Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 60

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 60
60 NORÐURLJÓSIÐ lá í loftinu. Hann heyði grátkvein eftir látinn mann. Þau urðu því hærri, sem hann nálgaðist meir heimili sitt. Gat þetta nokkuð snortið hann eða fólk hans? Höggdofa varð hann við hræðilegu fréttimar, sem hann gat naumast áttað sig á. Sonur hans, fallegi, litli sonurinn hans, hafði verið drepinn, meðan hann var í burtu! Grimmur úlfur hafði rifíð hann sundur. Þetta virtist of hræðilegt til að geta verið satt. Þá varð hann að líða ásakanir konu sinnar og ættingja, sem helltu yfír hann beiskju sorgar og bræði. Þetta var auðvitað honum að kenna, synd hans. Guðirnir vom reiðir. Það var heldur engin furða. Hafði ekki allt gengið vel, þangað til hann fór þessa fráfalls erinda? Var feðratrúin ekki nógu góð handa honum? Æ, að saklaust bam skyldi verða að gjaldaa heimsku hans, og vesalings móðirin alveg niður- brotun! Sannarlega átti hann þetta skilið. Höfðu þeir ekki sagt honum þetta frá byrjun, að koma mundu erfiðleikar? Allt var þetta óskýranlegt, og menn eldri í trúnni en Fang hefðu getað orðið reikulir. En hann var ekki yfír- gefínn á angistar stundinni. „Ég fékk mikla náð frá Guði,“ var vitnisburður hans. Heilagur Andi fyllti hjarta mitt og kom mér til að þekkja himneskan Föður minn betur.“ Nágrannar hans gátu ekki skilið slíka rósemi og héldu því, að villa hans væri þeim mun óttalegri. Þeir kröfuðust þess, að hann afneitaði þegar í stað þessum hræðilegu villukexmingum og tæki að færa fórnir til að sefa guðina. „Ógæfan mun dynja yfír okkur alla!“ hrópuðu þeir. Hingað til hefur þú einn orðið fyrir henni. En þurrkur mun koma og htmgursneyð. Guðirnir munu hefna sín á öllu samfélaginu, og þú skalt ekki búast við, að þér verði hlíft. Við skulum alveg áreiðanlega eyðileggja hús þitt og allt, sem þú átt.“ „Sjáið þið,“ sagði kristni maðurinn rólega. „Sá Guð, sem ég tilbið nú, er hinn lifandi Guð, er skapaði himin og jörð. Hann getur hindrað það, að Jmrrkur komi. Hann er sterkari en skurðgoðin okkar. Ég óttast þau ekki lengur og mun biðja hann, sem er öllum ill- um öndum æðri: að varðveita þorpið okkar.“ Öruggleiki hans virtist hafa áhrif á þá. Þeir voru vanir að líta á hann sem leiðtoga sinn í trúarlegum efnum. Þeir létu af hótunum að minnsta kosti, og ákváðu að bíða og sjá. „En mundu það,“ var oft endurtekin aðvörun þeirra, „ef erfiðleikar dynja yfír, þá verður þú hinn fyrsti, sem fær að kenna á hegning- unni.“ Er sumardögunum fjölgaði, horfðu allir kvíðafullir til árinnar ofan úr fjöllum. Fan hafði, er hér var komið, tekið burt skurðgoð sín og boðaði Krist opin- berlega. Konan hans hafði að nokkru leyti huggast af sorg sinni. Hvort sem það var breytt líferni mannsins hennar, sem henni geðjaðist vel, eða þá að hún sjálf var farin að læra að þekkja kærleika frelsarans, þá hætti hin harða mótstaða hennar. Hún samþykkti jafnvel, að vinur manns hennar og kennari kæmi og sækti þau heim. Fullur af samúð með fjölskyldunni kom Hsi og dvaldi nokkra daga í þorpinu. Nágrannar sýndu áhuga og forvitni. Augljós menntun hans hafði áhrif á þá. Þeir flykktust saman til að heyra hann ræða þessa nýju kenningu. Jafnvel þeir, sem ófúsastir voru, urðu þó að viðurkenna einlægni hans og kraft. Fan var fagnandi, og það því fremur, sem allur ótti var ofþurrk var horfínn. Óvenjulega mikið vatn var í ánni. Traust hans á bæninni óx dag frá degi. Trúbræður hans fyrrverandi fóru ekki fáir að sýna áhuga mikinn fyrir fagnaðarboðskapnum. Er Hsi fór hafði kona Fans og nokkrir fleiri í fjölskyldunni lýst yfír, að þeir væru kristnir. Þá kom reiðarslagið, sú yfirþyrmandi sorg, að svo virtist sem hún mundi rífa trú þeirra upp með rótum. Það er oft, að þeir, sem snúið hafa sér frá heiðni, fá að reyna þær, þegar þeir eiga heima í löndum þar, sem „Hásæti Satans er.“ (Opinb. Jóh. 5.13.) Óvinurinn mikli sleppir ekki fúslega tökunum. En þökk sé Guði, griðastaður er til. „Guð gætir þess, sem getinn er af honum, og hinn vondi snertir hann ekki.“ (Jóh. 5.1.8., ensk þýð.) Fan var ekki heima. Hann hafði farið í annað sinn að heimsækjakristniboðana í P’ing-yang. Bömin hans tvö vom að leika sér í þorpinu, án þess að þeim dytti í hug. Allt í einu kom hungraður úlfur, greip litla drenginn rétt fyrir framan húsdyr föður síns. Þorps- búar urðu skelfingu lostnir. Hinn sonur hans að mæta svo hryllilegum dauðdaga! Ofþurrkum hafði verið afstýrt. En hneysklunar-maðurinn hafði aftur orðið skotspónn hendar guðanna. Buguð af sorg grétu þau hjónin saman. Drengirnir báðir teknir frá þeim á sex mánuðum. Leyndardóms- fullur sorgarleikur var það. Það: að vera sonarlaus, er í Kínaa talin mesta ógæfan af öllum. Grimmilegar ásakanir granna og vina bættust ofan á þetta. En þau voru ekki látin vera alein í sorginni. Hróp hjartna þeirra: „Ég trúi, Herra, hjálpa þú vantrú minni!“ kom með guðlega huggun þeim til hjálpar. Fan var hafínn sérstaklega upp yfir þessa raun. „Látum djöfulinn hrjá okkur, ef hann víll: Ég veit, að Jesús frelsar,“ urðu kjöryrði hans. Með brennandi áhuga tók hann að sinna starfí Guðs. Óvinur sálnanna hafði greitt honum þung högg. Til endurgjalds skyldi hann beita allri orku til að hlífa aðra imdan valdi hans. Slíkur áhugi í þessum kringumstæðum varð hálfu áhrifameiri. Hann fór að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.