Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 43

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 43
Skuggsýnt er Framhald af bls, 39 vel af hendi, svo sem vænta mátti, þar sem maðurinn var bæði hraustur og á góðum aldri. Eftir komu aðalpósts að sunnan, réri Sumarliði venjulega á báti sínum vestur yfir Djúpið til ísafjarðar, að sækja póstflutning þann, er norður skyldi fara. ísafjarðarbær, er sem kunn- ugt er vestan Djúpsins, hér um bil gegnt Sandeyri á Snæfjallaströnd, og er það eigi löng sjóleið þverfirðis. En heimili Sumarliða var stutta bæjarleið utar, en Sandeyri. Norður til Staðar í Grunnavík fór Sumarliði landveg, en hafði jafnan hest sinn með sér í þeim ferðum og hnakk á honum. í Grunnavík átti hann vís hús Og hey fyrir klárinn, og bát og fylgdar- mann norður yfir Jökulfirði, til Hesteyrar. Vébjarnarnúpur er á ýmsum stöðum næstum þverhnípt bjarg í sjó, um 400 m. liátt. Hinar geigvænlegu klettabrúnir hans eru óvíða meira en 12—1500 m. frá veginum yfir Snæfjallaheiði, og á sumum stöðum minna. Á norðurleið yfir heiðina er Núpurinn á vinstri hönd, en öfugt þeg- ar vestur er farið. Éftir að Sumarliði tók við póstferðun- um af Guðjóni „vaktara", bar ekkert til tíðinda um þær, unz hann lagði upp í þá för, um miðjan desembermánuð árið 1920, sem varð hans síðasta. Svo var þá hagað póstferðum í Sléttuhreppi, að eftir komu Isafjarðarpósts til Hesteyrar, gengu tveir póstar þaðan, annar til Sæbóls en hinn til Látra í Aðalvík. Þeir snéru við sam- dægurs á endastöðvum sínum og fluttu til baka þann póst, er fyrir hendi var. Af þessu leiddi það, að tsafjarðarpóst- iur varð að bíða þess á Hesteyri, að þeir kæmu aftur að norðan. Var sú bið einn dagur, ef veður ekki hamlaði. Aftur á móti var póstferðin norður í Höfn, farin einhverntíma milli ferða ísafjarðarpósts til Hesteyrar. Biðdagur Sumarliða á Hest- eyri, að þessu sinni var 16. des., sem mun hafa borið upp á fimmtudag. Gististaður þeirra Sumarliða og fylgdarmanns hans í Hesteyrarþorpi, var hjá konu ættaðri úr Grunnavik, Ketilríði Veturliðadóttir, að nafni og manni hennar, Guðmundi Þeófílussyni. Aðfaranótt hins 17. des. voru þar þrír næturgestir. Þriðji gestur- inn var heimildarmaðurinn, sem hér fer á eftir, Jón Kristjánsson, frá Þverdal í Að- alvík, þá í skóla á ísafirði. Sex árum áður hafði hann farið að heiman til Isafjarðar í atvinnuleit. Þar nam hann skipasmíði, hjá Bárði Tómas- syni, skipaverkfræðingi, er þá rak skipa- smíðastöð og hafði með höndum skipa- viðgerðir á Isafirði. Tveimur árum síðar en það gerðist, er hér segir frá, hóf Jón svo að nema húsasmíði, og hefur stund- að þá iðn síðan, allt til þessa dags. Þannig stóð á ferðum Jóns, að hann átti heimili sitt fyrir norðan, og var ávalt vanur að dvelja heima yfir jólin, hjá fósturfor- eldrum sínum og ættfólki. Að þessu sinni brá hann þó út af þeirri venju, og fýsti að vera á ísafirði um jólahátíðina, með því að þar var meir um að vera í fjöl- menninu og frekar tilbreytingar að vænta, en í fásinninu norður frá. Reglubundnar bátsferðir norður til Að- alvíkur voru þá fáar, og því vart um ann- að að ræða fyrir þann,, er komast vildi vestur fyrir jól, en fylgjast með póstin- um, enda oft gert. Um kl. 8 að morgni hinn 17. des., héldu þeir þrír ferðafélagar skammdegi af stað frá Hesteyri, á bát suður yfir Jök- ulfirði Veður var gott um morguninn, en þó kalt og hvasst á norðaustan og hríðar- blika í lofti. Þar sem byr var góður greiddist vel sjóferðin, og tóku þeir land hjá Sætúni í Grunnavík laust fyrir kl. 10 árdegis. Þá voru í Sætúni fátæk hús- hjón, Margrét og Guðjón að nafni, þau geymdu hest Sumarliða. Þar höfðu þeir enga viðstöðu, því Sum- arliði vildi hraða ferð sinni, þar sem dag- ur var skammur og veðurútlit ótryggt. Staður er nokkurn spöl frá sjó, og mun kl. hafa verið um 11 f. h., er þeir náðu þangað. Prestur að Stað og bréfhirðinga- maður í Grunnavík var þá hinn nafnkunni klerkur, séra Jónmundur Halldórsson, er tekið hafði við Staðarbrauði tveimur ár- um áður, en fyrr var hann að Barði í Fljótum og Mjóafirði eystra. Þegar þeir Jón og Sumarliði komu að Stað, var prestur ekki búinn að ganga frá pósti þeim, er vestur skyldi fara, og átti auk þess ólokið allmiklum bréfaskriftum, enda var þetta síðasta póstferð fyrir jól. Er ekki að orðlengja það, að þarna á Stað biðu þeir félagar í fimm klukku- stundir eftir því, að prestur lyki bréfa- skriftum sínum og gengi frá póstflutn- ingi. Meðan á bið þessari stóð var þeim fé- lögum veitt kaffi með sætu brauði, en matur var þeim hvorki borinn né boðinn. Er fram á daginn kom gerðist veðurút- lit mjög ískyggilegt, dimmdi í lofti og herti veður, gekk á með hvössum éljum, en rofaði til á milli. Á þessum tíma árs mátti við því búast, að hann gengi á sig er á daginn liði og élin þéttust svo, að .innulaus bylur yrði með kvöldinu. Það var því fyllsta ástæða til. þess, að menn. sem voru að leggja upp á viðsjálan fjallveg væru órólegir yfir svo iangri bið, sem í svartasta skammdegi skaut loku íyrir það, að nokkurrar dagskímu nyti á þeirri leið, er þeir enn áttu ófarna. Hvað sem Sumarliði kann að hafa hugsað, þá iét hann það ekki í ljós með orðum, en Jón hyggur, að nokkur þykkja hafi setzt að í honum, yfir svo langri bið. Jón var leiðinni ókunnugur og hafði ekki farið hana fyrr, þó hann að vísu þekkti Vé- bjarnarnúpinn og vissi um afstöðu hans til vegarins, nokkurn veginn og bá hættu, sem af honum gat staðið, þá gerði hann sér ekki grein fyrir og þekkti ekki, hve sú hætta var mikil og nálæg. Klukkan liðlega 4, um daginn, hafði prestur loks lokið bréfaskriftunum, inn- siglað póstpokann og gengið frá honum til flutnings. Gekk hann með þeim út á tröppur hússins, um leið og hann kvaddi þá. Horfði þá til veðurs og mælti: „Hann er að birta“, enda voru éljaskil. Ekki ieizt beim Sumarliða og Jóni þó svo, að breyting hefði orðið á veðri til hins betra, heldur þvert á móti. Þá var tekið allmjög að skyggja og veður við sama, nema öllu hvassara og snjókoma meiri en fyrr. Hraða þeir félagar nú ferð sinni niður að Sætúni. Taka þar hest Sumarliða úr húsi og búa upp á hann póstflutninginn, ásamt litlum fatapoka, sem Jón hafði með- ferðis. Hnakk höfðu þeir á hestinum og var farangrinum, sem ekki var mikill fyr- irferðar, tyllt á hann. Meðan þeir voru þetta að vinna, var Guðjón þar hjá þeim að tala við þá. Kvað hann óráð að leggja á heiðina svo seint á degi, í slæmu veðri og enn verra útliti, er náttmyrkur færi að. Bauð hann þeim gistingu hjá sér, þar í Sætúni, gætu þeir þá lagt upp snemma næsta dag, er birtan færi í hönd. Sumar- liði tók lítt undir það og kvaðst ekki nenna að nátta sig þar, fyrst þeim hefði ekki verið boðið að vera nætursakir heima á Stað. Fannst Jóni þá sem þunga gætti í fari hans, vegna biðarinnar hjá presti. Kvað hann hana þó varla saka, þar sem hann væri leiðinni þaulkunnugur og myndi rata, þó að dimmt yrði af nótt og hríð. Hefði farið þessa leið 19 sinnum áður, og nú í 20. sinni. Við þetta lögðu þeir af stað frá Sæ- túni, og var þá um 5 síðdegis. Sumarliði fór fyrir og teymdi klárinn, en Jón gekk íast á eftir í slóð þeirra. í Heiðarbrekk- unum út og upp frá Nesi í Grunnavík var umbrotaófærð, og snjór svo mikill að lá á síðum á hestinum. Þar sem Jón gekk i á eftir, átti hann hægara um vik að hvetja klárinn í ófærðinni, og bar hann því svipu Sumarliða í hendi sér. I allri venju- Jegri færð þurfti ekki að hvetja Sörla, sem bæði var framgjarn og viljugur og vaninn við það, að hlaupa með hlið. Sökum ófærðarinnar varð þeim tafsamt neðan hlíðina og sóttist seint ferðin, upp á heiðarbrúnina. Eftir því sem ofar dró náði veðrið sér betur, og lá það út fjallið, á vinstri hlið þeirra. Er þeir loks náðu heiðarbrúninni, kveður Jón þá hafa séð eina vörðu, en síðan enga, meðan þeir Sumarliði enn áttu samleið. Þegar upp kom á heiðina var iðulaus snjóburður, og veðurhæð svo mikil að hrakti í spori. En veðurofsanum fylgdi sú bót í máli, að iærðin var góð. Var snjórinn svo þétt barinn saman, að hann hélt uppi bæði mönnum og hesti, svo að rétt aðeins markaði för. Það hefur heyrzt, í tilgátum og sögnum manna af þessari ferð þeirra Jóns og Sum- arliða, að svo mikill snjór og ófærð hafi verið á heiðarveginum, eftir að upp kom á fjallið, að Sumarliði hafi þess vegna og með vilja .snúið af réttri leið og und- an veðrinu, til þess að fá betri færð, og því hent holt og hæðir meðfram brúnum Núpsins, í trausti á kunnugleika sinn. Af frásögn Jóns er ljóst, að slíkt er fjarri sanni, þar sem færðin á fjallinu var ágæt, en hitt virðist augljóst mál, að Sum- arliða hefur hrakið af réttri leið, þar sem litlu mátti muna vegna veðurofsans. Eins og fyrr segir var hestur Sumarliða vaninn við það að hlaupa með hlið, og gerði hann svo eftir að þeir náðu heiðinni og fær3 batnaði. Var hesturinn áveðurs og nam makki hans oftast við öxl Sumarliða. Ef til vill hefur þetta átt einhvern þátt I því, að þeir slógu undan veðrinu meira en rétt var. ... Lítið töluðust þeir við, Jón og SumaiM: liði, eftir að ó heiðina kom, enda varla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.