Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 39
Jóhann Hjaltason,
kennari, skrásetti
Á messudegi hins blessaöa Þorláks
biskups, þ. e. 23. des., árið 1920, lásu
Heykvíkingar fréttagrein í Morgunblaðinu,
er svo hljóðaði:
„Þann 17. þ. m. hrapaði pósturinn, sem
íer miili ísafjarðar og Hesteyrar í fjalls-
lilíð skammt frá Grunnavík. Þetta hörmu-
lega slys atvikaðist þannig: Pósturinn,
Sumariiði Brandsson að nafni, var á ferð
milli Hesteyrar og Isafjarðar, ásamt ein-
um samfyigdarmanni. Hvarf Sumarliði
mjög skyndilega. Samfylgdarmaður hans,
sem var ókunnugur þar um slóðir, hélt að
hann hefði hrapað ofan í gil, og kallaði,
en það varð árangurslaust — enginn svar-
aði. Nii hélt maðurinn áfram ferð sinni til
næsta bæjar um kvöldið. Næsta dag fóru
alls 13 menn að leita Sumarliða. Þegar
4 af leitarmönnum höfðu gengið meðfram
ströndinni; fundu þeir lík Sumarliða ásamt
hesti bans, er hafði sprungið.
Hnakkur, sem pósturinn var spenntur
við, hafði slitnað frá hestinum, og voru
menn ekki búnir að finna hann, þegar síð-
ast fréttist. Skömmu eftir að þessir 4
af leitarmönnum höfðu fundið lík Sumar-
liða, tók snjóflóð þá alla, og drukknuðu 3
þeirra, en fjórði maðurinn komst lífs af
vegna þess, að hann kunni að synda. Menn
þeir er drukknuðu hétu: Bjarni Bjarna-
son, Pétur Pétursson, báðir ungir og ein-
hleypir, og Guðmundur Jósefsson, aldrað-
ur fjölskyldumaður. Eigi sáu hinir leitar-
mennirnir sér fært að halda áfram leit-
inni, sökum snjóflóðahættu, og tóku því
bát og fóru sjóleiðis fyrir snjóflóðasvæð-
ið. Um verðmæti póstsins er ekki hægt að
segja enn, en sennilegt er að hann hafi
ekki verið mjög mikils virði.“
Þætta var fréttagrein Morgunblaðsins,
sem nú er meira en 40 ára gömul. Hún er
sannleikanum samkvæm í öllum aðalat-
riðum, en smávegis ónákvæmni gætir i
sumu því, er minna varðar, enda er það
sem mælt er, að seint er um langan veg
að spyrja tíðinda. T. d. er slyssstaðurinn
ekki' skammt frá Grunnavík, heldur er
hann yzt á Snæfjallaströnd, og er Snæ-
fjallaheiði þar á milli. Þá liggur beinast
við að taka frétt blaðsins á þá lund, að
þeir, sem leituðu að líki Sumarliða, hafi
haft bát meðferðis, en svo er ekki. Aftur
á móti mun hafa verið farið á báti seinna
þann sama dag, að svipast um eftir lik-
um þeirra, er fórust í snjóflóðinu. Þá
munu leitarmenn hafa verið 18 saman, og
skipt sér í tvo hópa á leitarsvæðinu, 5 og
13 í hvorn stað, en ekki 13 alls, eins og í
fréttinni segir. Guðmundur Jósefsson frá
Sandeyri, var 49 ára að aldri, ókvæntur,
en átti fyrir barni að sjá. Um hina tvo,
sem fórust í snjóflóðinu er það að segja,
að annar þeirra var þrítugur að aldri og
einkasonur foreldra sinná, en hinn var
uni fertugt.
Samfylgdarmaður Sumarliða pósts,
Brandssonar, á hans hinztu göngu, er enn
á lífi, sjötugur að aldri. Það er Jón tré-
smíðameistari, Kristjánsson, aettaður úr
Aðalvík vestur, nú búsettur i Reykjavík.
Það, sem hér segir frá láti Sumarliða og
aðdraganda þess, hef ég skráð eftir frá-
sögn Jóns, sem.enn geymir þann atburð
í fersku minni.
Aður en hefur þá frásögu vil ég þó, til
íyllri skilnings á því, sem gerðist, fara
nokkrum orðum um Sumarliða Brands-
son og póstleið hans.
Sumarliði var, að kunnugra manna
vitni, ættaður úr Reykhólasveit við Breiða
fjörð, og að líkindum bróðursonur Sum-
arliða gullsmiðs, Sumarliðasonar. er fyrr-
um bjó í Æðey, en flutti þaðan til Vest-
urheims árið 1884. Nafnkunnur maður á
sinni tíð um Vestfjörðu, og þó víðar væri
ieitað.
Árið 1920, þegar atburður sá gerðist,
sem hér verður frá sagt, var Sumarliði
Brandsson búsettur við Berjadalsá á Snæ-
f jallaströnd, í svonefndu Samúelshúsi. Á
þeim árum var töluverð byggð þurrabúð-
armanna í landi Snæfjalla, milli Berja-
dalsár og Gullhúsár. Var þar nokkur út-
gerð árabáta og verstaða haust og vor.
Munu íbúar Ytri-Strandarinnar, að Skarði
meðtöldu, þá hafa verið nær 80 manns.
Rúmum áratug áður var þar þó mun mann
fleira eða allmikið á annað hundrað
manns.
Vorið 1904 gekk skæður mislingafar-
aldur umhverfis Djúpið. Var þá sett sam-
göngubann milli héraða, sem stóð á sum-
ar fram. Mælt er, að þetta vor hafi Sum-
arliði verið við sjóróðra vestra, en aðrir
teija að hann hafi verið þar á ferðalagi,
er sóttkvíað var vegna mislinganna. Komst
hann þá eigi heim í þann tíma, sem hann
ætlaði, vegna samgöngubannsins. Hvað
r-em rétt kann að vera í þessu efni, þá er
hitt víst, að Sumarliði ílengdist við Djúp-
ið eftir þetta. Hin fyrstu ár sín þar, var
hann vinnumaður í Æðey, hjá Guðmundi
bónda, Rósinkarssyni, og síðar hjá ekkju
nans, Guðrúnu Jónsdóttur, eftir að Guð-
mundur bóndi andaðist, vorið 1900. Sum-
arliða er svo lýst, að hann var með hærri
mönnum á vöxt og þrekinn, hraustur í
bezta lagi og öruggur til alls áræðis.
Hann var lagvirkur og lagtækur, og
fékkst við smíðar og byggingar fyrir aðra,
til atvinnu sér. En sögn er það gegns
manns, er glöggt mátti vita, að hvorki
Jiafi hann haft til að bera greind né list-
hneigð Sumarliða gullsmiðs, enda var hann
afburðamaður að hvorutveggja.
Vorið 1908 flyzt Sumarliði frá Æðey og
sezt að á Ytri-Ströndinni. Hann var mað-
ur einhleypur og þá á bezta aldri, fæddur
6. nóv. 1883. Sumarliði átti hest jarpan að
lit, er hann nefndi Sörla. Hann hafði ást
mikla á hestinum og gerði til hans vel,
var og klárinn úlfaldagripur. Þann hest
liafði hann fengið ungan, hjá húsmóður
sinni, Guðrúnu í Æðey. Árabát lítinn eða
skektu átti hann einnig, og mun hafa not-
r.ð hann til sjóróðra, er svo bar undir og
helzt var'fangs von.
Þá er frá þvl að segja, að á þessum ár-
um var póstferðum um ísafjarðardjúp
þannig hagað, að landpóstur gekk frá
Hjarðarholti í Dölum, um Þorskafjarðar-
heiði til Arngerðareyrar, en sjóveg þaðan
til ísafjarðar Póstferðir þessar voru 15 á
ári. Frá árinu 1895 til 1919 hafði hinn
kunni Vestfjarðapóstur Jóhannes Þórðar-
son, ferðir þessar á hendi. Eftir það var
póstleið þessari gjörbreytt, og lá hún þá
frá Stað í Hrútafirði norður um Stranda-
sýslu til Hólmavíkur, og þaðan vestur
Steingrímsfjarðarheiði til Arngerðareyrar,
sem þá var endastöð landpóstsins. Póst-
bátur, er gekk um Djúpið, til fólks og vöru
flutninga jafnframt, tók svo póstflutning-
inn áfram til ísafjarðar. Á fyrstu árum Jó-
hannesar í póststarfinu og nokkuð fram
yfir aldamót, var sjóleiðin út Djúpið, frá
Arngerðareyri til ísafjarðar, farin á ára-
bát, sem pósturinn varð að taka á leigu,
ásamt fylgdarmanni eða mönnum. Réði
veðurfar því, hvort þeir þurftu að fara
einn cða fleiri. Þá er vélbátar komu til
sögunnar breyttist þetta.
Efir komu aðalpóstsins að sunnan,
gengu svo aukapóstar frá ísafrði til ann-
ara byggðarlaga í grennd, bæði vestur og
norður. Ein þessara aukapóstleiða lá um
Snæf jallaströnd og Jökulfirði, með enda-
stöð á Hesteyri. Þaðan gengu svo enn
aukapóstar innan sveitar, norður til Sæ-
bó'ls og Látra í Aðalvík og Hafnar S
Hornvík.
Póstferðirnar norður til Jökulfjarða og
Hesteyrar voru yfirleitt farnar af mönnum
búsettum á ísafirði, unz Sumarliði Branda
son tók við þeim, sennilega síðari hluta
árs 1919. Aður en Sumarliði tók við ferð -
unum, höfðu þær um nokkurt skeið verið
farnar af Guðjóni Jónssyni á Isafirði. Guð->
jón hafði fyrr verið næturvörður í ísa-
fjarðarbæ, og var því enn almennt kall-
aður „vaktari“, þó að fyrir löngu værl
hann hættur því starfi. Nokkru áður en.
Guðjón hætti póstferðununr dreymdi hann
draum þann, er honum fannst boða sér
íeigð í sambandi við póststarfið. Draum-
ur þessi hafði þau áhrif á Guðjón og þó
einkum á konu hans, að eigi löngu síðar
sagði hann upp starfinu.
Meðan það var í undirbúningi, að Sum-
arliði tæki við póstferðunum norður af
Guðjóni, sagði Guðjón honum draum
sinn, er hann taldi feigðarboða í sam-
bandi við póstférðirnar. Latti hann Sumar-
liða fremur en hvatti að taka þær að sér.
En hinn kvað draum þann engu gegna.
og myndi hánn eigi hvika frá ætlun sinni
vegna hans. Tekur svo Sumarliði vi8
ferðum þessum, síðla sumars eða haustiH
1919, eins og fyrr er sagt. Leysti hann þær
Framhald á bls. 43
>f/r : : í
Líttu í fimm sekundur á meðfylgjandi stafaferninga. Hvaða stafir af þeim, sem taldir eru hér á eftir eru ráðandi í hverjum femingi fyrir || sig: E, X, O, U. Þetta próf er notað af sálfræðingum til þess að kom- ast að því, hve menn eru fljótir að taka ákvarðanir.
1 3
OUXOEOUXXO OEEOUUXOXU XOEUOOOUEE OUXOUXOXEO OUOEEXOOQE XXUOUEUEUU XUEUUUXOUX UE.UU OUXXUO EEUXOUEEUO UEUOUOUUOU
2 4
UOUXUOXUEU XEUUUEUOUE UOUUÖUUXUU XUOEUXOUEU UXUOEUXUEU OEXUOOEXEU XOUOOEOUOO OUOOXOEEOE UOXEOOXOXO OUOXUUEOUO
í ferningunum 1 og 4 er O ráðandi. í ferningunum 2 og 3 ráðandi. er U
JÓLABÓK ALÞXBVBLABSXSa 1963