Alþýðublaðið - 24.12.1962, Síða 25

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Síða 25
eftir Einar M. Jénsson, skáld „Mir wölle bleiwe wát mir sin”. bjóð vor er ein hin smæsta meðal sjálf- stæðra þjóða í heimi. Hér skal nú sagt frá annarri smáþjóð, sem ég gisti í fyrrasum- aé, og er að vísu allt að því helmingi fjöl- mennari, en á fjörutíu sinnum minna land. Þetta er Luxembúrg eða Liitzel- burg, eins og ríkið er líka nefnt, og þýðir upprunalega: Litla borg. I heimsfréttun- um daglega heyrum við venjulega sagt frá afrekum og átökum hinna stóru þjóðfé- laga, sem vegna mannmergðar og auðæfa geta haft örlög heimsins í hendi sér. En hinna smáu þjóða er yfirleitt í fáu getið á vettvangi dagsins. Jafnvel lærðir menn meðal stórþjóðanna gera sér yfirleitt sjald an títt um þær, sökum smæðar þeirra, ekki sízt, ef nafn þeirra minnir á það, sem lítið er eða kulda og ís. Mér dettur í hug í þessu sambandi spurning, sem mennta- maður einn frá Pakistan lagði fyrir mig erlendis. Hann spurði: Á hverju lifir bú- peningur íslendinga? Getur gras vaxið á íslandi? Þar sem ég er engan veginn frá því, að ýmsa muni fýsa að heyra frá þessari smá- þjóð, Lúxembúrgurum, sem er bandalags- þjóð okkar, og við auk þess höfum náið samband við vegna flugs, skal nú að nokkru vikið að uppruna Lúxembúrgara og þúsund ára sögu þeirra og að lokum gerður nokkur samanburður á þessari þjóð og hinni íslenzku. Lúxembúrgarar eiga að nágrönnum tvær miklar menningarþjóðir, Þjóðverja í austri og Frakka í suðri. Þetta hefur Raft víð- tæk áhrif á þjóðlíf þeirra, bæði til ills og góðs, eins og síðar mun að vikið. I vestri or Belgía og hefur það líka dregið nokkurn úilk á eftir sér að hafa það land að ná- grannaríki. Lúxembúrg er Ardennaland. Rómverjar nefndu landið og fjalllendið milli Maas, Rínar og Mósel Ardenna. Elztu sagnir um Ardenna er að finna frá Júlíusi Cesar í riti hans um stríðin í Gallíu og ná 58 ár fyrir Krists burð. Á því landssvæði sem Lúxembiírg er nú, hitti Cesar fyrir íjóra þjóðflokka, sem kölluðu sig Germani. Cesar lagði þá undir sig. En svo var það, sð Ardennagreifinn Sigfrid, sem erfði mikl &r jarðeignir eftir föður sinn, byggði sér borg, að því er sagnir herma árið 963, á slað, þar sem honum þótti fagurt og væn- legt til vamar, á bergmúla, sem skagaði út í ána AJzette, og nefndi staðinn Lutzel- burg, síðar Lúxembúrg. Greifinn treysti borg sína með. hringmúrum, víggröfum og sjö turnum. Hann byggði einnig kapellu til heiðurs heilagri Maríu. í skjóli kastal- ans reis byggð. Þar voru handverkamenn, bændui og búandalið. Út frá þessum kast- ala óx borgin, og saga borgarinnar varð saga allrar þjóðarinnar. Árið 1050 hafði íbúatalan aukizt svo í borginni, að hinir fornu hringmúrar voru brotnir niður og aðrir nýir byggðir, og enn þeir þriðju um 1400. Elzti sonur Sigfrids, Henrik I. tók við stjórn greifadæmisins ,að föður sínum íátnurc, og dóttur átti Sigfrid greifi, sem giftist hertoganum af Bæjaralandi, er síðar varð keisari Þýzkalands með nafninu Henrik II. Sá, sem lítur á stærð landsins á kortinu nú á dögum, lætur sér naumast detta í hug, að þetta land hafi átt drjúgan þátt í stjórnmálalífi álfunnar á miðöldum og hafi veitt þýzka ríkinu röð keisara og Bæheimi röð konunga. Karl IV. stofnaði háskólann í Prag, og Lúxemborgargreifi kom fótunum undir Hohenzollernættina. Einn af mestu stríðs- hetjum miðaldanna, Jóhann blindi, var kon ungur Bæheims og greifi í Lúxembúrg. Lagði hann undir sig mikil lönd ávallt umkringdur Lúxembúrgurum. Árið 1354 var Lúxembúrg gerð að hertogadæmi. En þegar svo var komið, að þjóðhöfðingjar I.úxembúrgar voru einnig drottnarar ann- ars stærra og voldugra ríkis, leið ekki á iöngu unz þeir fóru að láta venzlamenn sina og frændur stjórna hertogadæminu. Á miðöldunum var annar hugsunarháttur rikjandi en síðar varð. Þá var það drottn- arinn, sem í raun og veru átti landið og þegnarnir urðu að sætta sig við ákvarðanir hans og duttlunga. Og valdhafi einn í Lúx- embúrg, Elísabet að nafni, sýndi af sér þonn hinn sama ódrengskap við þegna sína, Lúxembúrgara, og Danakonungur einn hafði hug á að sýna Islendingum, en gat ekki. Hún seldi landið öðru voldugra ríki, bað var árið 1443. Þá hófst harmsaga Lúxembúrgara, sem voru kúgaðir í landi sínu af framandi lýðum í mörg hundruð ár, samtímis Islendingum. Eftir þetta var hertogadæmið Lúxembúrg skoðað sem hluti af Búrgundaríkinu, eða Bourgogne, allt frá 1443 til 1506. Þá komst það undir spönsk yfirráð til 1714. Á þv: tímabili lét spánski konungurinn Frakka fá allstóra sneið af landinu. Síðan komsl latidi? undir yfirráð Austurríkismnnna allt U1 1795, og loks Frakka til 1815. Um þæt mundir vcru landamæri ákvörðuð af lítil’i fram- sýni í henni gömlu Evrópu og konungsríki pað stofnað sem refn^ iar b.i‘'urlöi d Var Lúxembúrg þá gerð að stórhertogadæmi, sem laut konungi Niðurlanda, en var þó í þýzka sambandinu. Belgir undu ekki þess- ari skipun sinna mála og gerðu uppreisn 1830, og fylgdu Lúxembúrgarar þeim að málum. En þar sem Lúxembúrg var í þýzka sambandinu var borginni haldið af þýzka kastalastjóranum. Og enn voru það stórlaxar í stórveldum Evrópu sem höfðu örlög Lúxembúrgar í hendi sér. Þegar þeir komu saman til ráðagerða 1839, ákváðu þeir, að Lúxembúrg skyldi skipt. Belgir fengu hinn vallónska hluta landsins, en hinn hlutinn, Stórhertogadæmið Lúxem- búrg var áfram í þýzka sambandinu, en í persónusambandi við Holland. Lúxembúrg- arar andmæltu þessu en það voru aðrir cterkari, sem réðu. Loks 1866, er þýzka sambandið leysist upp, fékk Lúxembúrg sjálfstæði og 1867 var landið gert að hlut- lausu ríki undir vernd stórveldanna. Við dauða Vilhjálms III. 1890 var sambandinu slitið við Holland og Adólf af Nassauætt- inni kom til ríkis. Sonardóttir hans var þjóðhöfðingi, er Þjóðverjar hernámu land- ið 1914-18. Hrun Þýzkalands gaf byltingar- mönnum byr undir vængi, og var lengl utlit fyrir að lýðveldismenn mundu sigra. En við þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1919 var Karlotta, systir fyrrv. stórhertogaynju, kjörin þjóðliöfðingi, og situr hún enn að völdum í síðari heimsstyrjöld var Lúxembúrg hernumið öðru sinni af Þjóðverjum 1940— 44, og var mikilli hörku beitt gegn and- spyrnuhreyfingu landsmanna. Þá voru 30. 000 Lúxembúrgarar fluttir úr landi burt af þeim 300.000 sálum, sem í landinu voru. Og 13.000 landsmenn voru skráðir í þýzka lierþjónustu. Lúxembúrgarar hafa marga harmsögu að segja frá þessum tímum. Um landið er það að segja, að þriðjung- vr þess er á Ardenna-hásléttunni, sem er sundurgrafin af djúpum dölum með brött- um hlíðum. Einn þriðji hluti landsins er vaxinn skógi, mest eik og beyki. Syðri hluti landsins er lág hæðótt háslétta, þar sem ræktað land og trjálundar skiptast á. Loftsíag er þar mildara. Járnmálmur er þar í jörðu. Þar er því mikill iðnaður samfara járnvinnslu, sem er orðin svo mikil, að Lúxembúrg hefur oft verið nefnd „litli risinn.“ Eigi að síður stundar allt að því þriðjungur landsmanna landbúnað. Aðallega er ræktað hveiti, og kartöflurækfc er mikil, einnig vínyrkja. I suðvesturhorni landsins eru aðalnámuhéruðin. Þar eru miklir málmbræðsluofnar og stáliðnaður. Mikil verzlun er því einnig bundin þessum héruðum. I norðausturhluta landsins eru fögur héruð viði vaxin með hrikalegum klettabeltum og fossandi árstraumur, þar sem silungur og annar nytjafiskur veiðist. Hafa þessar sveitir oft verið nefndar „Litla Sviss”. Mósel, stærsta fljót landsina kemur upp í Vogesafjöllum og- fellur á landamærum ríkisins sunnanverðum. Mós- eldalurinn og þverdalir hans búa yfir mikilli og fjölbreyttri náttúrufegurð. Rúst * ir fornra riddaraborga gnæfa þar á hamra- veggjum hlíðanna. Þar er vinyrkja. Mósel- vín, sem er milt og ljúffengt en nokkru beizkara á bragðið en Rínarvín, er mjög hressandi í sumarhitum. Höfuðborgin Lúxembúrg, borg Sigfrids, á eitt hið fegursta borgarstæði í Vestur- Evrópu. Hún er á stærð við Reykjavík. A berginu þar sem hann byggði kastala sinn og nefnt er „Bokk”, er hið fegursta útsýnl Áin fyrir neðan fellur í 64 m djúpu gljúfri en yfir það liggur 211 m löng glæsileg steinbrú, sem byggð var 1901-03. Fleiri miklar steinbrýr eru í Lúxembúrg og setja vissan tignarsvip á borgina, sem byggð er á hæðardrögum og í dalverpum, fjöl- Luxemburg um nött, flóðlýstir kastalar, fagrar bogabrýr. Heill- andi land. Mir wölle bleiwe wát mir siri JÓLABÓK ALÞÝErtJBLAÐSINS ,1962 25

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.