skyldu greiða Hsi vel fyrir lyfin og stofna Hæli upp á eigin spýtur og láta borga hærra gjald, sem greitt væri fyrirfram. Með því að selja þeim lyfin beint, mundi Hsi fá sína peninga með minna ómaki heldur en ef hann læknaði mennina sjálfur. Sjö úr þessum litla hópi hófust þá handa, fengu lán- aða talsverða fjárhæð og fóru til Hælis Fans. Honum var ekki frjálst að selja lyfin. Fara varð til hans Hsi sjálfs. Einhvern veginn fór það svo, er þeir stóðu and- spænis honum, að þeir urðu óvissir um sig. Hsi skildi undir eins hættuna og svaraði harðlega: „Hvemig ætti ég að þora að líta á þetta lyf, sem Drottni hefur þóknast að nota til að frelsa sálir manna, sem verslunarvöru til að græða á? Ef ég gerði þetta, mundi starf okkar ekki lengur blessast. Töflumar eru ekki til sölu, hve hátt sem verðið er.“ Auðvitað urðu svikararnir ofsareiðir. Þeir fóm brott til að breiða út alls konar óhróður um Hsi og starf hans. En ekki voru allir þessir sjö svikarar. Þótt þeir væru afvegaleiddir, voru sumir þeirra sannir í sér. Áminningar Hsi höfðu áhrif á þá. Æsktu þeir að vera undir áhrifum hans og læra meir. Þessa tvo eða þrjá lét Hsi vera hjá sér. Er hann sá að lokum, að þeim var alvara, sendi hann þá til eins Hælisins til þjálfunar. Þeir þroskuðust vel og urðu staðfastir, sannkristnir menn. Þegar svo Hsi sjálfur var leiddur til að opna Hæli í Ts’ao-seng, setti hann þá þar sem forstjóra, og traust hans á þeim var ekki á röngum stað. Árangurinn varð merkileg hreyfing í því nágrenni. Fjöldi manna dvaldi í Hælinu. Áður en fyrsta árið var liðið höfðu meira en fimmtíu manns viðurkennt afturhvarf. Voru alls ekki fáir af þeim teknir í söfnuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.