Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
er komin í augun mín. Ég get aðeins gengið stuttar
leiðir. Þú skilur, að mér er það ómögulegt: að fara til
fjarlægra landa og predika fagnaðarerindið. Hefðir þú
komið, þegar ég var ung, - en nú er það of seint. Ég get
ekki verið lærisveinn hans.“
Kristniboðinn skýrði, fullur samúðar, merkingu
orða frelsarans. Hann ræddi um fullkomna samúð
hans og næma viðurkenning hans á öllu, sem á rót sína
að rekja til kærleika til hans. Hann vissi um gjöf
ekkjunnar og sagði um aðra konu, sem gat ekki þjónað
honum mikið: „Hún hefur gjört það, sem í hennar
valdi stóð. Hún hafði gjört það, sem hún gat.“
„Það, sem hún gat!“ Var þetta merking orðanna?
Þá væri ekkert til fyrirstöðu. Gamla, kæra konan gat
varla beðið næsta sunnudags eftir skím. Full af gleði,
yfir þessum nýju forréttindum sínum, varð hún ein af
bestu meðlimum litla safnaðarins.
Um það bil er lauk dvöl Hsi í höfuðborginni, kom
fyrir atvik, er bakaði honum mikla hugar-áreynslu, og
fékk hryggileg endalok.
Þegar dr. Schofield var að skoða sjúklinga dag
nokkum, var komið til hans með unga konu í sjúkra-
húsið. Hún þjáðist af því, sem maður hennar kallaði
illan anda. Læknirinn skoðaði hana vandlega, en
líkamlega skýringu á þessum erfiðu einkennum, gat
hann enga fundið. Hún virtist alveg á valdi vonds afls.
Köstin vom svo áköf, að líf hennar var í hættu.
Læknirinn tiltók lyf, sem hann vonaðist til að gætu
hjálpað henni. Aðrir sjúklingaar biðu skoðunar. En
hann stakk upp á því, að Hsi firá P’ing-yang, sem þá
var staddur í borginni, yrði boðið að heimsækja þau.
Þakklátur fyrir einhvem vonargeisla fór maður
hennar til Hsi og sárbað hann að koma og frelsa
heimilið frá eymd.
Hsi var þetta mjög sársaukafull skylda. Væri það
nokkuð, sem hann að eðlisfari hörfaði frá, þá voru það
ei.imitt slík tilfelli. Hann vissi, hve raunvemlegur og
hræðilegur getur verið máttur illra anda og meðvit-
undin um nálægð þeirra í slíkum tilfellum. Augnaráð
þeirra, sem orðið hafa þeim að bráð, getur oft nægt til
að koma manni til að skjálfa. Krampakenndar hreyf-
ingar þeirra og hryllilegt orðbragð vekja skelfingu,
sem naumast er unnt að tjá. En þótt þetta væri erfitt,
þorði hann ekki að víkjast undan skyldu sinni. I hjarta
sínu hrópaði hann til Guðs alla leiðina, meðan hann
fylgdi á eftir unga manninum, er hraðaði sér heim með
hann.
Engum gat skjátlast um æsinguna og mglinginn,
sem réði öllu, er þeir komu. Unga stúlkan var með eitt
af þessum hræðilegu köstum sínum. Hálf tylft ná-
granna héldu henni niðri, svo að hún skaðaði hvorki
sjálfa sig né þá, sem voru í nánd við hana. Hsi kallaði
íjölskylduna saman, útskýrði stuttlega, að hann eins
og hún gæti ekkert gjört. En sá Guð, er hann dýrkaði,
væri hinn lifandi Guð, er fullkomlega gæti læknað og
frelsað. Fólkið hlýddi á með sýnilegum áhuga, meðan
hann sagði söguna dásamlegu um kærleika frelsarans.
Það var fúst til að taka niður skurðgoð sín, ef hann
vildi einungis biðja fyrir því, að vandræði þess yrðu
leyst og syndir þess fyrirgefnar.
Er hann hafði beðið upphátt um blessun Guðs, var
farið með Hsi inn í herbergið, sem ópin og ógangurinn
heyrðust úr. Jafnskjótt og hann kom inn, kom logn.
Stúlkan sá hann, hætti að brjótast um og á rólegan,
virðingarfullan hátt bað hann að setjast niður.
Undrandi hrópuðu áhorfendur strax, að andarnir
væru farnir.
„Nei,“ svaraði Hsi. Hann gat séð í augum hennar,
að eitthvað var að, „hún er ekkert betri ennþá.
Djöfullinn er að reyna að táldraga okkur.“
Stúlkan var ennþá vinsamleg og reyndi að segja
þessi kurteislegu orð, sem venja er að nota, þegar
ókunnugir eru ávarpaðir. En Hsi gekk til hennar lagði
hendur sínar á höfuð henni, bað innilega í nafni Jesú
og skipaði illu öndunum að fara undir eins út af henni.
Skyndilega, meðan hann var enn að biðja, stökk hún
á fætur. Með hræðilegu ópi þaut hún út í húsagarðinn,
féll meðvitundarlaus til jarðar og sýndist vera að
deyja.
„Æ, hún er dáin, þú hefur drepið hana!“ hrópuðu
skelkaðir vinir hennar.
Hsi reisti hana hljóðlega á fætur. „Verið þið ekki
hræddir,“ sagði hann. „Andamir em farnir. Hún nær
sér bráðum."
Eftir litla stund raknaði hún við, eins og úr djúpu
yfirliði. Hún komst til meðvitundar og var brátt kom-
in í eðlilegt ástand.
Maður hennar var fullur af þakklæti, sótti guðs-
þjónustur í kapellu kristniboðsins og með hálfvelgju
játaði krisma trú. Þótt sorglegt sé að segja, var hon-
um þetta ekki raunverulegt og engum í fjölskyldunni.
Meðan Hsi dvaldi þar, fór hann öðm hvoru að finna
hann. Tók hann þá með sér einhverja litla gjöf til að
sýna honum, hve skuldbundinn hann væri honum og
þakklátur.
Svo var það morgun einn, að hann sneri heim úr
slíkri heimsóknarferð. Var hann þá með sælgætis-
pakka, sem hann hafði ætlað Hsi.
„Hvers vegna ertu kominn aftur með gjöfina?“
kallaði kona hans, er hann kom inn í húsgarðinn.
„Fræðimaðurinn er farinn úr borginni,“ svaraði
hann, „og er á leiðinni heim í sitt fylki.“
Orðin höfðu varla verið töluð fyrr en vesalings
stúlkan var komin aftur í sitt fyrra ástand. Mitt í
hinum hræðilegustu krampaflogum, ásamt viðbjóðs-
legu orðbragði og guðlöstunum, sem streymdu af vör-