Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 29

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 29
Saga eftir Rhys Davies Teikning: Ib Andersen Þegar þeir komu niður af fjallinu og nálguðúst langar raðir verkamannabú- staðanna, skildu leiðir og hver þeirra fór til síns heima. Gomer bjó í yztu röðinni, sem næst stóð grænni brekkunni. Fyrir enda þessarar húsaraðar, dálítið út af fyrir sig, bjó yfirverkfræðingurinn og kona hans. Bak við þetta hús risu naktir ásarnir. Gomer þurfti að fara fram hjá húsi sínu, til þess að komast upp að vili- unni. Það var heiður sumardagur, og' liðið að kvöldi. Friður og ró ríkti yfir öllu um- hverfinu. Gomer óskaði sér þess, að þau hjónin byggju þar sem vegur væri með trjám til beggja handa og tærri lind f nágrenni. Hann hefði viljað vinna mikið til þess að eiga kost á rólegum kvöld- göngum f slíku umhverfi. En — þegar hann hafði þvegið sér og matast, var ekki annað að fara en út á götuhornið — eða þá upp að ásum hlíðarinnar, svo fjöl- skrúðugar sem þeir voru. Æ, þvílíkt líf, Gomer dalaði. Hið sama dag eftir dag, upp aftur og aftur. I rúmið, á fætur, eta, þvo sér, rífast við Blodwen, hurðarskellir — og svö hræðilegir tímar, þar sem mað- ur lét eins og ekkert væri að, þegar maður hitti vinnufélagana úti á horn- inu, — og svo heim aftur, aðeins til þess að sannfærast um, að enn var þar loft lævi blandið. Hann spýtti um tönn er hann opnaðl hliðið. Hann hafði bráðum fengið nóg af óróanum í henni, og ef hún vildi ófrið, — þá skyldi hún fá hann. Hún skyldi ekki reyna að sýna honum, hvemig hlut- irnir ættu að snúa, — alveg eins og móðir hennar gerði. Nú hafði hún fengið þá hugmynd, að þau skyldu spara, — aðeins til þess að þau gætu keypt píanó! Og svo var ekki nokkur hræða í húsinii, sem kunni að spila. Hann skyldi gefa henni píanó, — ætti hann að gera það? Hann lét fægðan messinghamarinn yfir aðaldyrum villunnar falla og leit rólega í kring um sig. Þetta var skemmtilegt hús, með snotrum garði og mörgum rósa- runnum. Svona stórar, rauðar og hvítar rósir, hafði hann ekki séð áður. O, og hvílíkur ilmur. Hann dró andann djúpt, til þess að finna ferskan ilm rósanna leggja að vitum sér. Það var ekki anzað, svo að hann gerði aftur •Vart við sig. Hvað er stofustúlkan að gera? Það er ekki háttvísi, að láta fólk bíða við útidyrnar. Hann var sjálfan FLOKKUR manna, sem unnið hafði daglangt, var að yfirgefa námuna. Menn- irnir stóðu í smáhópum við lyftuna, og þegar upp í dagsljósið var komið, af- hentu þeir ljóskerin, meðan lyftan Ieið niður eftir næsta hópi. Um leið og þreyttir mennirnir réttu úr sér, lögðu þeir af stað niður eftir fjallinu til bæj- arins, sem lá í botni dalsins. En þegar þeir fóru fram hjá rafmagnsstöð nám- Unnar, eftir að hafa skilað ljóskerum sínum, var kallað til eins úr hópnum: — Gomer Yaughan, hafið þér tíma til að tala við mig? Gomer gekk til þess mannsins, sem hafði ávarpað hann. — Þér búið í nágrenni við mig? Vaug- han. Vilduð þér gjöra mér þann greiða, að ganga við hjá konunni minni og segja henni, að ég komi ekki heim fyrr en um átta leytið í kvöld; — að ég komizt ekki frá vinnu fyrr en því verki sé lokið, sem fyrir liggur. Hún býzt við mér heim núna, — eins og venjulega. Eg vona, að þetta valdi yður ekki miklum óþægind- um. — Nei, ekki nokkrum óþægindum. Gomer var ljúft að gjöra yfirverkfræð- ingnum þennan smágreiða. Montague verkfræðingur var af verkamönnum sínum þekkur stjómandi; þó að hann væri ekki vallóni, var hann Englending- ur og maður með góðu persónumagni. Gomer hneigði sig og hélt áfram. Brátt náði hann félögum sínum, sem hann átti samleið með. Þeir voru ungir flestir og skrafdrjúgir. — Hvað vildi yfirverkfræðingurinn þér? spurði einn þeirra. Gomer sagði honum það, — Hún er falleg, konan hans, sagði annar. Hún er djörf í fasi, frjáls og ó- feimin, — Hún hefur líka af nokkru að stáía, sagð: lítill maður i hópnum, hann líktist heizt hvolpi, - jg svo þandi hann sig, til Þoss að orð hans yrðu áhrifameiri. Þvílíkt leikfang sér maður ekki daglega. Hún kvað vera frönsk að hálfu ieyti. Þegar henni skýtur upp meðal fólksins hérna, verða stelpurnar okkar áttavillt- ar. Hún hefur nokkuð það, sem þær vantar. — Ekki vildi ég skipta á henni og madömunni heima, sagði sá, sem elztur var í hópnum. Hún er tildursrófa. Eg gæti trúað því, að hún væri ein af þeim, sem hleypur útundan sér heima fyrir. Gomer sagði ekki neitt. Hann var sá þeirra í hópnum, sem hafði stytzta hjóna- bandsreynsluna. Hann hafði enga löng- un til að tala um þessa hluti, þó að hann gæti það, — ef hann lysti. En hann þagði og augu hans loguðu, meðan félagar hans höfðu í flimtingum ýmislegt það, sem einkamálum lýtur, og þöndu sig yfir því, sem þeir mundu gera, ef madaman múðraði eitthvað á heimilinu. Hann hafði verið kvæntur í eitt ár, og þrasið við Blodwén hafði gert hann uppstökk- an. Hann hafði ekki órað fyrir því, að kvenmaður gæti verið svona þver í lund. Hún, sem var svo blið og saklaus í til- hugalifinu. En nú ætlaði hann að ná góðu taki á henni. Og meðan námumennirnir fetuðu sig fram á við, sló hann járn- slegnum stígvélunum í gangstéttina. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLABSINS 1968 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.