Alþýðublaðið - 24.12.1962, Side 45

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Side 45
Skuggsýnt er skammdegi mögulegt vegna veðurgnýsins. Var þá fyr- ir löngu dagsett og dimmt af nótt, og veðurstaðan hið eina að rétta sig eftir, þar sem Sumarliði virðist enga tilraun hafa gert í þá átt að fylgja vörðum, held- ur treyst á ratvísi sína. Þó, að snjókoma væri mikil, festi liana ekki að ráði þar uppi, vegna veðurhæðar, en frost var nokkurt og lagði klakabrynju fyrir vit þeirra. Er þeir höfðu lengi þannig farið, og þá farnir að snúa meira í veðrið en áður, að því er Jóni fannst, kallar hann til Sumarliða og spyr, hvort enn sé langt eftir vestur af, en hann hrópar á móti, að það fari nú að styttast. Skömmu síðar fara þeir niður haila, eða forbrekki eitt lítið. I þeim svifum hverfur skyndilega sjónum Jóns, bæði maður og hestur, en hann stígur við fót- um og hyggur í fyrstu, að þeir Sumar- liði og hestur hans hafi þar horfið fram af brekkubrún eða snjóhengju, og séu þeir nú komnir á hina vestri brún heið- arinnar. Hann kallar þá og spyr, hvort hann eigi að koma á eftir. I þann mund, sem hatrn kallar, sér hann eins og gat í snjónum fram undan. Með því að þetta var í dálitlum halla, en snjórinn harður og háll, óg veðurhæð sem fyrr greinir, þá verður það fangaráð hans, að leggjast flat.ur á fönnina og skríða á maganum fram að opi því, er hann sá. Enda hafði hann ekkert hljóð heyrt sem andsvar við kalli sínu. A samri stund og Jón lítur niður um snjóopið, mun eitthvað hafa rofað til í hálofti og ský rekið frá tungl- inu, sem þá var 6—7 nátta. Sér hann þá tunglsglampa á sjó eða vatni, Iangt niðri. Brá honum mjög við þá sýn, því að með leifturhraða fór sú hugsun um vitund hans, að hér hefði Sumarliði, ásamt hesti sínum, gengið frani af bjargbrúnum Núpsins. Jafnframt var honum ljóst, að hér var ekkert unnt að gera nema reyna að bjarga sjálfum sér. Svo var hált á fjalls- brúninni og veður mikið, að Jón átti fullt í fangi með að þoka sér sama veg til baka. Kom honum þá svipan, sem hann bar enn í hendi, í góðar þarfir. Gerði hann spor í snjóinn með henni, unz hann var kominn nokkurn spöl frá slysstaðn- um. Bar hann þá að stórum steini, og leitaði skjóls undir honum um stund. Þess má geta hér, að skömmu eftir slysið komst sú saga á loft, og var höfð fyrir satt af ýmsum, að rétt áður en Sumarliði hrapaði, hafi hestur hans orð- ið ramstaður og ekki fengizt úr spor- unum, og hafi Sumarliði þá kallað til Jóns og lagt að honum að slá í klárinn. Þetta kveður Jón vera alrangt. Eins og fyrr er frá skýrt, gekk Jón ' rétt á eftir hestinum, en Sumarliði við hlið hestsins, framarlega, Sannleikurinn er sá, að um leið og Sumarliði datt niður um snjóhengjuna, var hesturinn kominn nær því jafn framarlega á fjallsbrúnina, þar sem þeir gengu samhliða, hafði hann því ekkert ráðrúm til að stanza, þegar liúsbóndi hans féll, og fór á höfuðið niður allt að því jafnframt lionum. Víkur þá sögunni aftur til Jóns, þar sem hann tók af sér gust undir steinin- um og hugsaöi ráð sitt. Dagur var nú kominn að kvöldi, eða öllu lieldur nótt, hann hafði einskis neytt, nenia kaffis, síð- an liann fór að heiman frá sér úr Aðalvík, daginn áður. Nú hafði hann verið á göngu í hríðarbyl, síðustu 5—6 klukkustund- irnar, og fann því nú eðlilega bæði til sultar og þreytu. Þar sem honum var leiðin ókunn, en Sumarliði horfinn með sviplegum hætti, þótti honum mjög övænkast sitt ráð og ósýnt um framhald ferðarinnar. Þó að Jón væri vel búinn, í háum snjósokkum með íslenzka skó á fótum, og í þykkri stormtreyju yzt fata, setti þó strax að honum kulda, þar sem hann hvíldi undir steininum. Fann hann fljótt, að hann myrrdi vart lífi halda yfir nótt- ina á bersvæði, í þvílíku veðri. Kom hon- um þá helzt í hug að grafa sig í fönn, og bíða svo þess að ljóst yrði af degi, næsta morgun. Með því að hann hafði ekkert tæki í höndum til þeirra hluta, nema svipuna, var honum nauðugur einn kost- ur að leita eftir mjúkum snjó, að grafa sig í. Heldur liann nú burt frá steininum með þetta í huga og í þá átt, sem hann eftir vindstöðunni taldi að lægi þvert frá brún bjargsins. Jón gekk nú alllengi í leit að slíkum stað. Kemur hann þá að vörðu, á göngu sinni, og með því hann vissi, ó- ljóst þó, að heiðin átti að vera vörðuð, bjóst hann við að þarna hefði hann rek- izt á hinn rétta heiðarveg. Hætti hann þá við hugmyndina um að grafa sig í fönn, en hugðist nú freista þess að finna fleiri vörður, og reyna með- hjálp þeirra og vindstöðunnar að komast vestur af fjallinu, til bæja á Snæfjallaströnd. Brá Jón á þetta ráð, og tókst með aðgæzlu og ærinni fyrirhöfn að fylgja vörðun- um um stund. Hrunið var úr sumum þeirra, en þó sáust þær allvel, þegar að þeim kom, þar sem snjó hafði sorfið frá þeim. Það var jafnan venja um vörð- ur á fjallavegum, að hlaða þær á háholt-k um og hryggjum, þar sem mest sviðraði um, ef því varð með nokkru móti komið við. því að skiljanlega var sú varða gagnslaus vegvísir, sem komin var á ka£ í snjó, að mestu eða öllu leyti. Meðan Jón var að rekja sig áfram eftir vörðun- um, hafði hann þá sjálfsögðu gætni við, að sleppa ekki vörðu úr augsýn fyrr en hann sá móta fyrir hinni næstu. Þá er hann hafði þannig farið alllanga hríð kem- ur hann að hálfhruninni vörðu og hyggur .. fer hann viS svo búsð út í hríðina JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 1968 45

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.