Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 23
ÞÁTTUR AF ILLA BRANDI heimilisins. Nágrannakonurnar höfðu gert nokkrar tilraunir til að nálgast Eggrúnu, en það bar engan árangur. Einu sinni, þegar nokkrar konur fóru upp í mógrafir, rákust þær á hana. Þær yrtu á hana, en hún leit bara í aðra átt og svaraði eins- atkvæðisorði og gekk síðan úr vegi. En Það sáu konurnar, að hún var komin langt á leið. Það liagaði sér þá að nokkru leyti eins og annað fólk, pakkið í Dæl. En hvernig mundi Brandur nú fara að? Hann yrði að sækja ljósmóðurina. Þá þyrfti hann að sækja til annarra um hjálp. Hann mundi ekki komast hjá því. Fólki fannst, að þegar þar að kæmi yrði Illi-Brandur að beygja kné sín. En svo fréttist það einn daginn, að fjöigað væri í Dæl. Ljósmóðirin hafði ekkl verið til kvödd. Brandur liafði sjálfur tek- iö á móti barninu. Það sást lieldur ekki á neinu að breyting hefði orðið á í Dæl. Brandur stundaði sín störf eins og ekkert hefði í skorizt Og að fjórum dögum liðn- tun sást Eggrún vera að sýsla kringum hæinn. Ekki dró þetta úr umtalinu um heimilið inn á milli keldnanna. Viku seinna bar það við, að Brandur Illugason snaraðist inn í verzlunina, stað- næmdist við diskinn og sagði snöggt og hart: „Ég þarf að fá nokkrar fjalir”. „Fjalir?” sagði Snorri gamli, sem þá var við afgreiðsluna. „Já, nckkrar fjalir í barnskistu.” „Kistu, barnskistu?” hváði Snorri. „Er einhver dáinn hjá þér?” „Já, var raunar hálfdautt þegar það kom. Haltu kjafti og komdu með fjalirn- ar”. Og Snorri gamli lét Illa-Brand velja fjalir í barnskistuna, en Brandur hraðaði sér með þær heim í Dæl. Undir kvöld næsta dag kom Brandur aftur í verzlunina og þar var Snorri gamli þá enn fyrir innan disk. Brandur bar stokk undir hendinni, setti hann á borðið og sagði hart og snöggt: „Ég þarf að fá julluna lánaða”. Snorri starði lengi á manninn, en sagði svo hægt og bítandi: „Hvað ætlarðu að gera við julluna Brandur?” „Ég þarf að fara með þetta út fyrir brimgarð". Hendurnar á Snorra fóru að titra, hann lagði þær fram á diskinn og sagði svo þunglega eins og orðin brytust undan fargi: „Þetta máttu ekki gera Brandur. Mæl- irinn er orðinn fullur hjá þér maðúr”. „Eg spyr þá ekki um leyfi,“ — sagði Brandur, tók stokkinn aftur í handarkrik- ann og skundaði út, hann opnaði hurðina með öðrum fæti um leið og hann fór út og sparkaði henni aftur með hælnum. Snorra féllust liendur um sinn. Hann sá Brand hraða sér fyrir gluggann og stefna Diður í sand. Og þá brá Snorri við. Hann þaut út og hraðaði sér heim til hrepp- stjórans. Hann sagði honum frá fyrirætl- Un Illa Brands og hreppstjórinn varð mjög hugsi, strauk hökutoppinn, en sótti svo hreppsstjórahúfuna og flýtti sér. Hann kvaddi með sér þá, sem liann mætti á leið- inni niður í fjöru. En þegar þangað kom, var Brandur lagður af stað eftir lónunum út í brimgarð. Veðrið var gott. Það sprakk aðeins á fuglsbringu í garðinum og jull- nnni miðaði vel. Brandur dró augsýnilega ekki úr áratogunum. Hreppstjórinn einblíndi um stund á bát- inn. Svo skimpði hann um sandinn. „Við skulum reyna að ná honum”, sagði hann og skálmaði að sexæring, sem stóð skorðaður skammt frá. Fréttin um Brand og fyrirætlun lians hafði farið eins og eldur í sinu um þorpið og það var orðið mannmargt í sandinum. Hreppstjórinn kvaddi menn undir árarnar og svo var ýtt á flot. Þar lögðu margir hönd að. Síðan var tekinn lífróður á eftir manninum í jullunni. Báðum miðaði vel, en Brandur hafði mikið forskot. Þegar hreppsstjórinn var kominn út að brimgarði var Brandur kominn út fyrir hann. Þeir náðu honum ekki. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir glæp hans gegn siðum, lögum og reglu samfélagsins. Þeir sáu hvar hann hætti. róðrinum, tók inn árarnar, baukaði eitt- hvað um sinn, og það bar samtímis við, að hreppstjóraskipið renndi að jullunni og Brandur reis upp með stokkinn í fang- fnu, sem hann hafði bundið hnullung við, sökkti honum fyrir borð og sagði svo allir mættu heyra: „Far vel vesalingur frá föður þínum og móður”. Hann var með hattkúf á höfðinu, skakkan og skældan. Hreppstjóranum féllust hendur. Hann sagði ekki neitt. Loks stóð hann upp frá stýrissveifinni, tók ofan hreppsstjórahúf- una og laut höfði, og hásetarnir hans beygðu sig yfir árarnar berhöfðaðir eins og hreppstjórinn. Brandur setti aftur út árarnar og reri. Hann var einn á bát. Hann var ekki hár í- sæti, en það fór mikið fyrir honum. Hreppsstjórinn og menn hans reru skipi sínu í humátt á eftir honum til lands. Þessi fáheyrði atburður vakti ekki að eins furðu heldur og reiði — og fyrirlitn- ingu. Það var talað um það, að prestur- inn og hreppsstjórinn hefðu farið á fund sýslumannsins og rætt málið við hann, og að hann hefði talið ráðlegast að skrifa biskupi um það og leita ráða hjá honum. En ekkert varð úr málinu, hvernig sem á því stóð. Hinsvegar þéttist nú einangrun Dælaheimilisins, án þess þó að það yrði merkt á Brandi. Það var ekki leitað til hans þegar um vinnu var að ræða. Hins vegar kom liann og tók til starfa án þess að segja nokkurn skapaðan hlut, og þeir, sem unnu með honum mæltu ekki orð af vörum. Og þannig leið þar til næsta vetur. Nótt eina í febrúarmánuði reið fár- viðri yfir þorpið á ströndinni. Það lá svo að segja varnarlaust fyrir hafinu og ægi- flóð gerði með öskrandi brimi og stór- sjóum, sem riðu inn á þorpið. Þorpsbúum varð ekki svefnsamt þessa nótt. Þeir reyndu að bjarga því sem bjargað yrði úf flóðinu, beitukofum, hjöllum og ýmis- konar fangi. Um morguninn kom í ljós, að annar vélbáturinn af tveimur hafði slitnað upp og veltist hann nú í briminu. Þetta voru fyrstu vélbátarnir í þessum landsfjórðungi og þóttu mikil framför frá áraskipunum. Veðrið var heldur tekið að lægja og menn stóðu ráðalausir á kampinum og fylgdust' með bátnum. Það var ekki annað sýnilegt en að þá og þeg- ar myndi hann lenda í brimgarðinum sjálfum og þá var ekki að sökum að spyrja. Styrkár hreppstjóri var aðal- eigandi bátsins, í honum voru allar eigur hans, og nokkrir aðrir mundu verða ör- eigar ef hann nú tapaðist þarna fyrir aug- um þeirra. Styrkár og menn hans tví- stigu á kampinum ráðalausir. Það var rætt um það, að reynandi væri að brjót- ast út í hinn bátinn, sem enn hékk við legufærin, en það fékk lítinn hljómgrunn. Og þá birtist Brandur Illugason allt í einu á kampinum. Hann var sjó- blautur og andlitið löðrandi, en rjótt og hreint. Hann staðnæmdist skammt frá þar sem hreppsstjórinn tvísté — og það var eins og fætur Brands hefðu gróið fastir í svörðinn, hann rétt sveigðist und- an storminum. Styrkár færði sig nær manninum, hikandi þó, en einna helzt eins og honum fyndist að hjá honum væri ef til vill að leita halds og trausts. „Það væri eina vonin, að berjast út í Sjóla og reyna að koma taug í Farsæl”, sagði hann út í storminn, sem tók orðin og tætti sundur svo að varla urðu skýrlega numin. En Brandur heyrði þau að því er virtist. Hann kippti upp fótum og stökk að garðinum þar sem áraskipið stóð enn á hlunnunum. Hann leit ekki við, einna lielzt eins og hann ætlaði sér að fara einn. Viðbragð hans varð til þess, að það komst hreyfing á aðra, þeir hættu að tví- stíga, og brátt varð fullskipað á bæði borð áraskipsins og meira en það. Skipið þaut niður í sjóinn og Brandur við hnýfil. Hann snaraðist upp í og síðan hver af öðrum. Styrkár settist undir stýri og síðan var róið knólega. Það reyndist erf- itt að komast frá landinu, en tókst þó, og innan tíðar sást úr landi, að mennirnir stukku hver af öðrum upp á Sjóla og áraskipið var bundið við hann. Nokkru síðar var vélin komin í gang og báturinn lagði af stað. Fregnin um þessa ógnarför barst eins og eldur í sinu um þorpið og allir flykkt- ust niður á kamþ. Að vísu var ekki hægt að fylgjast vel með því sem fram færi hjá bátsverjum, en samt mundi það ekki leyna sér ef förin mistækist. Farsæll var að mestu hulinn í grenjandi brimsoginu, en við og við brá honum við himinn. Sjóli mjakaðist hægt og bítandi í áttina til hans og loks varð ekki annað séð' ers að þeir næmu saman. Það varð langt hlé ... Fólkið á kampinum beið í ofvæni. Þaö taldi víst, að þá og þegar mundu bátarnii” hverfa í brimsogið fyrir fullt og allt. En loks komst hreyfing á. Sjóli hafði uppi dampinn og mjakaðist úr brimgarð- inum — og Farsæll fylgdist með hon- um. Þeim hafði tekizt að komast um borð og festa taug í hann. Það var eins og fargi væri létt af fólkinu á kampinum. Þarna hafði verið unnin hetjudáð, seia lengi yrði í minnum höfð. Og svo komu bátarnir upp að land- inu og lögðust að legufærinu. Menn komu ekki í land strax. Það varð löng bið á því, En loks sást hvar þeir fóru að týnast í áraskipið og svo lagði þaéí af stað, barst á ölduhryggjunum upp £ flæðarmái, Og þegar það lenti vorts margar hendur útréttar til hjólpar. — Styrkár stóð upp frá stýrinu og sveifl- aði sér yfir borðstokkinn, þegar skipiS kenndi grunns og síðan hver af öðrum og svo þaut skipið upp fyrir sjógarð lyffc af mörgum höndum. Enginn mælti orS af vörum. Brandur Illugason var ekki meðal skipverja. Þegar skipið hafði verið skorðað rammlega, studdi Styrkár hreppstjóri hönd á borðstokk, tók ofan liattinn og hásetar hans hver af öðrum. „Við misstum Brand," sagði hannt látlaust. „Við misstum Brand, en liann bjargaði Farsæl. Brandur stökk af Sjóla með kaðalinn milli tannanna, en hafið var of langt, hann náði aðeins liandfesti á borðstokknum. Hann gaf sér ekki tíma til að hefja sig inn fyrir, heldur festi hann lykkjunni með annarri hend- inni á reiðaþvinguna, tókst það ein- hvern veginn hangandi á einni hendi. Við öskruðum á hann, sáum hættuna, ef bát- arnir skyllu saman — og þeir skullu saman og Brandur knosaðist um mittið, hékk þó enn um stund og ekkert heyrð- ist frá honum, hann hafði lokið við að festa taugina og þá opnaðist kreppt höndin og hún strauk borðstokkinn um leið og hann seig í brimið......... Við misstum Brand. Hetja var hann þó að .... þó að ....“ — samkvæmisdama við mann sinn: Það er ekkert eins auðmýkj- andi eins og það, að vera ekki boð- ið í samkvæmi, sem maður er bú- inn að ákveða að fara ekki í. (b.v.) —ö— — konur geta litið á leyndarmál á tvennan hátt: Annað hvort er það ekki þess virði að því sé liald- ið Ieyndu, eða þá, að það er alltof gott til þess. (r.d.) —o— — sá, sem klifrar í ákafa upp mannfélagsstigann, fer með vini sína cins og þrep í stiga. Fyrst tek- ur hann þá í hönd sér og stígur síðan á þá. (g.p.) —o— — eitt upphefur annað. Þegar hárunum fækkar á höfðinu og maður þarf ekki cins mörg aö greiða, vex andlitið, sem maður þarf að þvo. (gr. m.) —o— — ég fer alltaf í sumarfríinu mínu á leiðinlegasta staðinn, sem ég get fundið — þá finnst mér frí- ið helmingi lengra en ella. (gahlin). JÖLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 1962 23 • :» -Vav.T.TA l (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.