Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 31

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 31
VITRUNIN | farið að langa í kvöldmatinn. Og hann gerði enn vart við sig. Hann heyrði hljóð ofan af stigapallinum og hann heyrði fótatak berast niður stigann, hljóð, sem barzt nær, og létta, glaða rödd, sem kall- aði: — Bíddu aðeins, vinur minn. Þetta er auðvitað frú Montague, sagði hann við sjálfan sig. Hún hélt víst, að við dyrnar væri eiginmaður liennar. Og það var sönn gleði í röddinni. Já, þann- ig tekur maður á móti manninum sín- um, þegar hann kemur þreyttur heim að kvöldi. „Vinur minn” — og með hjörtum hreimi í röddinni. Svona ávarpar sú kona mann sinn, sem er þess verð að heita eiginkona .... og dyrnar flugu upp á gátt. Gomer varð þurr í liálsi af undrun og ótta. Það varð þögn stutta stund. And- spænis honum stóð nakin kona, sem hægt — ofur hægt greip höndum fyrir brjóstin. — Hr. .. hr. Montague bað mig, stam- aði Gomer og hafði ekki augun af henni. Ö, hvað hún er falleg, hugsaði hann — svo hélt hann áfram: .. sagði við mig .. sagði. Rödd hans varð hljómlaus og hann horfði utan við sig á hana. Þegar Iiún steig á þröskuldinn, snéri liún sér við á flótta — og það var eins og stór, hvítur fugl flögraði um í loftinu. — — bað mig um að segja, að hann gæti ekki komið heim fyrr en um átta leytið vegna þess .. hálfkallaði Gomer inn í ganginn, sem nú var auður orðinn. Hann beið og hugsaði um það, hvort hún kæmi aftur. Hann heyrði dálítið umstang uppi, Stuttu síðar kom hún aftur í ljós og var nú komin í síða skykkju. Hún var rjóð í kinnum, þegar hún kom r.iður stigann — og þegar iiún kom nær, hló liún. O, hvernig hún hló! Gomer fann að nú var hann að jafna sig — og að hún var eklci vitund feimin — alls ekkert. Og fætur hennar voru stöðugir, hvítir og eggjandi. — Hvað var það, sem þér voruð að segja um manninn minn? spurði hún feimnislaust. Gomer færði henni skilaboðin, og hann hitaði í andlitið, undir námurykinu. Hún þakkaði honum fyrir. Eg hélt að það væri hann sagði hún, sem var við dyrnar. Þér skiljið það áreiðanlega. Eg var að fara í bað. Þér cruð kvæntur, — er það ekki? Gomer hneigði höfuðið til samþykkis. Hún leit aftur í augu hans, .dálítið íbygg- in, — og lauk samtalinu með því að segja: — Eg þakka yður kærlega fyrir að hafa fært mér skilaboðin. Þegar hann fór heyrði hann hurðina lagða aftur að baki sér. Hann gekk niður með húsinu og með undrun í augum og smán gekk hann að hliðinu. Aldrei fyrr hafði hann séð konu í þvílíku ljósi. Ekkr eina einustu. Aðeins á myndum. Það höfðu alltaf verið óskráð lög, að kona, Sem vildi halda virðingu sinni, væri leyndardómur frammi fyrir eiginmanni iiínum. En er það nú rétt? Ættu þær að gera sig svona dularfullar? Eða, þegar þær voru svona fallegar. Frú Montague var áreiðanlega virðuleg kona. Og það sama mátti segja um mann hennar. Hann mundi aldrei gera neitt það, sem ekki var rétt. Gomer var með sjálfum sér þeirrar skoðunar, að það. væri eðlileg og náttúrleg framkoma konu að mæta manni sínum eins og hún er af guði gjör; þar að auki var það yndislegt á stundum. ^ í því hann opnaði hliðið, kom hann auga á eina rós, sem var bundin upp við girðinguna. Hún hafði marga, fallega knúppa. .Hann kippti einum upp, og þegar hann var kominn út fyrir hliðið, lét hann rósarknúppinn í matarkassann sinn. — Gomer dró sig saman í herðunum og með sóknarhug hélt hann heim til sín. Nú skildi friðarmollan milli þeirra hjóna, Blodwen og hans, vera á enda. Hann ætlaði ekki að vera neitt auðmjúk- ur. Þegar á allt var litið, var hún konan hans — og hann var maður, sem ekki var hægt að segja um, að væri ósann- gjarn. Auk þess var hann mjög ánægður með hana, og einu sinni fannst honum hún svo falleg, að hún gæti sómt hverjum góðum dreng. — Enn seint, — sagði hún móðguð. Og án þess að bíða eftir svari, hélt hún á- fram: Ef maturinn er eyðilagður, þá skaltu ekki reyna að telja mér trú um, að það sé mér að kenna. — Með öðrum orðum, liann er þá eyði- lagður. Hann brosti um leið til hennar, svo að það skein í hvítar og fallegar tennur hans í dökku andlitinu. — Þú getur komið nógu snemma heim, muldraði hún og stakk gafflinum reiði- lega í kjötið. Hann beygði sig fram og sló léttu höggi á bakhlutann á henni. Hún æpti upp yfir sig og kjötið rann út af fatinu og á boröröndina, rambaði þar lítið eitt og féll síðan á gólfið með þéttum smelli. Hið óvanalega framferði hans æsti Blod- wen ennþá meira. Hún reisti höfuðið og hálsinn varð stífur. Með díla í kinnum stormaði hún fram í eldhúsið. — Þetta er nóg, æpti hún, — þetta er meira en nóg. Og svo glamraði hún með eldhúsáhöld- in milli handanna. — Taktu þetta ekki svona alvarlega, vina mín, sagði hann. Þetta er ekkert, sem sezt hefur á kjötið við að falla á gólfið; þetta gerir ekkert til. Vertu nú skynsöm, Blod. Hvar eru kartöflurnar? Eg er svangur. Hann vissi að þessi rólega framkoma lians, myndiikoma henni á óvart. Að venju hefði þetta gert liana ólma. En hún var frammi og hann fór þangað til hennar. Ifún snéri baki við honum og gekk að krananum. Hann fylgdi henni eftir og hvíslaði í eyra hennar: Vina mín, hvað er að þér? Þannig kem- ur maður ekki íram við manninn sinn, þegar hann kemur þreyttur heim frá vinnu, þar sem hann hefur erfiðað til þess að geta látið þér og okkur báðum líða vel. Snúðu þér nú við og lofaðu mér að sjá glatt andlit, — eins og það var í gamla daga. Sjáðu hérna, hváð ég er með handa þér. Hann hafði staðið með rósina í hendinni fyrir aftan 'sig. Nú kitl- aði hann eyra hennar með rósinni og stakk henni síðan fyrir vit hennar. — Finndu, þú getur sett þessa rós í blúss- una þina. Hún snéri sér við og sagði reiðilega: Hvað á ég að gera rneð rós í vinnublúss- una mína? Hvar hefur þú annars fengið hana? Hún er fallin! — Það væri nógu gaman fyrir þig að vita það. Hún hnykkti höfðinu til. Hm, þú getur látið hana í vasa á borðinu. * Meðan þau borðuðu, byrjaði nuddið aftur um píanóið. Það kom í dag verð- listi yfir þau frá fyrirtækinu Jones & Ev- ans. Þeir eru ódýrari en aðrir, og hafa eitt, sem maður. getur fengið fyrir litla afborgun vikulega. Augnablik varð hann þrumu lostinn. En hann sagði ekki orð. Hún var samt iðin við sitt mál og er hlé varð á, skaut hann inn i: Jæja þá, við skulum athuga það. Þegar búið var að eta, var motta sett á, gólfið fyrir framan arininn og þvotta- bali borinn inn. Blodwen tók ketil af eldinum og hellti í karið. Gomer af- ■ klæddi sig. Hann var rykugur um allan kroppinn eftir vinnu dagsins. Blodwen hellti köldu vatni saman við það heita, og Gomer fór niður í kerið. Meðan hann þvoði sér, tók hún til í eldhúsinu. Hún var dugleg og þrifin húsmóðir, og heim- ilið hennar bar þess glöggan vott, — þar var snyrtilegt um að litast. — Eg er tilbúinn með bakið á mér, kallaði hann. — Bíddu, sagði hún kuldalega um leið og hún bar leirinn á sinn stað. Hann mátti bíða í kerinu með svart bakið af kolaryki, sem stakk mjög í stúf við hvíta húð hans. Hann vissi vel, að hún lét hann bíða aleinan þarna inni, að- eins til þess að þjóna þverri lund sinni. Hann hefði getað öskrað, en hann ætlaði sér ekki að gera það, — ekki í dag. Hon- um hitnaði í hamsi. Og um síðir, þegar henni hentaði sjálfri, kom hún, en hann sagði ekki orð. Hann kvartaði ekki, en er hún hafði lokið við að þvo honum um bakið, sagði hann: Þú tekur ekkert til- lit til þess, að skinnið á mér er þunnt, þú hamast á því eins og það sé þykkt leður, sem þú ert að hreinsa. — Yss, — á ég kannske að útvega þér barnapúður? Hann hló lágt og vinalega. Það var um að gera að koma henni í gott skap. — Ja, sú stund kemur, að þú sérð, að mað- urinn þinn hefur hreina og fallega húð, vina mín. — Gættu þín að rifna ekki af sperr- ingi, sagði hún, án þess að líta við hon- um, meðan hann þurrkaði sér vandlega með handklæðinu. Þegar hann seinna sat þægilega fyrir framan arininn, sagði hann, í því liún ætlaði upp á loftið að hafa fataskipti: — Ætlarðu út í kvöld, Blod? — Já, ég ætla á samkomu í kvöld. — Vertu hyggin og farðu ekki, bað hann. Hún leit undrandi á hann. Að hann tal- aði til hennar í hátíðlegum tón — og j hefði áhuga á því, sem liún gerði, — þar j brá til hins nýrra. Svo-o, sagði hún, og var við öllu búin. I •Hann snéri sterku andliti sínu gegn henni. Augu hans skutu gneistum og það brá fyrir kuldaglotti í svip hans. Farðu upp og skiptu um fötin, sagði hann. Hún dró sig saman í herðunum og fór upp á loftið. Hann sat á meðan niðri og beið henn- j ar. Hún var klædd silkikjól í ljósum lit- um, þegar hún kom niður aftur. Hún hafði j þvegið sér og andlit hennar var bjart : á -að líta. Hún var tilbúin að fara á sam- komu með öðrum kcnum. Hann leit fagnandi á hana og sagði blíðlega: Blod, komdu hérna. — Hvað er það nú, sagði hún kulda- lega, og dálítið vör um sig en hálf heili- uð. Hún gekk til hans, það er að segja, hún lét sem hún væri að leita einhvers á arinhillunni. — Þú lítur vel út í kvöld, — og um leið og hann sagði þetta, beygði hann sig og vildi fá hana til sín. Hún æpti upp yfir sig, henni féli ekki þessi leik- ur, þegar hún var komin í sparikjólinn. En hann hélt henni fast, svo að liún varð að halda sér í skefjum. Svo livíslaði hann blíðlega í eyra henni. I einu vetfangi reif hún sig lausa og sló hann á vangann. Hann stökk upp. Höggið hafði markað vanga hans. — Það verð ég að segja, hvíslaði hún, — það verð ég að segja annars! En við- bjóðslegt — flagari! Hver heldur þú annars að ég sé? Viltu gjöra svo vel og muna hver ég er, að ég er eiginkonan þín. Annars ætla ég að kenna þér virðu- lega framkomu. — En það var liræðsla á laun í orðum hennar og öllu fasi. Nú rann honum í skap. Hann skaut höfðinu í átt til liennar og hrópaði: — Þar sagðir þú nokkuð, sem er rétt. Það Þessir hringir eiga að sanna, hvort þú ert lygari eða ekki. Settu blýantinn á startreitinn. Lokaðu svo augunum og reyndu að setja X í alla reitina. Setjir þú fleiri cn fjögur X f reitina, hlýtur þú að hafa kíkt. — Nú effa þú ert heppnari en einn af hverri milljón. JÓLABÓK ALÞÝBUBLAÐSINS X9«2 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.