Fylkir - 01.01.1927, Side 5
7
vitað hugsi þeir meira um að selja vörur sínar en að fræða almenning
eða leiðbeina honum í landbúnaði og jarðrækt.
Hvað fjárstyrk til sjálfs mín snertir á þessu og komanda ári, þá vil
eg endurtaka hér það, sem eg reit alþm. Bjarna Jónssyni frá Vogi
fyrir 3 árum síðan, — nl., að það er alveg þýðingarlaust að ánafna
mér lægri upphæð en 1200 kr. gulls á ári, sem styrk til steinarann-
sókna og alveg gagnslaust að veita mér minna en 2400 kr. í árslaun
og auk þess sem svarar 1600 kr. fyrir ferðakostnað, til þess að at-
huga ýmsa staði, sem eg hef ekki getað skoðað féleysis vegna á síð-
ustu 7 árum. Þingið (f járveitinganefnd Alþingis) lækkaði styrkinn
úr 1200 kr. ofan í 800 kr. árið 1922, einmitt þegar eg hafði fundið
veg til að bæta úr kalk-eklu íslands, með því að vinna kalk úr sjávar-
skeljum, bæði til jarðræktar og iðnaðar; og það hefur ekki hækkað
styrkinn síðan. Ei heldur hefur Atvinnumála-deildin þózt hafa heim-
ild til að veita mér neina uppbót, til ferðakostnaðar, né einu sinni til
að bæta mér upp, sem svrar þeim 400 — fjögur hundruð — kr., sem
eg eyddi úr eigin vasa í ferðakostnað sumarið og haustið 1920, þegar
eg skoðaði, ef til vill manna fyrstur, merkilega kaikæð upp af Þóris-
hólma við Djúpafjörð (sbr. ferðalýsing mína í VI. árg. »Fylkis«). Eg
lét bóndann á Brekku senda efnarannsóknarstofunni í Rvík um 12—15
kg. af því »silfurbergi«, þ. e. krystalliseruðu calcium-carbonati. Um
haustið safnaði eg ýmsum tegundum af leir frá ýmsum stöðum hér
norðanlands; sumar þeirra nýtilegar til múrsteinsgerðar og, ef til vill,
til leirkerasmíðis.
Upphæðin 2400 kr. í árslaun, er aðeins það, sem hver dugleg síma-
mær fær í laun, nl. 200 kr. á mánuði fyrir að sitja og masa, segjum
8 klst. á dag; en 4000 kr. á ári er álíka laun, eins og hverjum meðal-
símaritara er goldið.—Það borgar sig illa að vinna að útbreiðslu verk-
legra og gagnlegra vísinda hér á Islandi, ef styrkurinn til mín er
réttur mælikvarði; og mér, sem reynt hef að ryðja brautir til al-
mennrar rafmagns-notkunar, jafnt í bygð sem bæum, og til innlendr-
ar kalk-brenslu og sements-vinslu og betri jarðræktar, skal launað
með einum 800 eða 900 kr. á ári fyrir starf, sem helztu fræðimenn á
Islandi hafa ekki enn treyst sér til eða nennt að vinna. Það er þýðing-
arlaust að ánafna mér þá smánar-upphæð framar; — eg mun hvorki
þekkjast ölmusur né opinbera háðung.
Erindi mitt um rafmagnshitun hefur þegar reynst rétt og mun
reynast rétt. Orka Islands getur, ef réttilega notuð, gefið af sér 60—75
kr. virði (sem hitá, ljós og iðjuafl) á hvern landsbúa á ári, þ. e. 6 til
'IVs mill. kr. nú, árlega, ef alment notuð til herbergja-hitunar jafnt
sem til annars, og getur nægt landsbúum, þó þeir verði þrjár millíónir
talsins; og kostnaðurinn þarf ekki að verða ókleyfur, e/ ráðvandir og
L