Alþýðublaðið - 24.12.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Page 7
Voðaskot og Þórarinn Þórarinsson, bóndi á Grá- síðu í Kelduhverfi, voru að koma innan af Húsavík frá uppboði Guðjohnsens. Er við sáum til ferða þeirra, biðum við, þar til þeir komu heim. Sögðum þeim, hvað títt var orðið í för okkar. Þeir urðu hljóðir mjög og fékk þetta augsýnilega mikils. Var síðan ráðgazt um, hvað gera skyldi. Þótti ráðlegast að leggjast til hvíldar litla stund, en fá svo aðstoð þeirra við að koma líkinu heim í Voladal og láta það standa þar uppi. Varð þetta hvoru tveggja. Þá var eftir að fá einhvem til að fara heim í Máná og tilkynna slysfarir þess- ar. En enginn úr þessum hópi treysti sér til þess. Var í fyrstu tekið það fáð að senda vestur í Sandhóla og freista þess að fá Þorberg Þórarinsson, sem þá var hreppstjóri þar, til að taka þetta að sér. En þetta tók svo á hann, að- hann treyst- ist ekki til þess. Var þá áfram haldið, komið við á Hallbjarnarstöðum og reynt við þá feðga Sigurjón og Kára, son hans. En það fór á sömu leið. Var nú liðið allnokkuð fram á dag og full nauðsyn á að tilkynna slysið í Máná, áður en kvöld væri komið. Bar margt til þess. Það fyrsta, að veður var tekið að versna og við búnir að vera óvenju lengi og þess vegna allverulegur grunur kvikn- aður um, að eitthvað myndi út af hafa borið. Þá þurfti ég einnlg að komast heim til ýmissa kvöldverka, taka hey handa kúnum og sinna um lambær með ungum lömbum sakir versnandi veðurs. Var nú ekki margra kosta völ og raun- ÁN ORÐA ar ekki annað eftir en fara fram í Ytri- Tungu og vita, hvernig bóndinn þar tæki þessari málaleitan. En hann var Jóhannes Jóhannesson, síðar á Ytra-Lóni, faðir sr. Þorsteins Jóhannessonar, fyrrum pró- fasts í Vatnsfírði. Var það síðasta vonin þennan dag. Ekki var liðs að vænta í þessum efnum fyrr en þá inni á Húsavík, en það gat ekki orðið fyrr en næsta dag úr þessu. Sagði Jóhannes, að. sér væri ákaflega erfitt að verða við þessari bón, þó að hann fyndi nauðsyn þess allra hluta vegna. Þurfti að doka við um stund eftir þvf, að Jóhannes játaðist undir þetta, sem þó varð. Dagur var þá að kvöldi kominn. Jóhannes fór svo í Máná og tilkynnti þennan hörmulega atburð. Amma mín og stjúpa tóku fréttinni með mikilii stillingu, enda e. t. v. ekki komið þeim alveg á óvart, að snöggt kynni að verða um föður minn. Mann- skaðinn frá Framhald af 3. siðu. DRAUMUR ÞORGEIRS. Þorgeir Þórðarson átti heima á Skíðs- holtum á Mýrum. Hann var vinnumaður þar hjá Benedikt Þórðarsyni hálfbróður sínum. Þorgeir var ungur maður, um tví- tugs aldur og vel ger að ölium mannkost- um, og þótti því hinn efnilegasti maður. Þegar kom fram undir áramótin (1896- 1897) þennan vetur, fór hann að hafa orð á því, að líklega færi hann suður á land til sjóróðra á komandi vertið, enda var sá háttur hafður á þar um slóðir, að menn fóru að heiman til atvinnuleitar, þeir sem að heiman gátu komist, og þá einkum til Suðurnesja til sjóróðra eða á skútur. Þetta áform Þorgeirs fékk þegar góðar undirtektir á heimilinu, og var þegar afráðið, að svo skyldi vera sem hann vildi í þeim efnum. Liðu svo fram stundir, að Þorgeir hugsaði til suður- ferðar, eins og það var kallað. Svo er það morgunn einn, þegar hann er nýkominn á fætur, að hann segir heim- ilisfólkinu frá því, að sig hafi dreymt í nótt, að heimilið, sem hann ætlaði að vera á í vetur til sjóróðra, heiti Þara- vellir. Ekkert lagði Þorgeir upp úr þessum draumi, þó að hann segði frá honum — taldi hann viðburðalitla mark- leysu og henti jafnvel gaman að. En móðir Þorgeirs, sem þarna var einnig til heimilis, lagði nokkra merkingu £ draum þennan, en þó einkum nafnið á draum- heimilinu, sem henni þótti allt annað en aðlaðandi og jafnvel vera feigðarboð. Hún lagði því mjög fast að syni sínum að hætta við suðurferð í þetta sinn, en reyna að fá heldur vetrarmennsku yfir vertíðina þar efra i sveitinni, ef hægt væri. Eftir þrábeiðni móðurinnar lét Þorgeir undan með þá ætlun sína að fara til Suðurnesja á vertíðinni, enda bauðst honum nú staður á ágætis heimili yfir vertíðina, sem var hjá Sigurði hrepp- stjóra í Hjörsey, sem þá var talinn með beztu bændum í sveitinni og stóð í ýms- um framkvæmdum heima fyrir, t. d. hafði hann mikla kartöflurækt eftir því sem þá gerðist, auk þess sem hann hafi stórt bú á þeirrar tíðar mælikvarða. Það þótti því ekkert sögulegt við það, þó Þorgeir réðist til Sigurðar, þar sem hann þurfti á manni að halda og Þorgeir talinn hinn nýtasti maður. Leið svo fram tíminn og þar kom, að Þorgeir fór f Hjörsey og gegndi sínum störfum, án þess að nokkuð bæri til tíðinda umfram það, sem gengur og gerizt á bæjum í sveit. Þorgeir var ráðinn til mánaðamót- anna apríl-maí. Hinn 1. maí var hann því laus úr vistinni og sjálfum sér ráðandi, enda ákveðinn að fara heim til sín þann dag. Strax um morguninn tók hann sam- an pjönkur sinar, því að með næstu fjöru á Hjörseyrarsundi, sem var um hádegið, ætlaði hann að hefja heimferð sína, á- samt Agli Jónssyni, sem einnig hafði dvalið um tíma í Hjörsey og stundað þar hrognkelsaveiði, en báðir voru þeir frá sama heimilinu og áttu því samleið. En þennan morgun talast svo til milli þeirra Sigurðar og Benedikts, að nú stæði vel á sjó og veður væri sæmilegt til að skreppa í kaupstaðinn, því að ým- islegt væri farið að vanta, sem á þyrfti að halda. Þeir tóku því skjóta ákvörðun og bjuggu sig í skyndi til ferðar. En þeir þurftu helzt að vera að minnsta kosti fjórir á og fara á fjögra manna fari. Og það stóð heldur ekki á mann- aflanum, því að ýmsir höfðu erindi í verzlunina, þó teljast mætti ef til vill til smá-viðskipta hjá sumum þeírra. Það varð úr, að þeir fóru þarna sex á, og meðal þeirra Þorgeir, sem á síðustu stundu „venti sínu kvæði í kross“ og tók þá ákvörðun, að fara með í kaup- staðarferðina, í stað þess að fara heim til sín þennn dag. Sannaðist það á honum, að það verður ekki umflúið, sem fram á að koma, hvernig sem að er farið. Guðrún gamla, móðir Þorgeirs, lagði þá merkingu í draum hans, að hann boð- aði honum feigð — hann myndi drukkna, ef hann færi til Suðumesja á vertíðinni. En hann átti leið um sjó- inn samt, þó að ekki væri nema þennan eina dag. Má því segja, að hann hafí ver- ið kallaður til starfs á Þaravöllum. Hann kom ekki heim aftur að vertíð lokinni, hann drukknaði við Hjörsey i lok ver- tíðarinnar, ásamt þeim öðrum, er honum voru samskipa, eins og frá er sagt í fyrri hluta þessarar greinar. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Þessi stutta gamansaga um Rollg Boyce, er ein sú bezta er við höfum heyrt nýlega. Sagan gerist á þeim árum, er bílar voru enn í bernsku. Enskur herramaður sem ekki var fjárþurfi, hafði að lokum lát— :ð lokka sig til að líta á bifreiðar. með það íyrir augum, að festa kaup á slikum grip- seinna meir. Hann hafði ekki áhuga á öðru en þvi bezta, svo að auðvitað varð Rolls Royce fyrir valinu. Sölumaðurinn sýndi honum bifreiðina og benti honum á alla hennar framúrskarandi kosti — líka það» að í Rolls Royce brotnar aldrei neitt. Að lokum sýndi hann honum verkfæra kassann (sem auðvitað var aðeins ætlaður bílstjóranum til afnota þegar herða þyrfti upp bolta eftir leiðbeiningum fyrir- íækisins). Herramaðurinn enski, var eftir sýning- una vantrúaður, seiía fyrr og eftirfarandi orðaskipti áttu sér stað milli hans og sölu- mannsins: Ég sé að í verkfærakassanum er startsveif. Samt voruð þér að enda við að segja mér, að rafstartari væri í bifreið- inni, og að auki sögðuð þér, að í bifreiðinnl bilaði aldrei neitt. Ef það er sannlcikur til hvers er þá þessi sveif? Herra minn, sagði sölumaðurinn. Þér hafið sjálfsagt tekið eftir því, þegar þér baðið yður, að lítil kringlótt merki eru sínn hvors vegar á brjósti yðar. Þessi merki er ætluð til notkunar, ef svo sér- staklega ólíklega vildi til, að þér eign- uðust barn. Vegna álíka -ólíklegra atvika, teljum við það skyldu okkar að láta start- sveif íylgja bifreiðum okkar. Því dæmist rétt vera í íslenzkum lögum er engin almenn regla um fébótaábyrgð á skaða- verkum barna. í lögum um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina er svo- hljóðandí ákvæði: „Ef kenna má yfirsjón, er barn innan 14 ára drýgir, skorti á hæfilegri umsjón foreldra eða annarra, sem börnum ganga í for- eldrastað, þá skal refsa þeim fyrir yfirsjónina." Ef refsiskilyrði samkvæmt þessu lagaákvæði er fyrir hendi, má full- yrða, að foreldrar eða forráðamenn barna geta orðið bótaskyld. Vera má, aS bótaábyrgð í þessum tilfellum sé ekki bundin refsiskilyrðum. Dómsmál út af skaðaverkum barna hér á landl eru fágæt, og verður ekkert sagt með vissu um þau efni. Þó má ætla, að foreldrar verði almennt ekki hóta- skyld vegna yfirsjóna barna, sem náð hafa 14 ára aldri. Um yngri börn getur skaðabótaábyrgð komið til greina, einkum ef rekja má yfirsjónir barnsins til skorts á góðu uppeldi eða nægUegri um- sjón. Eins og málin gegn Jóni Jónssyni liggja fyrir, virðist mér eðlUegt að gera hann ábyrgan á skaðaverki Fjalars, en ekki á atferli Frosta. Niðurstaða: JÓN JÓNSSON SKAL SÝKN VERA AF KRÖFUM BORG ARSTJÓRANS, EN GJALDA BETU BRANÐSDÓTTUR PELSVERÐIÐ. J. P. E. JÓLABÓK ALPÍafUBLABfiíiiS 1362 ]

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.