Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 32
NORÐURLJÓSIÐ
32
„Þetta er einkennileg mynd! Ég býst við, að þeir séu
mjög fátækir,“ sagði hann við kristniboðann, sem var
túlkur þeirra og leiðsögumaður hópsins.
„Já,“ var svarað hljóðlátlega. Þetta er Chi Noui
fjölskyldan. Þegar kirkjan var byggð, vildu þeir
fúslega leggja eitthvað af mörkum. En peninga átti
hún ekki til. Eini uxinn var því seldur og peningarnir
gefnir kirkjunni. Þetta vor draga þeir plóginn sjálfir."
Lögfræðingurinn og kaupsýslumaðurinn þögðu
svolitla stund. Kaupsýslumaðurinn sagði þá: „Þetta
hlýtur að hafa verið virkileg fóm.“
„Ekki nefndi hún þetta því nafni. Þeir litu þannig á,
að þeir höfðu verið lánsamir að eiga uxa til að selja.“
Lögfræðingurinn og kaupsýslumaðurinn gátu lítið
sagt. En er þeir komu heim, fór lögfræðingurinn með
myndina til safnaðarhirðisins og sagði honum söguna.
„Mig langar til að tvöfalda það, sem ég gef til
safnaðarþarfa, og gjörðu svo vel að gefa mér einhverja
plæginga-vinnu. Aldrei hef ég áður skilið, hvað orðið
fórn vegna kirkjunnar merkti. Maður, er snúist hafði
frá heiðni, kenndi mér það. Ég blygðast mín fyrir að
segja, að ég hef aldrei gefíð nokkuð til safnaðar-þarfa,
sem kostaði mig eitthvað.“
Venjulegur nútímamaður, hve miklu fómar hann
vegna safnaðar síns? Hvað eru þeir margir, sem kalla
sig kristna, sem hafa selt uxann sinn og síðan dregið
plóginn sjálfír? (Þýtt úr „The Sword of the Lord“ -
Sverði Drottins - og tekið þar upp úr blaðinu „The
Evangelist” - Fagnaðarboðinn.)
Sérhver þörf uppfyllt.
„Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf yðar.“
(Filippíbréfíð 4. 19.)
Náið hefur postulinn Páll þekkt Guð, er hann
dirfðist að gefa þetta fyrirheit af hálfu Guðs! Gefíð
gaum að fullvissunni í orðinu ,mun‘, víðfeðmi þess
,sérhverja‘ - ,þörf - ekki löngun, og ótakmarkaðri
auðlegð himneska bankans: „eftir auðlegð dýrðar
sinnar í Kristi Jesú.“ (Ensk þýð.)
A því sviði, þar sem starfað er fyrir Guð, er oft
vitnað til þessa fyrirheits. En í huga vorum er það
oftast tengt við menn, íjármuni og efniskennd
þægindi. Vér gleymum því oft, að þessir hlutir allir
em undir höndum hans og að hann ráðstafar þeim.
Það er ekkert erfítt fyrir hann að gefa oss það, sem
hann vill, hvernig og hvenær sem hann vill gefa þá.
En vér höfum líka þarfír, sem Guð bíður með að
uppfylla, gjafír, sem hann eðli sínu samkvæmt, getur
ekki þröngvað okkur til að þiggja, þarfír anda okkar.
Hann getur krafíst að fá að fást við hrokann í okkur,
þegar við rannsökum starf okkar fyrir Guð, eða ef við
lítum öfundaraugum góðan árangur hjá öðrum, eða
óþolinmæði vegna galla þeirra, sem við vinnum með.
Hvert af okkur verður aldrei óþolinmótt, er við bíðum
eftir Guði? Við erum lík bömum, sem aldrei geta
beðið, er við viljum fá kröfum okkar fullnægt þegar í
stað.
Allt þetta og margt annað, sem hjartað þarfnast,
getum við fengið vegna ótakmörkuðu birgðanna, sem
geymdar eru í auðæfum Krists.
Guð gefí þá, að við séum svo í samstarfi við hann, að
allar okkar þarfír, tímanlegar og andlegar, augljósar
eða huldar, verði okkur sýndar og uppfylltar í honum.
(Bænasamfélags smáritið, júní 1978, frá Scripture
GiftMission (Ritninga-gjafa félaginu (ScriptureGift
Mission, Radstock House, 3 Eccleston Street,
London SWIW 9LZ, Englandi.)
,yA stopulum stundum.“
í síðasta árgangi Norðurljóssins gat ég þess, að í ráði
væri að gefa út ljóðasafn mitt: „A stopulum
stundum.“ Verðið var 1500 kr. í kápu, en 2500 kr. í
bandi.
Við nánari athugun kom í ljós, að þessi verð-
ákvörðun gat ekki staðist. Offset-prentun hækkaði
geysimikið, sömuleiðis hækkaði líka prentunar
kostnaður.
Ut úr þessum erfíðleikum sá ég aðeins eina færa
leið. Hún var sú: að vélrita öll ljóðin sjálfur. Var það
framkvæmt, og þá ýmislegt fært til betri vegar en áður
var. En því miður er ég ekki nákvæmur vélritari. í
meira en fjórðung aldar ætlaði Mr. Gook að veita mér
sérstök verðlaun, ef ég ritaði 3 villulaus bréf í röð.
Óþarft mun að geta þess, að til verðlaunanna vann ég
aldrei.
Þetta kom fram við vélritun ljóðanna og yfír sáust
mér villur, þótt margar væru leiðréttar. En gildi
sjálfrar bókarinnar breytist ekki þar með.
Gert var ráð fyrir, að gefín yrðu út 100 eintök. Af
þeim eru nú farin frá mér 92, þegar þetta er ritað.
Langi einhvern, sem les þetta, til að eignast bókina, þá
er verðið með póstgjaldi og söluskatti 6000 kr. En
borgun sé látin fylgja pöntun.
Um bókina ritar svo kona, er var mér samtíða í
Kennaraskólanum, á þessa leið:
„Kæri gamli skólabróðir. Ég þakka þér innilega
fyrir bók þína. „Á stopulum stundum.“ Eg samgleðst
þér, hve mikill afkastamaður þú ert, hvað ritsnilld og
andagift snertir. Það, sem ég hef lesið í bókinni, fínn
ég bæði skemmtilegt að lesa og hefur bætandi áhrif á
lesarann.“
Guðs er dýrðin fyrir allt það, sem vel er gert, og þær
ánægju stundir, sem þú getur haft af bókinni, ef þú
eignast hana. - S.G.J.