Fylkir - 01.01.1927, Page 8

Fylkir - 01.01.1927, Page 8
10 VI. árg., útg. í jan. 1919, yfir árið 1918, bls. 1 -26, einkum 20. og 21. bls. V. — - 1920, bls. 1- -13, einkum 2.- -3. og 12.-13. bls. VI. — — 1921, — 64- 87, —- 75,- -80. bls. VII. — — 1922, — 46- -49, — 48,- -49. — VIII. — — 1923, — 1- -28, — 1.- -16. - IX. — — 1924, — 19- -27, — 20,- -22. — 1 VIII. árg. »Fylkis«, 1.—16. bls., má lesa ágrip af starfi mínu til að fá vissu um, hvort mögulegt og arðvænlegt sé, að vinna sement hér á landi úr sjávarskeljum, einkum svo-nefndum kúskeljum, (tegund, Venus islandica), sem finnast mjög víða kringum landið og sumstaðar í stórum dyngjum og görðum, eins og inn af Þórshöfn nálægt Brekku, við Langanes, á Vestfjörðum og, að því er mér er sagt, við Garðs- skaga á Suðurnesjum. Á 10. bls. sama rits stendur tabla, sem sýnir árangurinn af efna- greiningum, sem hr. Tr. Ólafsson gerði að minni tilhlutun, á tveimur feitustu leirtegundunum, sem eg hef fundið hér við Eyafjörð, nl. frá jörðinni Galmarstaðir og jörðinni Bjarg; einnig af móhellu eða leir- steini frá Húsavík og af kúfskeljum, sem bændurnir Oddur Sigurðsson, og Páll Bergsson, í Hrísey, sendu mér haustið 1921. Sýnir sú efna- greining, að leirinn inniheldur aðeins 10% kalk (Calcium-Oxyd), það er einungis Ye þess, sem hann þarf að hafa, til þess að hann sé not- andi til sements-brenslu einsamall. Hinsvegar sýnir rannsókn hr. Tr. Ólafsson, að ofangreindar skeljar eru næstum hreint kalk og gefa við brenslu rúmlega helming vigtar sinnar af kalki. Hvert tonn af þurrum og hreinum kúskeljum getur því gefið Yi tonn af hreinasta kalki, eða h. u. b. 100 króna virði, tunn- an á tuttugu krónur. Sama hefti »Fylkis« segir einnig frá bréfa-skiftum mínum við nafn- kent sements-brenslu firma í Danmörku og tilraunum mínum að fá upplýsingar um kostnað kalkbrenslu-ofna, sem nota mætti tl að brenna kalk úr skeljum, — eldsneytið hvort heldur kol eða mór; — sömuleiðis frá þeim daufu undirtektum, sem þær tilraunir fengu. Sama hefti Fylkis getur, á bls. 17—24, um ýmiskonar áburðar-tegundir til að auka túnarækt og garðrækt hér á landi, þ. á. m. brent kalk og óbrent, sem enn er óvíða notað til að bæta jarðveg hér á landi. Á bls. 25—26 sama rits er bent á ameríkanskar trjá-tegundir, sem gætu að líkindum þrifizt hér á Islandi. 1 IX. árg. »Fylkis« (bls. 19—22) er skrá yfir sýnishom þau, sem eg sendi hr. Tr. Ól. haustið 1923 og sömuleiðis skrá yfir árangurinn af efnagreiningum hans. Má þar sjá (sbr. 21. bls.), að rauður steinn nr. 117, tekinn norðarlega í »Brekkunni« hér á Akureyri, inniheldur 56% járn oxyd. og aluminíum-oxyd, líklega talsvert meira jám en

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.