Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR AF ILLA BRANDI þ>v. Svo sleppti hann honum, — stóð Wpp, dustaði af sér, ypti öxlum — og fór aftur að glápa út á sjóinn. Jón gafst upp, þarna lá hann í hnút eins og Brandur hafði gengið frá honum og hreyfðist ekki. Þetta var alger upp- gjöf fyrir ofurvaldinu, lítilmagninn hafði gefig upp alla von um að ná rétti sínum eða koma fram hefndum. — Fólkið þorði ehki einu sinni að nálgast þetta ólögulega hrúgald og Brandur lét eins og hann vissi ekki af honum. Loks heyrðust ámáttlegar stunur frá Jóni og kjökur og korr. Fólk fór að nálgast hann og loks beygði ein- hver sig að honum, snart hann og talaði ;til hans, en Jón bærðist ekki. Þá var jreynt að rétta úr honum, en við það ikveinkaði Jón sér óskaplega. Fólk varð | hrætt og horfði' hvert á annað ráðvillt. í Jón var náfölur. Einhver lyfti undir herð- i arnar á honum og reyndi að reisa hann \ Við en þá kvað við skerandi neyðaróp. í .,Hann er slasaður”. | .,Hann er mikið meiddur”. j „Líkast til innvortis”. I „Ætli ekki brotinn?” j Og kveinin í Jóni uxu um allan helm- ; lng. En Brandur hvorki heyrði né sá. | Hann horfði út á sjóinn. | Eftir að menn höfðu stumrað yfir Jóni í Um stund, stakk einhver upp á því, að j sótt væri brekán og hann borinn heim til í sín. Maður hljóp upp sandinn og kom að vörmu spori aftur með brekán. Svo gekk J tnaður undir manns hönd að koma Jóni í brekánið, en kvalaóp hans kváðu við. Svo var hann borinn upp sandinn, eftir götunni og heim til sín. Allir, sem vettl- fngi gátu valdið, eltu og gægst var út um hvern glugga. „Það var illi Brandur”, sögðu menn til Bkýringar. Þegar Jón var kominn heim til sín, var hann klæddur úr hverri spjör við stunur °g kvalavein. Hann kvaðst vera stórslas- aður. Sent var eftir lækninum og hann Skoðaði Jón nákvæmlega. Horfði að því loknu á hann spyrjandi, fjarrænt blik í augunum, ekki frítt við kímni í augna- krókunum. „Þú ert nú ekki brotinn, Jón minn, Sagði hann. „Og það sér ekki á þér. En Það er ekki þar fyrir. Þú getur verið hieiddur innvortis”. „Já”, stundi Jón og gaf Iækninum horn- ®uga. „Ég þarf að fá vottorð. Og svo þarf að ná í hreppsstjórann”. Læknirinn skrifaði eitthvað á blað og fékk Jóni. „Það stendur ekkert hér um innvortis ineiðsli”, sagði Jón. „Nei”, sagði læknirinn. „Til þess að komast að raun um hvort þú ert meiddur Innvortis þarf nákvæmari rannsókn. Ann- Ws kemur það í ljós þegar frá líður”. Jón varð að sætta sig við þetta um sinn, að líkindum hefur hann hugsað lengra. Hann lét sækja hreppstjórann. Hrepp- Btjórinn var friðsamasti maður þorpsins, formaður og fjárbóndi. Hann lcom til Jóns *Ueð sama hæglætinu og alltaf einkenndi hann, talaði blíðlega við hann og spurði hvernig honum liði. „Ég hef miklar þrautir innvortis, held eitthvað hafi sprungið. Það er ekki við- ht fyrir mig að fara á fætur. Eg bað þig ®ð Hta inn til mín vegna þess að ég ætla ®ð stefna Brandi í Dæl. Eg ætla að segja fcér það strax Styrkár, að við mig þýða ekki nein blíðmæli. Ég er í rétti mínum. Hann tók hundinn minn, hann Glóa og hengdi hann. Hann réðist á mig og skað- aði mig. Þetta er ofstopamaður og ill- menni og ég mun fara eins langt og ég kemst”. Hreppstjórinn hummaði og strauk höku toppinn. „En hvers vegna réðist hann á þig, Jón? Hvað varstu að gera?” „Ég var ekkert að gera”. „Eitthvað hlýturðu að hafa gert”. „Ég fór með vísu, sem ég kvað um Glóa minn”. -Hvernig var þessi vísa? Þú veist, að það liggja mikil viðurlög við níðvísum. Lofaðu mér að heyra vísuna.” Jón fór með vísuna. Hann var svolítið stoltur af henni, kvað hana við raust, gleymdi sér og kvað með áherzlum og rauðir dílar komu á kinnbeinin. En svo mundi hann allt í einu eftir þrautunum — og stundi sáran, „Ég þoli þetta ekki”. „Vísan er ljót”, sagði hreppstjórinn. „Hún varðar við lög. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það við hvern er átt, og engin furða þó að Brand- ur tæki hana til sín. Þú getur látið þér nægja nafngiftina. Þetta festist við Brand lllugason. Hann verður alltaf kallaður: Illi Brandur”. „Viltu þá ekki stefna honum?” „Mér ber ekki að stefna. Það verður þú að gera sjálfur”. „Ég er í mínum rétti”, sagði Jón. „Hann drap hundinn og hann misþyrmdi mér. Ég mun láta búa út stefnu. Ef þú gerir ekki neitt, þá mun ég snúa mér beint til sýslumannsins”. „Fyrst er að búa út kæruna. En ég vil vara þig við. Brandur hefur fieira til að bera en kraftana. Hann er refur og laga- fróður. Ég spái því að það verði hvorug- um ykkar til sæmdar, ef frekar skerst í odda”. Svo fór hreppsstjórinn, en Jón sendi eftir Halli rokkadreijara. Hann var skrift- lærður maður og töluvert á lofti. Hann hafði lært fyrir sunnan, en sá Ijóður var á ráði hans að hann var alltof mikið fyrir flöskustútinn. Jón átti svolitla lögg frá því í réttunum og gaf honum bragð. Þeir sátu lengi á eintali og síðan var kæran send til hreppsstjórans. En hreppsstjórinn var ekkert að flýta sér. Það leið hálfur mánuður svo að ekk- ert gerðist og Jón lá alltaf í rúminu. Loks fór Jón á fætur, en hann var sann- arlega ekki burðugur. Hann staulaðist rétt fram á hlaðvarpann og studdist við tvo stafi. Hann sendi orð til hreppsstjór- ans og bað hann að finna sig„ en fékk þau skilaboð frá honum, að þetta væri allt á ieiðinni. Hann mundi láta heyra frá sér innan tíðar. En hver vikan leið af annarri. Jón var farinn að gerast óþolinmóður og hann var hættur að ganga við stafina, en lítið þóttist hann geta gert. Loks, þegar tveir mánuðir voru liðnir frá slagnum í sandinum, var boðað til sáttafundar með Jóni í Tóft — og Brandi Illugasyni. Að- ur hafði hreppsstjórinn talað við Brand, enda liafði Brandur róið hjá honum. En sáttafundurinn reyndist árangurslaus. Brandur mælti varla orð af vörum. Jón þar á hann sakir með stríðnishljómi í rödd ínni, en það vár eins og Brandur áliti Jón ekki meira virði en skarnið, sem hann gekk á. Hann svaraði Jóni aldrei. Það var aðeins þegar presturinn spurði Brand, en hann var formaður sáttanefndar, hvort hann gæti ekki fallist á að biðja Jón af- sökunar á meðferðinni í sandinum og að bæta honum hundstapið, að Brandur hreytti út úr sér: „Hundinum skal ég skila aftur þegar tími er kominn. Hitt var aðeins skuld, sem ég greiddi með skilum”. En sáttanefndin og aðrir þorpsbúar gáf- ust ekki upp við svo búið. Það hafði aldrei heyrst, að þorpsbúar stæðu í málaferlum hver við annan og það varð að koma í veg fyrir slikan óvinafögnuð. Með fortöl- um, klókindum og brögðum tókst loks að eyða málinu með því, að Jón í Tóft lét niður falla kröfur á hendur Brandi út af handalögmálinu — og kom níðvísan á móti, en Brandur lofaði að láta Jón fá hund, ef hann sækti hann sjálfur heim i Dæl að hálfum mánuði liðnum. „Hann varð að láta í minni pokann”, sagði Jón. „Hann var neyddur til að bæta mér hann Glóa”. En Brandur glotti, þegar hann gekk af fundi sáttanefndarinnar. Svo rann upp sá dagur, þegar Jón í Tóft átti að sækja hundinn heim í Dæl. Hann labbaði upp eftir og hlakkaði til að sjá Illa-Brand niðurlægðan. Hreppstjór- inn gekk þangað með honum til þess að votta það, að allt færi löglega fram. Ekki var brúin á keldunni, þegar þeir komu þangað upp eftir og þeir hóuðu. Brandur kom fram á hlað, brá sér svo að bæjar- baki og kom með eitthvað undir hendinni. Hann setti það svo frá sér á hlaðið og skaut brúnni fram. Svo greip hann hnoðr- ann af hlaðinu og gekk yfir. Hann rétti hreppstjóranum hann. Það var gulur, stríhærður hvolp.ur. Hreppstjórinn starði á dýr;ð, vissi ekki, hvaðan á hann stóð veðrið, en datt í hug að bezt væri að gera gott úr öllu saman til þess að forðast frekari vandræði. „Þetta er fallegasta dýr. Þarna færðu Glóa þinn aftur Jón”. En Jón í Tóft skrapp allur saman. Þessu hafði hann ekki búizt við. Honum fannst, að hann hefði verið blekktur, en svolítið hýrnaði harin, er hann þekkti aftur augun hans Glóa. Hann átti í harðri bar- áttu, en loks tók hann við hvolpinum og strauk honum varfærnislega um hausinn. „Og ekki hefur hann stækkað við dvöl- ina í Dæl”, sagði Jón. Svo sneru þeir frá án þess að kveðja. En það var eins og við manninn mælt, að Brandur stökk út í kelduna, krafsaði þar í vatninu, hóf hálfrotinn gulan hunds- skrokk á loft, og kastaði honum af hendl á eftir þeim félögum og hrópaði: „Og hérna færðu þá höfuðstólinn, skepnan”. Hundsskrokkurinn lenti á herðunum á Jóni af svo miklu afli, að hann hrasaði. Jón reis seinlega á fætur, en hrepps- stjórinn sneri sér við. Þegar hann sá, að Brandur var horfinn að bæjarbaki, lét hann kyrrt. Þetta mál var lengi í minnum haft i þorpinu. Vegur Brands óx sannarlega ekkl af því. Mönnum fannst, að hann ætti skil- ið að fá nafngiftina. Hann var lirotti. Hann var illmenni. Hann varð algerlega einangraður. Atti enga vini né kunningja, sótti aldrei neitt til neins og hljóp heldur ekki undir bagga með nokkrum manni, hvernig svo sem á stóð. — Fólk óttaðisfc Brand Illugason. Þegar hann vann í marg- menni, reyndu allir að forða sér frá hon- um, og þannig myndaðist eyða umhverf- is hann. Þeir voru ekki margir, sem kink- uðu til hans kolli þegar þeir mættu hon- um. Dælaheimilið var á milli tannanna á» þorpsbúum. Sarat vissu þeir í raun og’ veru ekki nokkurn skapaðan hlut um það. Þeir vissu, að börnin, drengur og telpa, voru átta og níu ára og að konan var rauðhærð, freknótt, sterklegur kvenmað- ur og að nafn hennar var Eggrún Zakkar- íusardóttir. Annars sáust hvorki hún né börnin nokkru sinni í þorpinu. Þeir, sem heima áttu næst Dæl sáu hana og börnin stundum á hlaðinu, en þau vildu heldur ekki nein skipti hafa við aðra frekar en húsbóndinn. Hann sá um allt, vann alla vinnu, sem hægt var að fá, sinnti um kúna og hestana tvo og keypti allt til Getur þú tengt punktana níu hér fyrir neðan með fjórum beinum strikum, án þess að taka blýantinn upp af pappírnum. Það er auðvelt með fimm strikum, en þú kemst sjálfsagt að því, að þú getur ekki tengt þá með fjórum, hve mikið sem þú reynir. Sú er að minnsta kosti skoðun mannsins, sem fann þessa tilraun upp. Astæðan er sú, að mönnum hættir svo mjög til að líta of einhliða á vandamál þau, sem þeir þurfa að leysa og hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir á því, hvernig beri að leysa þau. u ■ !• # # # 9 Ca.:.v Taldir þú, að þú mættir ekki fara út fyrir ferninginn? Reyndu þá á þennan hátt. Dragðu línu frá miðdeplinum til vinstri upp í gegnum efsta depilinn sömu megin og áfram svo sem hálfan þuml- ung. Dragðu þaðan línu í þröngt horn niður í gegnum miðdepilinn i efstu röðinni og miðdepilinn í röðinni til liægri. Haltu áfram með Iín- una, þar til hún nær svo sem hálfan þumlung út fyrir neðsta dep- ilinn til hægri. Dragðu aftur línu í þröngt horn til vinstri í gegnum neðstu röðina, endaðu í deplinum Iengst til vinstri og enn beygirðu í þröngt horn, gegnum miðdepilinn í miðröðinni upp í efsta depilinn til hægri. ■'tlá JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 1962 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.