Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 1
„í UPPHAFI VAR ORÐIÐ .. OG ORÐIÐ VARÐ HOLD
OG BJÖ MEÐ OSS“. (Jóh.1,1.14.).
í.
Kunningi minn sagði einu sinni við mig, að sjer fynd-
ist miklu rökrænna að segja : í upphafi var hugsunin, — því að hugs-
unin væri undanfari orðsins, sem talað er. Vera má, að hann hafi
rjett fyrir sjer út frá nútímahugsunarhætti, en rithöfundar biblíunn-
ar hugsa ekki þaunig. Þegar biblían talar um orð guðs, er átt við
hugsun og búning liugsunarinnar sem eina heild, — hugsun guðs
í formbundnu gerfi. Þeim augum litu hinir fornu hugsuðir á sköp-
unina, sem í sjálfu sér var í því fólgin, að hugsun guðs hlaut sitt
ákveðna form, er mennirnir gátu skynjað.
Fornþjóðirnar hugsuðu myndrænt og táknrænt, er þær
gerðu sér grein fyrir tilverunni. Þeim veittist auðvelt að hugsa sjer
huglæg hugtök sem persónur, eins og vjer þekkjum úr skáldskap, —
einkum skáldskap fyrri tíða. Þannig varð Speki guðs, Vizka guðs,
að sjerstakri, guðlegri veru. Sumir skólar eða hreyfingar dulspek-
inga nefndu þessa veru I, o g o s, Orðið, og trúðu því, að hún hefði
I þjónustu sinni engla og meðalgangara, sem veittu mönnunum
þekkingu á guði. Griskir heimspekingar (Stóumenn) hjeldu því fram,
að maðurinn gæti öðlast þekkingu á guði, með skynsemi sinni og
innsæi í tilveruna, því að hin guðlega vizka, guðlega skynsemi væri
að baki öllu. Þessa grundvallarhugsun tilverunnar nefndu þeir
einnig L o g o s , Orðið.
Þegar Jóhannes guðspjallamaður segir: Orðið varð
hold, þá á hann fyrst og fremst við, að hugsun guðs sje opinberuð
í manni meðal manna. Hún sje ekki dulin bak við tilveruna, nje heldur
eigi hún sæti í himinhæðum, fjarri jörðunni, heldur sje Jesús
Kristur orð guðs, bugsun guðs, meðal jarðneskra manna. Hin guð-
dómlega vizka býr í honum. Hann er Logos.
II.
Jóhannes segir einnig, að Logos, þ. e. Kristur, veiti
oss mönnunum þekkingu á guði. Hjer á hann ekki við þekkingu í
sama skilningi og t. d. vísindamennirnirm þekkja lögmál tilver-
unnar, né heldur þá þekkingu, sem æðri verur kunna að flytja um
guð, eins og heimspekingar og dulspekingar hugsuðu sjer. Þegar
biblían talar um að þekkja guð, er yfirleitt átt við að þekkja hann
á sama hátt og vjer þekkjum Iifandi mann eða persónu. Þú getur
þekkt mann af orðspori, eða í sjón, en hjá Jóhannesi hefir þekk-
ingin enn dýpri merkingu. Að þekkja mann er að hafa kynnzt hon-
um, vera í kunningsskap við hann, vera í nánum, persónulegum
tcngslum við hann. Þegar Jesús fæðist í heiminn, fær liugsun guðs
mannlegt gerfi, og mennirnir kynnast guði við að kynnast Jesú. Þeir
kynnast honunt sem kærleiksríkum skapara, er veitir jarðneska
fæðu, — sem lækninum, er græðir sár sköpunarverksins, — sem
miskunnsömum föður, er fyrirgefur syndir, — sem konungi lífs-
ins, er reisir upp dauða. Þannig kynnast mennirnir guði persónulega
við það, áð hugsun guðs til mannanna birtist í jarðncsku gerfi.
III.
En sngan er ekki öll sögð með þessu. Þegar Orðið verð-
ur hold, merkir það ekki aöeins, að hugsun guðs kemur fram í Jesú,
heldur einnig, að hugsun Jesú Krists kemst að í mönnunum, gagn-'
tekur þá og holdgast í lífi þeirra. Áhrif hans segja til sín gegnum
aldirnar. Þau berast til vor í trú og breytni liðinna kynslóða eins
og vatnið dreifist frá uppsprettu sinni til fjarlægra staða. Þannig
hefur hugsun guðs - hugsun Krists - holdgast í þeim, sem hafa á undan
þjcr lifað, og við kynni þín af Kristi, — við það, að þú þekkir hann
og átt hann að vini, — mun hugsun þín mótast af hugsun lians,
svo að orð guðs vcrður einnig hold í þínu eigin lífi og starfi. Þegar
Jólahugleiðing eftir
síra Jakob Jónsson
liugsun guðs verður ríkjandi í einkalífi þínu, — félagslífi, verzlun
og stjórnmálum, athafnalífi og raunar hverju sem er, — þá er
„Orðið” að verða „hold.”
IV.
Fyrir mörgum árum átti jeg tal við fólk, sem farið hafði
til aftansöngs á jólanótt, og kom heim mjög vonsvikið yfir því, að
presturinn hafði ekki lesið frásögnina af fæðingu Jesú í Lúkasarguð-
spjalli, heldur aðeins jólaguðspjallið hjá Jóhannesi. Ástæðan til óá-
nægjunnar er augljós. Lúkas bregður upp mynd, sem með sínum
sterku og fögru dráttum orkar á hvert barn eins og guðdómlegt æfin-
týri. En Jóhannes er guðfræðingurinn, sem notar vísindaleg orðtök
sinnar tíðar, og ekki verður skilinn til fulls án útskýringar, sem
verkar þurrt og fæðilega. En mun ekki Jóhannes þrátt fyryir allt
hjálpa oss til að skilja Lúkas betur ? Og verður ekki Jóhannes auð-
skildari, þegar vjer höfum það í huga, að Orðið, sem hann talar um,
er litla barnið, sem fæddist í jötunni í Betlehem. Þar mætast þeir
báðir, hinir ólíku guðspjallamenn, sem báðir voru jafn-snortnir af
jólaboðskapnum, þótt þeir túlkuðu hann hvor á sinn hátt. Þetta finnur
þú ef til vill betur, ef þú íhugar það, sem gerist á jólunum, þar sem
þau eru haldin sem sannkristin hátíð. Jeg finn ofur vel, að jólahaldið
hefir sína ágalla. Það er sagt, að allt kafni í verzlun og annriki, ytra
tilhaldi og hjegóma. En þrátt fyrir allt lifir kjarni þeirra í hinum glit-
miklu umbúðum. Og sá kjarni er í því fólginn, að vjer í anda tökum
þátt í því, sem gerðist í Betlehem nóttina sem Orðið varð hold. Hugsun
guðs nær tökum á oss, og situr þar eftir. Hún verður hold. Hún
lætur hið góða koma fram í oss mönnunum. Hún vekur þrá til
friðar og sátta, — löngun til kærleika, rjettlætis og miskunnsemi.
Og hver er komimi til að segja, að sú hugsun guðs, sem helgar sál
þína á jólanótt, eigi ekki eftir að „holdgast” að meira eða minna
leiti í athöfnum þínum á komandi árum.
Enn þann dag í dag spyrja mennirnir um speki Guðs,
vizku þessa valds, sem ræður lögmálum tilverunnar. Enn eru vitr-
ingar og visindamenn að spyrja um hina guðlegu skynsemi, og því
lærðari sem þeir eru, og því næmari sem sál þeirra er fyrir hinu
mikilfenglega í niðurröðun efnisheimsins, — þvl meiri verður Iotn-
ing þeirra fyrir htigsun guðs, að því leiti, sem þeir ern færir um
að skynja hana. Og enn í dag reyna dulúðgir menn að hlusta eftir
boðskap frá æðri vcrum, sem koma úr himinsins dýrð til efnisheims-
ins. — Hvort tveggja þetta er dásamlegt út af fyrir sig. En hvað
er það hjá hinu, síl guðleg hugsun hefir orðið hold á þann hátt,
að hvert barn gctur skilið jafn-innilega og vísindamaðurinn, og
n.umið hana með hinum venjulegu skilningarvitum mannanna á
jörðinni? Að þessu er svo háttað, finnum vjer á jólunum betur en
endranær. Hugsaðu þjer, að þú sjert staddur á jólum í kirkju eða á
læimili, þar sem hinn forn-helgi jólablær hefur náð tökum. Kona
ejn lét nýlega í ljósi þá skoðun, að ef hún gæti ekki haldið stóra
jplaveizlu, myndi sér ekki finnast nein jól. Hún hefði ánægju af um-
stanginu, verzluninni, og vildi gera sjer og sínum rausnarlegan tylli-
dag. Hún spurði: Hvað væru jólin, ef þetta skorti? En jeg hefi sjeð
þrífættan stól með blettum eftir útbrunnin kerti. Þessi stóll var
fyrsta jólatrjeð á efnalitlu verkamannaheimili hjer í Reykjavík fyrir
all-mörgum árum. Þar voru. ekki tök á stórum veizlum nje mikilli
ytri viðhöfn. En við bjarmann frá jólaljósunum á þrífætinum sáu
nokkur lítil börn dýrðina frá upphæðum, og námu orðið frá guði,
hugsun guðs, sem settist að í sjálfum þeim. Það er þetta, sem
gerir jólin að jólum, að hugsun guðs er ekki köld skynsemi bak við
náttúrufyrirbærin nje heldur fjarlæg speki ofar öllum himnum,
heldur ástúð, sem endurgeislar í augun nokkurra barna kringum
þrífættan stól. Þar er Logos.
Gleðileg jól!
)
JÓLABÓK ALÞÝÐUBLABSINS 1962 |