Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 5
Sigurjón Jóhcmnesson skóla- stjóri, skrásetti eftir frásögn Einars Sörenssonar Einar Sörensson er fæddur 3. jan, 1882 að Hraunkoti í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann hefir um langan aldur átt heima í Húsavík. Einar stóð á tvítugu, er sá atburður varð, er hér greinir f rá. Var á sínum tíma til þess tekið, hvílíkt æðruleysi og stillingu hann hefði þá sýnt. En Einar hefir alltaf verið stilltur vel og annað lagið en fárast yfir hlutunum. Hann er nú rúmlega áttræður. Fékk að- kenningu af slagi fyrir u.þ.h. einu ári og hefir af þeim sökum orðið að hafa hægt um sjg síðan. Kvæntur er Einar Guðnýju Árnadóttur^ FOÐURMOÐIR mín, Guðleif Magnúsdótt- ir, var mjög draumspök kona. Sigurbjörg, stjúpa mín, hafði talsverðan áhuga á jþeim efnum. Var það því oft, að þær sögðu hvor annarri frá draumum sínum og ræddu tun þá. Bar þá við, þegar þessi mál bar á góma og fleiri lieyrðu til, að ýmislegt slæddist inn í þær umræður. Var það þá oftar en einu sinni, að faðir minn lét i ljós mjög ákveðið, að hann myndi ekki deyja á sóttarsæng. Andlát sitt yrði með litlum eða engum fyrirvara. Mun honum hafa leikið grunur á, þó að aldrei segði hann það berum orðum, — því að hann var mjög dulur í skapi, — að hann myndi drukkna í sjó. Víkur nú sögunni til 2. júní árið 1902. Veturinn áður eða á útmánuðum reri í sel með okkur Sigurður Jónsson frá Fjöll- Um í Kelduhverfi, faðir Jóns Sigurðssonar núverandi borgarlæknis í Reykjavík. Sigurður var einn af okkar beztu vin- Um, og urðum við Sigurður sérstaklega samrýmdir, svo að ágæt vinátta tókst með Okkur. Höfðu. sumir hlutir orðið Sigurði mótdrægir og munu hafa gengið allnærri honum, þótt hann reyndi að leyna á yfir- borðinu. Trúði hann mér fyrir þessum málum sínum, og fannst mér oft, að honum væri nokkur hugarléttir að geta rætt við mig um þau. Um vorið lauk selaróðrum. En um það hefði verið samið, að áður en Sigurður færi frá okkur, skyldum við fara út í Mánáreyjar í eggjaleit og hyggja þá jafn- framt að sel. En stundum mátti fá þar landsel. Þennan áðurnefnda 2. júní var sunnan hlákustormur, svo að ekki var sjóveður. En einmitt þennan dag átti að hafa á Húsavík stórfellt uppboð á alls konar munum úr búi Þórðar Guðjohnsen, kaup- manns, sem þá var að hætta störfum við verzlun 0rum og Wulfs og var að flytja búferlum til Danmerkur. Um klukkan 9 um morguninn snædd- lim við morgunverð. Var sá háttur á hafður, að hverjum var skammtað út af fyrir sig. Sat faðir minn á rúmi sinu, sem var við suðurstafn baðstofunnar, en skilrúm skildi baðstofuenda eða frambaðstofu frá miðbaðstofu. Framan við rúm hjónanna var kommóða, sem oft var notuð sem borð. Sat Sigurður öðrum megin við kommóð- una í horninu fast við skilrúmið, en á bak við hurðina, sem var fyrir húsdyrum og gekk inn. Eg átti mitt rúm með hliðinni við hús- dyrnar og sat þar með minn skammt. • Heyrði ég þá, að þeir eru að tala saman faðir minn og Sigurður. Voru samræð- ur þessar óglöggar fyrir mér, unz Sigurð- ur hækkar sig ofurlítið, eins og honum verði hverft við og segir: „Guð hjálpi mér, ég ætla að vona, að það komi ekki fyrir, meðan ég er hérna”. Meira heyrði ég ekki, enda féll tal þeirra niður. Ber nú ekkert til tíðinda fram eftir degi. Um klukkan 3 er komið ágætt sjó- veður og gott útlit. Er þá ákveðið að fara í Eyjarnar um kvöldið. Gekk ferð- in þangað vel og komumst við í land án nokkurra erfiðleika. Urðum við að klöngr- ast um klungur og einstigi til þess að kom- ast upp. Við höfðum með okkur byssur, því að á leið okkar varð vogur, þar sem selir héldu gjarnan til í. Við héldum sem leið lá upp á eyná, en þar fundum við ekkert, hvorki egg né annað. Réðum við því af að yfirgefa þessa ey, en fara yfir hina. Enda var þar heldur meira fehgs von. Héldum við svo sömu leið til baka. Þegar við erum komnir rétt að kalla á leiðarenda, þar sem báturinn beið okk- ar, gengum við hver á eftir öðrum. Voru þeir með sína byssuna hvor, Sigurður og faðir minn. Gekk Sigurður fyrir, þá faðir minn og ég síðastur. Var örskammt í milli okkar. Vitum við þá ekki fyrr en skot ríður af og faðir minn hnígur niður á milli okkar. Þóttist ég vita, hvað orðið væri. Bar þetta svo bráðan að, að erfitt var að. glöggva sig á, hvernig þetta hefði at- vikazt. Sigurður vissi ekkert um það, þar sem hann var á undan. Mér fannst eftir því, sem ég gat bezt gert mér grein fyrir, að slysið hefði orðið með þessum hætti: Faðir minn hélt á byssunni í hægri hendi niður með hliðinni, eins og menn gera svo oft. Um leið og hann steig fram af stórum, sléttum steini, sem myndaði allháa tröppu, fannst mér líkast því að bógurinn á byssunni hefði krækzt fyrir brot á buxnaskálminni. En við það að stiga áfram hefur faðir minn orðið ofur- lítið álútur og sennilega ætlað að bera höndina fram, sem hélt um byssuna. Hef- ur þá bógurinn sloppið af brotinu, en byssan ekki verið komin í spennu. Þess vegna fellur hann niður með nægilegum krafti til að geta sprengt knelluna. Þar sem lauslega er haldið á byssunni og hún létt, lætur hún undan, og vegna þrýstings- ins frá skotinu, vísar hlaupið eða virðist vísa alveg upp með brjóstinu á föður mínum Skotið fer því inn í gegn um kinnina og upp í gegnum heilabúið, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. Ekki var nú annað fyrir hendi en hvíla sig og jafna nokkra stund, en reyna síðan að koma líkinu í bátinn. Það reynd- ist þó veruleg þrekraun, því að aðstaða var erfið, klappir og grjót. Sá ég þá eins cg ég raunar vissi áður, hvert karlmenni Sigvrður var. Þegar við höfðum hagrætt líkinu í bátnum, lögðum við af stað til lands. Akváðum við að taka ekki heimalendingu.; Þó að enn væri nótt, var ekki hægt aftf vita, nema einhver gæti komizt að, hvern- ig komið var, þegar kæmi fram á morgw uninn. j Hugðumst við ná Voladalslendingu 0£»- reyna að komast þangað heim, Tókst þaíf án sérstakra tiðinda. A leiðinni ræddum við ýmislegt urrv atburð þennan, sem orðinn var. Spurði ég Sigurð þá, hvað þeir hefðu verið aff tala saman um morguninn, hann og faðir; minn, yfir morgunverðinum. Sigurður kvaðst hafa spurt föður minr* að því, hvort hann ætti ekki að setjasft á bak Brún hans og skjótast til Húsa- víkur á aktion Guðjohnsens, fyrst ekki væri sjóveður. Hefði faðir minn þá svarað mjög al- vörugefinn og næstum klökkur: „Mijf vantar nú ekkert nema líkklæðin mín”. En það var þá, sem Sigurður hækkaðl sig, svo að ég heyrði orð hans, þau seiu fyrr er að vikið. Ekki veit ég hvort faðir mínn liefui* haft þennan feigðargrun sinn af draum- um. Þó er ekki gott um að segja, þar sem hann var dulur að eðlisfari og lét lítft uppi, þótt hann hefði hugboð um ýmis- legt. Þegar við komum heim í Voladal um kl. 4 um nóttina, bar svo til, að Sigurðun Jónsson, þá bóndi í Voladal, síðar á Máná,, JÓN JÓNSSON í DÓMSALNUM JÓN Jónsson átti syni tvo. Var Frosti 14 ára gamall, en Fjalar 13 ára. Þeir voru vel gefnir drengir, eins og þeir áttu ætt til. Heldur voru þeir þó óstýri- látir og miklir fyrir sér. Gefnir voiu þeir til útivistar á kvöidin. Jón, sem vildi halda uppi aga og reisn á heimili sínu, átti í nokkrum vandræðum í þess- um efnum, en allt gekk þó stórslysa- laust um hríð. Á gamlaárskvöld vildu Jónssynir fá leyfi til að vera úti fram yfir miðnætti, og lét Jón gamli það gott heita í tilefni áraskiptanna. Nú er það af Jónssonum að segja, að þeir slógust í hóp kunningja og jafn- aldra í nágrenninu. Höfðu þeir áður bundizt samtökum í þeim tilgangi að viða að sér ýmis konar sprengjuvörum fyrir áramótin. Aðsetur þessarar starfsemi var í auðum hermannaskála. Þegar líða tók að miðnætti, dreifðist drengjahópurinn með sprengjuvopn sín. Þannig fór Frosti ásamt jafnaldra sinum að bronzlíkneski nokkru og sprengdi það í loft upp, með heimatilbúinni sprengju. Var líkneskið í eign borgarinnar. Af Fjalari er það að segja, að hann kastaði „kínverja" að miðaldra konu, Betu Brandsdóttur, með þeim afleiðingum, að í pelsi hennar kviknaði, og ger- eyðilagðist hann. Borgarstjórinn höfðaði skaðabótamál á hendur Jóni vegna atferlis Frosta, og hið sama gerði Beta Brandsdóttir vegna háttsemi Fjalars. Jón Jónsson spyr: HVERNIG LENDI EG ÚT ÚR ÞESSUM NÝÁRSVANDRÆÐUM STRÁKANNA? JÓLABÓK ALÞVfiUBLAÐSEs'S 1^62 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.