Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 33

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 33
VBTRUNIN er einmitt af því, aS ég hefi ekki gleymi aS þú ert konan mín. Nú verður þú at láta af þessum kenjum þínum. Maðui gæti haldið, að ég væri leigjandi hér í húsinu. Þú gerir eins og ég hefi beðið þig um, nú þegar. — Aldrei, hvein í henni. Eg hefi aldrei heyrt aðra eins ósvifni. — Hvað er ósvífið við það, spurði hann hissa. Sérðu mig kannske ekki í hvert skipti sem ég baða mig. Hún dró sig til baka frá honum, — og nú var hún hrædd við hann. — Aldrei hefi ég heyrt annað eins, sagði hún heiftúðug. Andlit hennar var þrútið og augun flóttaleg. — Aldrei. — Kona er annað en karlmaður. Og ég lít aldrei þannig á þig, — ekki þannig. Hann gekk til hennar og augu - hans urðu ^lökk; það leyndi sér ekki. Hún hvarf eins og skot út úr stofunni, áður en hann náði til hennar. Hann heyrði dyrahurðina skella aftur. Hann vissi hvert hún ætlaði. Tvisvar áður hafði hún farið út og heim til mömmu sinnar eftir snarpa rimmu þeirra í milli. Móðir hennar, frú Hopkins, var ekkja og hafði litla sælgætisbúð. Og í kæði skiptin hafði móðirin komið rétt á eftir „til að tala við hann um þetta.” I’að var enginn vafi á því, að hún mundi koma síðar um kvöldið. Hann gat ekki þolað návist hennar. Hún birtist hér um bil hálftíma seinna. Um leið og Gomer sá bleikt og stríðs- æst andlit hennar, herti hann mittisól- ina og skaut hökunni fram. — Hvað er það, sem Blodwen segir mér, Gomer Vaughan? sagði hún og var hneyksluð ásýndum. Einnig hún leit út fyrir að vera dálítið hrædd. Það hnussaði fyrirlitlega í honum: — Lizzie Hopkins, dóttir þín hefur engan rétt til að kalla sig gifta konú, var það fyrsta, sem hann sagði. Hún hleypur til mömmu sihnar eins og lítil telpa. Og þú átt ekki að láta sjá þig í þeim erind- um sem varða mig. Farðu strax heim til þín og segðu hinni teprulegu dóttur þinni, að hún skuli strax fara heim til þess manns, sem hún er gift og til- heyrir. Hann snéri síðan við henni baki. — Að þú skulir ekki skammast þín, sagði frú Hopkins, og varð æ háværari. Að þú skulir ekki skammast þín. Þetta er það ósvífnasta, sem ég hefi hcyrt um Þig. Blodwen hefur* spurt mig, livað hún eigi að gera? Eg hélt einu sinni að þú værir heiðursmaður, Gomer Vaughan. Eg vil benda þér á, að dóttir mín er alin upp á trúuðu heimili, að hún er komin af góðum stofni og lýtalausum. Og nú kemur þú og vilt ginna hana til ósæmi- legra hluta. Ræða hennar endaði í há- vaða. Það er hræðilegt, sem ég heyri sagt. Þér sæmir ekki að vera kvæntur ágætis konu. Svei, viðbjóðslegt. Eg veit alveg hvað maðurinn minn sálugi, hann Kovvland, hefði sagt. I fjörutíu ár vorum við saman í hjónabandi og aldrei reyndi hann að þvinga mig — á svo viðkvæm- a« hátt. Hræðist þú ekki reiði Guðs, Gomer Vaughan? Hugsar þú ekkert út í það, að hann sér allt? Gomer hlustaði á þessa ræðu hennar í öjúpri þögn. Hann hafði sett þum'alfing- urna í beltisstað og spýtti í eldinn. Svo sagði hann snöggt: Þú ert gömul skjáta. Prú Hopkins sótti í sig veðrið. — En sú ósvífni. Þetta er þakklætið! Ó, að maðurinn minn væri lifandi. — Og að litla stúlkan mín væri ógefin aftur. Nú gat Gomer ekki stillt sig lengur. Hann öskraði: Þegiðu! Hvaða skilning hefur þú á ungu, giftu fólki í dag? Þú hefur ekkert áhugamál nema það eitt, að vera með nefið á kafi í okkar málum. Þar að auki gerir þú Blodwen vitlausa. Er hún kannske ekki kona — eða hvað? Það er ekkert undarlegt við það sem ég sló upp á við hana. Síðast í dag hefi ég séð nakta konu. — Hverja, spurði frú Hopkins á auga- bragði. Af því að Gomer var í uppnámi, sló hann trompinu út: .Frú Montague. Eg .. En frú Hopkins greip fram í fyrir hon- um og æpti: Nú, þannig er það. Þama getur maður séð. Eg fer að skilja þetta allt saman. Svo það er hún, sjáum til. Mig hefur lengi grunað, að hún væri ekki öll þar sem hún er séð. Þarna sér maður, Gomer Vaughan, — þarna sér maður. Hún fór aftur á bak út úr stof- unni og höfuð hennar tifaði lítið eitt um leið og hún leit á hann sigri hrósandi: Gomer hrópaði á eftir henni: Sjáðu heldur um að Blodwen komi undir eins til baka. Ötrúlega hratt, sem var henni næstum óeðlilegt, hvarf hún út um dyrnar. Við fáum nú að sjá það, heyrði hann hana segja, við sjáum hvort af því verður, ungi maður. En Gomer var aldrei í vafa um það, að Blodwen kæmi aftur. Og til baka kom hún fyrr en hann hafði grunað. Frú Hopkins var tæplega fyrr komin heim til sín, en hún hafði sagt Blodwen frá samtali þeirra Gom- ers, — og svo hafði Blodwen komið inn í stofuna til manns síns, þar sem hann sat og íhugaði mál sitt. — Og þú, dæsti hún, hefur verið hjá þessum kvenmanni? Hún leit út eins og hún vildi skyggn- ast djúpt í hug hans; hún var óróleg og óð um með reiðiglampa í augum. Það var þar sem þú hafðir verið, þegar þú komst seinna heim en þú ert vanur. Það er þangað sem þú ferð og þykist vera hlýðinn rakki. .. Það er .. Uss, uss, Blodwen, sagði hann lágt Hann þagði og reyndi ekki að stöðva orðaflaum hennar og ímyndað rugL Hann hlustaði aðeins á hana með vafa- sömum svipbrigðum. Blodwen jós yfir hann ókvæðisorðum og það var stígandi í æsingunni. Hann naut þess að horfa á hana, af því að hún leit ágætlega út. Hann brosti gleitt, og það var að gera; hana tryllta. ■ — Eg verð ekki eina einustu nótt í' þessu húsi. Mamma vill mikið frekar hafa mig hjá sér. Hann sá að nú var hræðsla hennar al-' ger, svo að hann reis úr sæti sínu og; Framhald á bls. 37 AXMINSTER • ANNAB W EKKI.... JÓLABÓK ALÞÝÐUBLABSINS 19«? 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.