Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 4
6
Norðurlands, og ætti ekki að sjá eftir einum 50 til 100 þús. kr. til
ábyg'gilegra rannsókna, eða svo sem Ve—Vs þeirrwr upphæðar, sem
Akureyrar-búar fleygja út árlega fyrir bíó-sýningar, sjónleiki, sam-
spil, dansa, tombólur, sprútt og tóbak og þesskonar góðgæti.
Nýtileg rannsókna-stofa mundi kosta alls nálægt 60 þús. kr. hús og
lóð meðtalin. — Eg vorkenni ekki Akureyrar-höfðingjunum og fína
fólkinu hér að leggja fram einar 50 þús. kr., ef Alþingi, þ. e. þjóðin
í heild sinni, veitir 10 þús. kr. til stofnunarinnar, nl. sem svarar
þeirri upphæð, sem rannsókna-tæki til steina- og jarðtegunda-rann-
sókna mundu ein kosta.
Fari svo, að efnamenn Akureyrar og heldra fólk vilji ekki góðfús-
lega leggja fram nægilegt fé til stofnunarinnar, þá gæti bæarsíjórnin
,samt, að líkindum með leyfi Alþingis, haft það upp, t. d. með því að
ieggja svo sem 100% skatt á allar bíó-sýningar, samspil, dansa,
Itombólur, aðflutt drykkjarföng og tóbak, sem selst til bæarbúa, svo
og brjóstsykur og sælgæti, þar til hin nauðsynlega fjárupphæð væri
fengin; eða þá með því að bjóða skuldabréf bæarsjóðs til kaups á
ný, eins og hún gerði árið 1921 til að hafa upp fé til bæar-rafveitunn- «
ar, til sællar minningar. En vilji bæarbúar hvorugt af þessu, né neitt
verulegt fram leggja til stofnunarinnar, þá er ekki vert að neyða
henni upp á bæinn, heldur lofa hverjum kaupstað eða sveitarfélagi í
Norðlendinga-fjórðungi að eignast hana, sem leggur fram nægilega
upphæð, — 50 þús. kr. minst — til viðunanlegrar byggingar.
iTillaga mín send þinginu og samþykt hér á Akureyri síðasta Jan-
úar á fundi, var þannig orðuð, af því fundurinn var Akureyrar-
þingmálafundur, og af því eg vonaði að meira hluti bæarbúa, a. m. k.
helstu efnamenn hans, væru því meðmæltir, að hún kæmist upp hér
á Akureyri. En bregðist sú von, þá liggur beinast fyrir, að hver sá
kaupstaður, eða hvert það sveitarfélag, eða skóli, sem leggur fram
nauðsynlega fjárupphæð til þess að byggja sæmilegt hús og annast
rekstur stofnunarinnar að mestu leyti, fái nefndan styrk til þess að
koma henni upp hið bráðasta. Hve brýn nauðsyn er á slíkri stofnun
er óþarfi að skýra frekar fyrir bændum og þeim, sem á sveitabúnað
þekkja.
Eins og framfarir landbúnaðarins útheimta betri jarðrækt, eins
útheimtir jarðræktin miklu almennari og meiri þekking á undirbún-
ingi jarðvegsins og alvarlegri tilraunir til þess að nota öll þau frjó-
efni og áburðarefni, sem landið og sjórinn framleiðir. En þar eru
steinafræðin og efnafræðin bóndans bestu kennarar. Að til þessara
fræðigreina hefur svo lítið verið leitað, er fáfræði alþýðu og ónýtum
skólum, meira en kaupmönnum eða »spekulöntum« að kenna, þó auð-