Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 3
MANNSKADINN FRA NJ 1. MAÍ1897 LAUGARDAGINN hinn 1. maí 1897 var veðurlag þannig, að vindstaða var suðvestan, en þó frekar vestlæg, frekar hægur framan af degi. Hafátt var búin að ganga undanfarna daga með nokkrum éljagangi og ókyrrð til sjávar. En með því að veður var allgott þennan 1. maí- morgun, þá var hafin kaupstaðarferð frá Hjörsey, þrátt fyrir tvísýnt útlit. Ferð- inni var heitið til K ............ þá var verzlun þar, sem á þeim árum stóð með nokkrum blóma, en lagðist þó niður litlu seinna, en þessi atburður skeði, er hér greinir: Það var ekki neitt óvenjulegur við- burður að fara kaupstaðarferðir, og þó um hávetur væri, bæði frá Hjörsey og öðrum nærliggjandi stöðum, sem höfðu verzlun sína í K..........., en það voru einkum þeir, sem bjuggu við sjávar- ströndina meðfram öllum Mýrum. Það þótti tiltölulega góð aðstaöa á þeim árum að geta haft aðdrætti á sjó, því að vegir á landi voru engir eða mjög lélegir, enda sjóleið ekki ýkja löng, frá Hjörsey senni- lega innan við 10 sjómílur. Frá Hjörsey var lagt af stað um miðj- an morgun á fjögra manna fari, sem í alla staði var vel útreitt. Voru þeir sex á. All- ir voru þeir sjóvanir menn og kunnugir í bezta Iagi. Er á daginn leið versnaði veður, vindstaðan breytti sér, gekk í há- norður og hvessti, svo að um kvöldið var komið norðanrok, en þó án snjókomu. Nú vissu þeir, sem heima voru, að bátsverjar ætluðu að koma heim aftur samdægurs úr kaupstaðarferðinni, eða á næsta sjó, sem kallað var, því að hér komu sjávar- föll til greina. En þó að veður væri orðið hvasst og illfært, var samt búizt við mönn- um heim aftur um kvöldið, því að hér var ekki um neina viðvaninga að ræða, hvað snerti sjómennsku né kunnugleik, en hins vegar var búizt við því, að slarksöm yrði sigling og torsótt heim að ná. En svo leið kvöldið, að ekki sá til sjófarenda, né held- ur komu þeir þetta kvöld. Ekki var þó verulega undrast um þá að svo komnu, því að hugsanlegt var, að þeim þætti full- hvasst að leggja í hann við erfiða vind- stöðu með vörur, sem illt væri að þyrftu að blotna, þar sem búast mátti við mikilli ágjöf. En þó fannst ýmsum það vera, að telja mætti með ólíkindum, þrátt fyrir veðrið, að þeir skyldu ekki koma heim um kvöldið. En svo leið nóttin. Vindstaða og veður- hæð var sú sama og kvöldið áður og engin tök á því að komast til lands vegna veð- urs, svo og mannfæðar, þar sem svo margir af heimamönnum voru fjarver- andi. A mánudaginn var enn stórviðri, en fór þó lygnandi, er á daginn leið og eftir miðjan dag var talið vel siglandi allar 'venjulegar s.ióleiðir, sem hér komu til greina. En þegar mánudagurinn leið svo, að sjófarendur komu ckld, fór mönnum ekki að lítast á blikuna. Var þá talið víst, að eitthvað hefði að orðið. Á þriðjudag var veður orðið dágott. Var þá farið sjóleiðis til næsta bæjar að Knararnesi, scm er á þeirri leið, er hér um ræðir, til að vita, livort nokkuð hefði orðið vart við ferð þeirra Hjörseyinga. Lengra þurfti ekki að fara, því að Asgeir bóndi í Knarrarnesi gaf þær upplýsingar, að hann hefði haft tal af þeim þennan umrædda dag, þegar þeir sigldu þar hjá á heimleið um kvöldið, enda sagðist As- geir hafa séð til þeirra vestur undir Hjörs- ey og taldi þá úr allri hættu, er hann leit síðast eftir þeim, þeir voru komnir í landvar. En Asgeir sagði, að formaður þei.rra Hjörseyinga, Benedikt, hefði haft orð á því, að þeir mundu lenda sunnan til við Hjörsey vegna þess, hversu vind- staðan væri þeim óhagstæð og veðurhæð mikil, að engin tök væru á því að ná hinni venjulegu lendingu, sem er vestan verðu á eyjunni. Það varð því þegar augljóst mál, að stórslys hafði að höndum borið, þó með lítt skiljanlegum hætti hefði orðið, þar sem Ásgeir sá til ferða þeirra, þangað til þeir voru komnir í algjört landvar og kyrran sjó, sem sagt sloppnir úr allri hættu og annað ekki eftir en að lenda í ládeyðu við sléttan sand. Jóhann Jónatansson frá Hjörsey Leitarmenn snéru því heim aftur með þá sorgarfrétt, sem staðfesti þann grun, er þegar var orðinn um afdrif þeirra manna, sem eftir var vænst. Með því að Benedikt formaðúr hafði sagt Asgeiri, hvar þeir hugsuðu sér að lenda í Hjörsey, þá var strax hafizt handa og farið til þess staðar, sem til var nefnd- ur, en þangað hafði engin umferð orðið frá því um miðjan dag á laugardaginn, þann sama dag og slysið vildi til, því að skepnur voru allar í húsi vegna veð- urs og umferð lítil sem engin úti við þennan tíma. Þegar á hinn nefnda lend- ingarstað var komið, sást skjótt hvað gjörst hafði, enda fundu leitarmenn lík eins skipverja rekið í flæðarmáli, rétt upp undan slysstaðnum. En þannig hagar til, þar sem þeir hugsuðu sér að lenda, að skerjaklasi er þar allmikill, sem ligg- ur eins og tangalögun frá landi til sjáv- ar, með mjóum sandvíkum á milli. Eru þessi sker eða tangar einu nafni nefndir Skálatangar — draga nafn af hæð einni á landi, sem kallaður er Skáli og þar er nærri —. Nú hafa þeir ætlað sér að lenda innan við syðsta tangann í hreinni sand- vík þar, enda landvar og ládeyða, og eft- ir því sem á stóð, upplagt að taka þar land; og þarna var skerið sundurslitið, svo að leið virtist greið inn að fara, — sundið stutt, aðeins rúmlega bátslengd- in, og því bara nokkur áratog upp að sandi. En þrátt fyrir kunnugleika þeirra, er hér réðu ferð, þá hafa þeir ekki mun- að það, að í sundinu er allstór steinn, sem þá hefur verið í kafi, því að nokkuð var orðið hásjávað, svo að hann hefur ekki sézt, eða einhverjar ástæður hafa valdið því, að báturinn hefur runnið upp á steininn svo illa, að honum hefur sam- stundis hvolft og enginn mannanna, sem í honum voru, komizt lifs af til lands. Jón Jónatansson, einn þeirra, sem var með í ferðinni að heiman sem sjötti maður á bátnum, varð eftir þar syðra, þrátt fyrir að hann gerði ekki ráð fyrir slíku, er hann fór að heiman. Þeir, sem fórust þama, voru allt menn á góðum aldri, og var hinn mesti mann- skaði að þeim öllum, bæði fyrir bú þeirra og byggð. Þeir, sem létu lífið á svo sviplegan hátt voru: Benedikt Guðmundsson bústjóri, til heimilis í Hjörsey, á fimmtugs aldri. Sigurður Guðmundsson bóndi og hreppstjóri í Hjörsey, á sextugs aldri. Egill Jónsson vinnumaður, til heimil- is í Skíðsholtum(?), maður á sextugs aldri. Þorgeir Þórðarson til heimilis í Skíðs- holtum(?), maður um tvítugt. Guðjón Magnússon til heimilis í Syðri Hraunsdal, um tvítugs aldur. Þeir Þorgeir og Guðjón höfðu báðir dvalið í Hjörsey um veturinn. Guðjón allan veturinn, en Þorgeir aðeins yfir vetrarvertíðina. Egill hafði dvalið nokkra daga í Hjörsey, aðallega í þeim tilgangi að stunda hrognkelsaveiði, sem þá var byrjuð og var yfirstandandi. En báðir voru þeir Þorgeir og Egill staðráðnir í: því, að fara heim til sín þennan laugar- dag, ef þessi ferð hefði ekki viljað til, sem svo eftirminnilega réði örlögum; þeirra. Allir þessir menn, sem báru beinin þarna við lendinguna hjá Skálatanga, — : fundust strax þar í sandinum, ásamt meg- ininu af farmi bátsins, nema Benedikt, i hann fannst aldrei og ekki heldur bátur- : inn. Þess var getið til, að bátinn hefði borið frá landi undan vindi og veðurhæð, en Benedikt orðið fastur við hann og fylgt honum eftir. Þorgeir heitinn rak á land eða hanni fannst strax og komið var á slysstaðinn. Af því var dregin sú ályktun, að þegar. bátnum hvolfdi, hafi hann svamlað upp á; skerið, sem nær var landi, en það var: líka umflotið, þó að stutt væri til lands,: og svo hafi hann ætlað að vaða til lands, en það hafi reynst honum ofraun og hann farizt á þeirri leið. Hvort tveggja var, að sundið hafi verið of djúpt eða jafnvel ekki vætt, og hins vegar nístings kuldii og hávaða rok. Jarðarför þessara manna, sem þarna j fórust, en fundust, fór fram frá Hjörs- ey að nokkrum tíma liðnum. Veður var j blítt og milt þann dag og fjölmenni mik- : ið. Hvaðanæva úr nærliggjandi sveitum; kom fólk til þess að fylgja þeim til graf-: ar. Var talið, að þar hefði verið saman. komið á fjórða hundrað manns. Mun það vera ein fjölmennasta jarðarför, sem fram hefur farið á Mýrum. Framh. á bls. 7 Er á daginn leiö versnaði veöur .. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 1962 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.