Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 47

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 47
Skuggsýnt er þá, að þær séu ekki fleiri og muni hann kominri vestur á heiðarbrún. Snýr því undan veðrinu lítið eitt, og ætlar þar niður, en finnur brátt að þar er svo bratt, að það er ekki fær leið. Neytir hann þá enn svipunnar, og sporar sig upp aftur með hjálp hennar. Sér og þá að þetta er snarbrött fjallshlíð, sem snjó skefur fram af, en hengja var þar engin í brúnum. Gengur liann þá til baka og finnur enn vörður, og fylgir þeim á sama hátt og áður. Minnir Jón að eftir það fyndi hann fimm vörður eða svo. Gekk hann þá enn um stund í sömu átt og fann, að nú hallaði greinilega undan fæti, svo sem færi hann niður atlíðandi fjalls- hlíð. En það var þess háttar landslag, sem hann hugði að vera ætti upp af Snæfjöllum, vestan heiðar. Um 1 stund eftir miðnætti, kemur Jón að Heimabænum á Snæfjölium. Þá bjó þar sá maður, er Ölafur hét, og var Pét- ursson. Kom hann sjálfur fram, er Jón kvaddi dyra. Jón sagði deili á sér og það, sem títt var um hans ferð, livarf Sumar- liða , er hann ætlaði að fallið hefði fýrir björg í Núpnum. Jafnframt bað Jón gistingar, þar sem hann var orðinn mjög þreyttur og svangur. Bóndi kveðst ekki geta hýst hann, og sagði honum að fara sem skjótast til heimilis Sumarliða, í Samúelshúsi, og segja þar frá tíðindum. Jón sagði sem satt var, að hann væri þarna bláókunnugur og rataði ekki þang- að, fylgdarlaust. Bóndi kvað honum enga þörf á fylgd, þetta væri skammur vegur og auðratað, beint inn frá bænum. Eitt- hvað fleira taldi hann og til merkja um það, að Jón gæti einn komist leiðar sinn- skammdegi ar. Jón lætur það þá gott heita, og fer við svo búið út í náttmyrkrið og hríðina á ný, að leita að Samúelshúsi. Veður var svipað og áður, og fór Jón því enn vill- ur vegar, og veit nú eigi fyrr til, en hann steypist fram af tveggja til þriggja mann- hæða hárri snjóliengju. Er hann þá kom- inn í þrönga snjókví, niður við sjó, en í hvestunni miðri stendur lítið íbúðarhús úr timbri. Jón sá þegar, að húsið mundi vera í eyði, og reyndi því ekki að gera þar vart við sig. Frétti hann síðar, að þetta var svo nefnt Helgahús, sem notað var fyrir barnaskóla á vetrum. Gekk honum erfiðlega að komast upp hengjuna aftur og burt úr snjókví þess- ari, enda orðinn þreyttur mjög og slæpt- ur, af langri áreynslu og sulti. Þó tókst það eftir nokkra stund, og spor aði liann sig enri upp með hjálp svip- unnar. Fór honum nú ekki að lítast á blikuna, ef hann ætti að hrekjast þar alla nóttina, frá einu'húsi til annars, án þess að fá hvíld eða húsaskjól. Hitnar lionum svo í skapi við þétta, að hann heldur rak- leitt aftur að Heimabænum á Snæfjöll- um, og ber upp Ölaf bónda á nýjan leik. Kemur bóndi til dyra á nærklæðunum, sem í hið fyrra skiptið, og fagnar því lítt að sjá Jón þan kominn í annað sinn. Gerir Jón honum nú tvo kosti, að fylgja sér inn að Samúelshúsi, eða hýsa sig ella. Bóndi tók fyrri kostinn og fór inn að klæða sig, en lét Jón bíða í bæjar- dyrunum, að hufðarbaki, á meðan. Kalt var þar í dyrunum og leiddist Jóni biðin, þvi að fljótt setti að honum hroll, klök- ugur eins og hann var og fannbarinn frá hvirfli til ilja, en heitur af göngu og á- tökum við hríð og veðurofsa. Eftir góða stund kemur bóndi aftur, alklæddur og dúðaður hlífarfötum. Fylgir hann nú Jóni inn að Samúelshúsi, þar sem var heimíli Sumarliða. Þar segir Jón sögu sína enn á ný. Olli frásögn hans mikilli skelfingu, sem vonlegt var, og vaknar allt fullorðið fólk í húsinu. Að því loknu var honum veittur lítilfjörlegur beini (samanhellt grautarslembra og súrrugl í skál, mjólkurlaust), enda fólk sárfátækt. Rúm var honum fengið að sofa í, til fóta hjá öðrum manni, það sem eftir lifði nætur, en þá var klukkan um 3 eftir miðnætti. Jón kveður sig ekki hafa fund- ið til hræðslu, meðan hann svo að segja stóð á þröskuldi dauðans, er samfylgdar- maður hans var genginn fyrir björg, en nú, þegar að því var komið að njóta svefns og hvíldar, þá þyrmdi óttanum yf- ir hann, svo að varla mátti hann blund festa. Ef honum rann í brjóst, þá var hann óðar í draumi sínum aftur staddur í veðurdyn heiðarinnar, ó efstu eggjum Vébjarnarnúps, þar sem draugaleg tunglsglætan glampaði á sjó, langt niðri, .en honum skruppu fætur og hann hrap- aði. Þá hrökk hann upp með andfælum, og mátti ekki sofa. Síðari hluta nætur var safnað mönnum, af nærliggjandi bæjum, í leit að Sumarliðá. Urðu þeir 18 saman, og var Jón Kristjánsson einnig í þeirri för. En það er önnur saga, sem eigi verð- ur sögð hér. Þess má þó geta, að sú þjóð- saga myndaðist, að einn leitarmanna, Guð- mund Jósefsson, frá Sandeyri, hefði dreymt Sumarliða um nóttina, og Sumar- liði þá sagt honum hvar hann lægi dauður undir hömrum Núpsins, skammt frá flæð- armáli. Sennilega liefur slík saga orðið til vegna þess, að Guðmundur fartn lík Sumarliða þennan morgun, fyrstur manna, þar sem það lá limlest í fjörunni, undir Núpnum. Það er sögn annarra leit- armanna, að Guðmundur hafi gengið hik- — Hrósyrði er gjöf, sem mað- ur má ekki kasta óhugsað frá sér, . nema maður vilji særa þann, sem gjöfina meðtekur. — E. H. i __ ! — Sjálfsmyndir eru næstuín því i alltaf í litum. - H. C. — Það er eftirtektarvert, hversu manneskjurnar verða miklu betri, þegar okkur fer að þykja vænt um þær. — D. G. laust og hvatlega þangað, sem líkið lá, eins og hann vissi fyrirfram um staðinn, þó að þetta virtist einkennilegt í augum meðleitarmanna lians, og hafi átt aðal- þáttinn í því, að fyrr nefnd sögn skapað- ist, er ekkert dularfullt við það, þegar lít- ið er til þess, sem Jón hefur að segja um þetta efni. Hann kveður mann þann, ér varð rekkjufélagi hans í Samúelshúsi, liafa verið Guðmund Jósefsson, sem spurði ítarlega að atburðum og einkum því, er Sumarliði hvarf sjónum. Þegar Jón segir livernig hann skreið upp fönn- ina frá bjargbrúninni og kom að steinin- um, sem hann leitaði skjóls undir um stund, hefur Guðmundur orð á þvi, að hann haldi sig þekkja þennan stein, og ef það reynist svo, þá sé þar með vitað hvar Sumarliði hafi gengið fram af brún- inni, og sé hans þá að leita í fjörunnl niður undan, eða skammt frá. Af því, er síðar kom fram er fulUjóst, að Guðmundur hefur getið rétt til um stein þennan og stað hans á fjaUsbrún- inni. Guðmundur var þaulkunnugur á þessum slóðum, og eru því öll líkindi til, að það sé staðþekking hans á umhverf- inu, sem leiðir hann að líki Sumarliða, en draumur enginn. r^uiiiiHiiHirMMlH'MHniinim .....iiiiiiiiiiiiiiii lll■l■■l■lllllllllll■llll■ll■llllllll■ll■l,lllllll■lllllllll■lllllllllllllllllll■lu■■•ll•lllllll■ll■llmll■lll■■■l■■l■llll■ll■llllrA' ílasmiðjan h.f. Laugaveg 176 Framkvæmum alls konar Bifreiðayfirbyggingar BifreiðaklæSningar BifreiSamáEningu GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt komandi ár. i Þökkum viðskiptin á liðnu ári. | | 5 ^IIIIHIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIUIHHnMmHUIIIUIUIlllllllHIIIHIIIIIHHIHUMIMHUMimillHIIIMIIIIIIIIIIIUMMIHIII •mMMHlM,,,,,,,,,,M,,,,,,,,,,,,,',,,,,,,,,m ................................................................................................... lh/1 JÓLABÓK ALÞÝÖUBLAÐSINS 1M2 Jff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.