Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 49

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 49
 Or,. S.'-ÍJ>X'Á sri 'm ■ ' i:', ■ wyV' > &**! mMwmm ■ £j\ :K ■ ■■> '•'• wm m&m Hann var svo lítill og það virtist þurfa að taka hann helmingi lengri tíma en nokkurn annan að komast til kvöldbæna. Hann kom alltaf seint og skekkti vængina á þeim, sem næstir krupu um leið og liann þrengdi sér á sinn stað. Ef til vill hefði verið hægt að látast ekki sjá, hve hegðun minnsta engilsins var ábótavant, en útlit hans var ennþá skelfi- legri en framkoman. Smáenglarnir fóru að livísla sín á milli og síðar englarnir og erki- englarnir, að hann liti ekki einu sinni út eins og engill. Og þeir höfðu allir rétt fyrir sér. Hann var ekki líkur engli. Geislabaugur- inn lians var allur tættur, þar sem hann hélt í hann, með litlu, heitu, kubbslegu hendinni sinni, þegar hann hljóp — og hann var alltaf á hlaupum — Og ekki nóg með það, þegar hann stóð kyrr, var eins og geislabaugurinn gæti ekkl hegðað sér vel.. Hann rann jafn harðan ofan yfir augu minnsta engilsins, hvemig sem hann var látinn, hann rann aftur á hnakka, bara af skömmum sínum, eða þá að hann valt ofan eitthvert gullna strætið og minnsti engillinn varð að elta hann á harða hlaup- um. •Nú og enn verður að geta þess, að væng- irnir hans voru hvorki til neinna nota né skrautlegir. Paradís hélt öll niðri í sér andanum, þegar minnsti engillinn, tyllti sér á yztu nöf á einhverju gullnu skýi eins og óhamingjusamur, ófleygur spör- fugl, og bjó sig undir að fljúga út í geiminn Hann reikaði sitt á hvað, reyndi að fljúga upp, en gafst upp, hvað eftir annað. Svo Jokaði hann báðum augum, tók fyrir frekn- ótt nefið, taldi upp að þrjú hundruð og þremum, og lét sig svo renna út í geim- inn. En hann gleymdi alltaf að hreyfa væng- ina og þess vegna steypti hann stömpum í loftinu. Við þurfum víst ekki að segja meira til þess að allir geti skilið, að það hlaut að koma að því, að það varð að kenna minnsta englinum betri siði. Það kom líka að því einn daginn, að hann var kallaður fram fyrir friðarengil, f eigin litlu persónu. Minnsti engillinn greiddi hár sitt, blés rykið af vængjunum, og klæddi sig í næst- um því hreinan kyrtil, svo lagði hann af stað til dómsins í þungu skapi. Hann reyndi að draga mótið eins lengi og hann íramast gat, með því að dunda lengi á stræti varðenglanna, hann stóð lengi frammi fyrir listanum með nöfnum þeirra, sem voru nýkomnir, þó að allir í himnaríki vissu að hann gat ekki lesið eitt einasta orð, og mörg ódauðleg augnablik dvaldist honum frammi fyrir sýningu á himneskum hörpum. þó að hver einasti íbúi hinnar himnesku borgar vissi ofurvel að hann þekkti ekki eitt hljóðfæri frá öðru. Loks nálgaðist hann þó dyragættina, yfir henni hékk gullin vog, en það gaf til kynna, að innan dyra var hin himn- eska réttvísi til húsa. Minnsti engillinn varð alveg hissa. er hann heyrði glaðlegan söng að innan. Minnsti engillinn tók af sér geislabaug- inn og blés fast á hann, svo fægði hann liann á kyrtlinum — það hafði auðvitað ekki sérlega góð áhrif á útlit kyrtilsins, sem ekki var of hreinn fyrir, svo læddist hann inn á tánum. Söngvarinn, sem þekktur var undir nafn- inu, skilningsgóði engillinn, leit niður á litla prakkarann, og minnsti engillina reyndi þegar að gera sig ósýnilegan með því að fela höfuðið ofan í kraga kyrtilsins, svona rétt eins og skjaldbaka, sem felur sig undir skildi sínum. Söngvarinn fór að hlæja, glaðlega og hlýlega og sagði. Nú svo það ert þú, sem gert liefur himnaríki svo óhimneskt. Komdu hérna, englabarnið mitt og segðu mér frá öllu. Minnsti engillinn leit flóttalega upp úr kyrtlinum sinum, fyrst kom annað augað og svo kom hitt. Allt i einu var hann kominn upp í kelt- una á skilningsgóða englinum, og það gerðist svo skyndilega, að hann vissi varla hvernig á því stóð. Hann útskýrði hve ó- skaplega erfitt það væri fyrir dreng, sem skyndiiega verður að engli. Já, og það var alveg s;,ma hvað erkienglamir sögðu, hann hafði ekki rólað sér nema einu sinni, jæja tvisvar — jæja, jæja, þrisvar þá hafði iiann rólað sér á Gullna hliðinu. En hann hafði bara gert það til þess að hafa eitt- hvað fyrir stafni Þar í lá öll harmsagan, það var ekkert íyrir englabörn að gera. Og hann hafði Einu sinni fyrir mörgum árum, ef mið- að er við tímatal manna — en í gær, ef við miðum við eilífðardagatal himnanna., var í Paradís ósköp vesaldarlegt og óhamingju samt englabarn, og um allt himnaríki var hann aldrei nefndur annáð en minnsti engillinn. Hanrs var nákvæmlega fjögurra ára, íimm daga, sex stunda og fjörutíu og tveggja mínútna gamall, þegar liann kynnti sig fyrir virðulegum dyraverðinum og bað um inngöngu í hið dásamlega riki Guðs. Hann stóð stoltur frammi fyrir dyra- verðinum með fæturna aðskilda, hann var að reyna að láta líta svo út, að hann væri alls ekkert feiminn við að sjá alla þá ójarð nesku dýrð, sem framundan var og hann væri ekkert hræddur heldur. En neðri vörin titraði og eitt tár eyði- lagði gjörsamlega reisn hans með því að mynda nýjan farveg á andliti hans, sem var társtokkið fyrir. En það var ekki nóg með það. Meðan vingjarnlegi dyravörðurinn var að skrifa nafn minnsta engilsins í bókina sína stóru, fór minnsti engillinn að sjúga upp í nefið, tii þess að leyna tárum sínum — og auð- vitað hafði hann gleymt vasaklútnum sínum heima eins og venjulega, en hljóðið var svo óengilslegt og fór svo í taugamar á góða dyraverðinum, að hann gerði nokk- uð, sem aldrei hafði komið fyrir hann áður um alla eilífð — hann missti blekklessu ofan á bókina sína. Eftir þetta var hinn himneski friður aldrei samur og áður og minnsti engillinn varð fljótlega allri hirð himnanna til mestu vandræða. Hann flautaði hátt og hvellt á hinum ólíklegustu augnablikum, svo flautið bergmálaði um öll gullnu stræt in. Allir spámennirnir hrukku við og rugl- uðust í bænum sínum. Og það sem meira var, hann söng svo ógurlega falskt við allar söngæfingar himnakórsins, að himn- esk áhrif söngsins fóru út um þúfur. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 19«2 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.