Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 37

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 37
iBergstaöastræti minna því þéttar, sem það býr, og jafnvel ekkert, ef um mikið nábýli er að ræða, eins og t. d. í tveim stórum fjölbýlishús- um - sitt hvoru megin við götu. Maður spyr kannski eftir Betúel Jósafatssyni í einhverju slíku húsi, en það kannast eng- inn við hann, þótt hann hafi átt heima hinumegin við götuna allt sitt líf, nema hann sé Kínverji eða gangi við hækju. Það er eins og spyrja eftir Jóni Jónssyni í Ameríku. Þessu er allt öðru vísi farið í sveitinni, þar sem margir kílómetrar eru milli bæja. Þar vita allir allt um alla. Ef einhver kallinn heldur framhjá kelling- unni sinni í fyllirí á réttarballi, þá veit hálf sýslan um hneykslið daginn eftir. Það er ekki annmarkalaust að búa í sveit frekar en kaupstað, enda er smjörið orð- ið dýrt. IV. Það er ekki útsýninu fyrir að fara á Bergsstaðastrætinu. Maður sér víðast hvar ekkert nema götuna og húsin og him- inninn yfir liúsunum og götunni, sem ekki er sérlega stór, og svo skýin á himninum, þegar hann er að ganga í rigningu. Um fjallasýn er eiginlega ekki að ræða. Þetta er í raun og veru nokkur galli á jafn prýðiiegri götu og Berg- staðastrætinu. Það hafa nefnilega ýmsir býsna gaman af að glápa á fjöll. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á sálina. Ellegar sólarlagið. Vestast í vesturbæn- um er dýrlegasta sólarlag í heimi og kostar ekki neitt fremur en útsýnið til Jökulsins og Esjunnar. Það væri borg- andi fyrir það milljón. A Bergsstaða- strætinu er ekkert til, sem heitið'getur sólarlag. Þetta er í sjálfu sér slæmt. En það er víst ekkert við þessu að gera, þótt illt sé til afspurnar að verða að lilaupa á aðra bæi til að fá sér sólar- lag. Hinsvegar eru óaðfinnanlegar kök- urnar í Bernhöftsbakaríi. Bergsstaðastrætið er mesta sómagata. Aðrar götur eru kannski beinni Qg skipu- legri. Þdð eru víða stærri og nýtízkulegri hús. Utsýnið er sumstaðar fallegra, sólar- lagið meira í ætt við guðdóminn annars- staðar. Eigi að síður er þetta viðfeldin og elskuleg gata, yfirlætislaus og blátt áfram, eins og fólkið, sem þar á heima. Listin stendur þar föstum fótum og íbúarnir eru í góðu kallfæri við lög og rétt, ef á þarf að halda. Kirkjuleysið virðist held- ur ekki koma að sök, það verður ekki ann- að séð en þeir, sem þar búa, séu allir mesta heiðursfólk, sem syndga ekki einu sinni á sunnudögum, og haldi vel í horf- inu með endurnýjun kynstofnsins eins og i öndverðu var boðið. Það er mikið af fal- legum börnum á Bergsstaðastrætinu. Gestur Gufffinnsson. | VITRUNIN | Framhald af bls. 33 gekk til hennar. Hún vék frá honum og hann fylgdi henni eftir. Hann greip um handleggi hennar og hélt henni föstum tökum. — Nú hefi ég hlustað of lengi á ásak- anir þínar, Blod. — Hvaðan kemur þér sú. firra, að ég heimsæki aðrar konur? Hefur sú gamla hvíslað einhverju að þér? — Þú sagðir henni, áð þú hefðir séð frú Montague nakta. — Það hefi ég — og hvað er athuga- vert við það? Blodwen brauzt um til að losna. Æ, ó, hrópaði hún. — Það eru til konur, sem ekki eru á flótta með fegmð sína, en það ert þú, sagði hann. Frú Montague er það mjög vel ljóst, hvernig hún ó að gera mann- inn sinn hamingjusaman. Heyrðu mig, litli, fallegi fuglinn minn. .. Og svo sagði hann henni, hvað það var, sem skeð hafði hjá frú Montague. Hún varð þögul. Undrun og smán leystu fljótt hvort annað af hólmi á hinu óigandi andliti hennar. Og að auki byrj- aði nokkuð hægt að lýsast innra meff henni. — Nú veiztu það, sagði Gomer að lok- um. Þarna sérðu, hve fljót þú ert að trúa illu um mig. Og svo kom ég heim og vonaði að fá að sjá nokkuð, sem er minni vitund kærara en nokkuð það, sem frú Montague hefur yfir að ráða. Það er i því, sem allur leyndardómurinn liggyr. Þú hefur í æsku verið vanin á að hörfa fyrir staðreyndunum, í staðinn fyrir að mæta þeim. Blodwen laut höfði. Hraust og þrótt- mikið andlit hennar var svo sorgbland- ið, að hann fann sárt til, þegar hann leit á hana — en hugarrór er hann sagði: Nú skal ég segja þér hvað við ’gerum, Blod. Við mætumst á miðri leið. Þig langar til að fá píanóið, er það ekki? Eig- um við ekki að vera eftirlát hvort viff annað? Hún laut enn meira höfði. Lokkur af brúnu hárinu hennar snart varir hans, svo hann kitlaði. Hann lagði arminn yfir herðar'henni. En á þessari stund gat hún ekki fengið sig til að segja neitt. — Og vera góð hvort við annað, hélt hann áfram, og ekki ganga um og hafa allt á hornum sér — eins og pabbi þinn og mamma þín gerðu. Við eigum að lifa eftir okkar háttum, Blod. Svona, svona, nú ertu góð. Þetta var lipurlega gert — þú ert eins og nýútsprungin rós — hvít- ari og rjóðari en nokkur rós. Ö, þú ein- asti engillinn minn. C e I I Sementsverksmiðja ríkisins Sementssala og afgreiðsla fer fram á Akranesi virka daga kl. 9 f. h. til kl. 5 e. h., nema laugardaga kl. 8 — 12. — í Reykjavík virka daga kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. og til kl. 6 e. h. á föstudögum, á laugardögum kl. 8 til kl. 11,20 f. h. 3 3 3 3 3 3 3 3 § 3 3 3 3 5 3 :: 3 i 3 3 3 I 3 Verksmiðja Akranesi - Sementsafgreiðsía / Rvík Sími 555. Við Kalltofnsveg, sími 22203» I^MIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIÍUIUIIIIIUHIIIIIIlHIIHIIIIIIUIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIIUIiniHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIMIIMIIIIIItUIMIIIIIMHmmimUIUMIIHIIHIMHUUUIIHHHmillMimmMMUmUMHMUHHMMIMUmillHUIIIIIIIIUIIUUUUUmUUIllUIIUUIUIUIIIIIIIIIIIUUIUIIIIUUIlllllUHIIIIUUIIIIlUllimm'^ JÓLABÓK ALI»Ý«UBILAÐSINS 1962
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.