Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 17
Saga eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson BRANDUR ILLUGASON var lágur vexti, en samanrekinn, axlirnar stóðu beint út, búkurinn allur svo hörkulegur og þéttur, að hann minnti á klett einan sér á bersvæði, og það sópaði svo að manninum, að hann vakti alls staðar at- hygli. Hann gekk hratt og ákveðinn, enginn í vafa um vilja.hans og áform, „Brandur lætur það alltaf eitthvað heita.“ Andlitið var stórt og meitlað, höfuðið hnöttótt. Augun snör og eins og alltaf á verði. Kjálkarnir sterklegir, munnur- inn eins og beint strik og brúnirnar miklar og svartar og á sífeldri hreyf- ingu, upp og niður, niður og upp. Rödd hans var mikil og mál hans snöggt og hart. Það var eins og hann biti í sundur orðin. Hann fór allaf sínar eigin götur beint af augum og þær voru ekki alfara- leiðir. Lund hans var eins og maðurinn á að líta, sterk og hörð, snögg og óþjál. Engir samningar. Annað hvort eða. Þeg- ar hann var búinn að segja sitt álit var málið útrættt Enginn millivegur, og það skipti engu fyrir hann, hvort hann hafði á réttu að standa eða ekki. Hann lét ekki undan í neinu. Hann sveigði ekki hjá. Hann var allt af á verði. Það stóð af honum neistaflug óvináttu og órásar. Kotið hans hét Dæl. Hann hafði kom- ið einhvers staðar að austan, „austan úr hraunum," sagði fólk, rétt fyrir alda- mótin. Hafði róið nokkrar vertíðir úr þorpinu, en flutti svo eitt liaustið, rétt fyrir vetumætur á mölina með konu sína og tvo krakka og fengið sjóbúðarskrifli iil íbúðar. Hann réri um veturinn, en hófst svo handa með að byggja i Dæl þegar kom fram á. Fólki fannst hann velja sér einkennilegt bæjarstæði. Þarna voru fúamýrar, tjamir, allt um kring og dý. Hann hafði rifið upp grjót fir hrauninu á landlegudögum og ekið því á ís og freðinni jörð þarna á bal- ann inn á milli dælanna og um sumar- málin fór hann að hlaða veggina einn, refti síðan yfir og svo var kotið tilbúið °g hann flutti í það með konuna og krakkana. Þetta gekk heldur hröslulega til, því að Brandur og skyldulið hans varð að vaða rautt mýrarvatnið að kot- inu og frá því. Hann bætti svo sem úr því eins og hann gat Hann reif upp meira grjót úr lirauninu og hann og kon- an hans báru það á handbörum allt sumarið á hverju kvöldi og á sunnudög- um og söktu því í dælina milli kotsins og bakkans. En það var eins og allt þetta strit væri til einskis, því að dælin gleypti grjótið, hvern böruburðinn á fæt- nr öðrum. Það sá ekki högg á vatni. Loks- ins gafst Brandur líka upp við þetta. Hann fékk sér rekaviðardrumba og smíðaði brú. Svo hlóð hann grjótkesti á hlaðið hjá sér og á bakkanum hinum megin við dælina og setti brúna á þá. En hann festi hana ekki. Hann hafði hana lausa, enda dró hann hana að sér á kvöld- m, áður en hann tók á sig náðir, og skaut henni fram á morgnana. Þetta var hið mesta erfiðisverk, en Brandur taldi það ekki eftir sér. Þau voru bæði furðu- verk, Brandur og brúin. Meðan hann slóð í þvi stimabraki að bera grjótið og byggja, höfðu menn boðist til að rétta honum hjálparhönd. En hann svaraði snöggt og hart: „Nei. Þarf ekki á neinni hjálp að halda. Hugsaðu barasta um sjálfan þig og það sem þitt er.“ Brandur var púlsmaður, en það var einkennilegt með þennan púlsmann, að hann var hreinlátur með sig. Hann var skegglaus og vangarnir skafnir. Hann notaði ekki tóbak og að því leyti var hann líka öðruvísi en aðrir. Hendur hans sterkar og harðar voru hreinar, engin kartnögl — og neglurnar á honum vöktu undrun. Hvernig í ósköpunum gat mað- urinn farið að því, að vera svona hreinn og skafiun? Það voru ekki margir, sem fengu póst í þá daga, aðeins nokkrir, sem fengu blöð, en þó voru það í raun og veru ekki aðrir en presturinn, faktor- inn og læknirinn, sem fengu póst, bréf og skjöl. En Brandur fékk póst, þykk umslög, jafnvel böggla. Lengi vel var fólk ákaflega forvitið um þennan póst til Brands, en það þurfti ekki að vaða lengi í villu og svima um það. Hann sagði bókstaflega frá því sjálfur eins- og það væri ekki neitt leyndarmál. Þó að hann vildi aldrei rökræða skoðanir sinar eða ályktanir, heldur setja þær fram eins og hæstaréttardóm, sem alls ekki yrði áfrýjað og óþarft væri að birta forsendur, sem hann býggðist á, þá gat hann þess stundum, þcgar rætt var um landsmál og málaþrætur, að um skoðun sina væri engum blöðum að fletta, þetta stæði í stjórnartíðindum, lögum frá átján hundr- uð og súrkál, grein númer þetta og hitt, málsgrein já, já...... Hann var áskrif- andi að stjórnartíðindum, lagasöfnum og fékk senda landsyfirréttardóma reglu- lega, og alls konar annað dót. Sýslu- maðurinn, sem raunar átti alls ekki heima í þorpinu, mátti sannarlega vara sig á Brandi Illugasyni ef í hart slæi milli þeirra. Einu sinni varð ákaflega mikill úlfa- þytur í þorpinu. Sóknin var tvískipt f þá daga. Kirkjan var í næstu sveit og þar sat presturinn. Þorpið hafði vaxið hin síðari ár, því að sveitavargur flykkt- ist í það, kom fyrst til útróðra, kunni vel við sig og flutti alveg upp úr því. Svo urðu prestaskipti. Gamli presturinn dó úr ofdrykkju og öðru innan meini, að þvi er sagt var, og ungi presturinn var hald- inn alls konar grillum. Hann sagði það í fyrstu stólræðunni, sem hann flutti, að breyting yrði á, hann vildi starfa meðal fólksins, á heimilunum, stofna félög, bindindisfélög, liknarfélag, framfarafé- lag og reisa kirkju í þorpinu. Hann tal- aði um þetta allt saman af miklum eld- móði og bað fólk að taka höndum saman um þessi mál og bætti því við, að þó að kirkjan væri útvörður kristninnar og heimili trúaðra, þá yrði hún ekki til af engu. Það yrði að efna til samskota. .. Svo hófst hann handa. Hann gekk milli kotanna með skjal og bað menn að skrifa sig á skjalið fyrir dagsverkum og samskotum. Flestir glúpnuðu fyrir unga manninum, gátu ekki neitað honum, — skrifuðu sig á skjalið, lofuðu nokkrum dagsverkum við bygginguna og smáaur- um til þess að standast kostnað. En ekki Brandur. Hann glúpnaði ekki. Það var á sunnudegi eftir messu, sem presturinn ungi gerði sér ferð heim í Dæl. Brandur fór aldrei í kirkju og heldur ekki hans heimafólk. Hann var enn ekki búinn að snara brúnni á sýkið. Hún lá þarna uppi á grjótkumlinu og sperrti annan end- ann upp í opið geðið á prestinum, sem stóð á bakkanum hinum megin og komst ekki yfir. Presturinn hóaði eins og vegfarendur voru vanir að gera á ferjustaðnum vest- ur í árkjafti, þegar þeir vildu komast yfir um og ferjumaðurinn hafði ekki orðið var við þá. Brandur hafði verið bak við bæinn, en kom fram á hlaðið, er hann heyrði hóið. Hann var með snæri í hendinni og um leið og hann sló því út í loftið á móti prestinum eins og hann vildi stugga honum frá, kallaði hann á móti: „Attu eitthvert erindi við mig?“ „Já, Brandur, ég þarf að tala við þig nokkur orð,“ kallaði presturinn á móti. „Geturðu ekki lokið því af þarna?” „Ekki kann ég við það, Brandur, ég vildi helzt mega líta inn til þín og ræða við ykkur hjónin”. v „Hjónin? Hér eru engin hjón. Við Egg- rún erum ekki gift og verðum ekki. Ann- ars varðar þig ekkert um það”. „Erindi mitt er ekki í sambandi við neitt slikt. Ætlarðu ekki að hleypa mér yfir?” „Nei-, ég hef ekkert við þig að tala”, kallaði Brandur og sneri aftur að bæjar- baki með snærishönkina í hendinni. Hann leit ekki einu sinni við. En presturinn ungi lét þetta ekkl aftra sér. Hann fór úr skóm og sokkum, bretti upp buxnaskálmamar og óð yfir sýkið. Hann stökk upp á hlaðið hjá Brandi, stað- næmdist ekki, heldur strunzaði líka að bæjarbaki. Presturinn kom ekki auga á Brand fyrst í stað, en svo varð hann var við stímabrak í hjalli og gekk þar að. Hon- um brá í brún, er hann sá, hvað Brandur hafðist að. Hann var með gulan stríhærð- an hund milli hnjánna og hafði bundið snærinu um háls honum. Tungan láfði út úr rakkanum og skrokkurinn lá slyttis- legur milli fóta mannsins. Presturinn var móður, enda hafði hann reiðst við móttökurnar, sem hann hafði fengið. En nú ruddi undrunin reiðinni burt. „Hvað ertu að gera mannskepna?” spurði hann. Líkast til hefur Brandur ekki orðið var við komu hans, því hann spratt á fætur eins og fjöður. „Hvern djöfulinn viltu hingað? Hingað Þessi einfalda teikning hér fyrir neðan, er flóknari og gefur meiri möguleika en hægt er að sjá í fljótu bragði. Teikningin sú arna er próf á framsýni þína. Hún getur gefið þér bendingar um það, hve fær þú ert um að meta hæfni þína til að ná mörkum, sem þú átt langt í land að. Læknar og lögfræðingar eru vísir til að fá mörg stig út úr þessu prófi. Ofaglærðir verkamenn fá aftur á móti venjulega fá stig. Próf þetta getur líka sagt þér til um það, hversu líklegt er, að þú látir hindranir aftra þér. Líttu á teikninguna í 45 sekúndur. Um leið og þú gerir það, skaltu nefna allt það, sem þér dettur í hug. Allt það sem þessi mynd gæti verið hluti af, hún gæti táknað eða líkst. Láttu einhvern taka tímann og skrifa niður það, sem þú nefnir. Farðu ekki út í neinar út- skýringar, en nefndu eins hratt og þú getur allt, sem þér dettur í hug. Stig verða reiknuð eftir því, hve margt þú nefnir. Þú færð eitt stig fyrir hvert atriffi, sem þú nefnir og staðizt getnr. Legðu saman stigin og gefðu þér einkunn eftir meðfylgjandi skala. (Sért þú á aldrinum frá fimmtán ára að 25 ára aldri, skaltu bæta einu stigi við heildarstigatölu þína): Lélegt 0-4. Meðallagi 5-7. Gott 8-9. Mjög gott — yfir tíu. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS lNg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.