Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 10
12
Sandtegundir. — Sýnishornin af sandi, send rannsóknastof-
unni á þessum árum, eru 7 talsins; eitt þeirra, nr. 112, utan úr fljót-
um, er nýtilegt sem steypisandur.
Móhellu-tegundir. — Aðeins ein þeirra hefur verið efna-
greind, nl. nr. 106. Gefur hún 20% jám-oxyd, og 13% aluminium-
oxyd, (sjá VIII. árg. »Fylkis«, bls. 10).
Gosaska. — Þar af eru 3 sýnishorn; aðeins 1 efnagreint, nl. 120
(sjá IX. árg. »Fylkis«, 20. og 21. bls.). Inniheldur það rúmlega 4%
calcium-oxyd; mun henta til að bæta mjög leirkendan jarðveg.
Hrauntegundir. — Alls hef eg sent rannsóknastofunni, 31
sýnishorn af hrauntegundum, sem allar eru meir og minna nýtilegar
til stein-smíðis, vegagerðar og jarðvegsbóta. Má þar af nefna: blá-
grýti (basalt), stuðlaberg (columnar basalt), grágrýti (dólerít),
hraungrýti (lava) ýmsar tegundir, svo sem: tinnuhraun (líparít),
hraunstein og móberg (trachyt), þursaberg (palagónit), baulustein
(Baulit) o. fl. Byrðustein (tuff) og vikurkol; sá fymefndi er ágætur
byggingasteinn, en vikurkol (þ. Bimstein, e. pumice) malað og
blandað nýslöktu kalki, gerir, eins og foksandur og gosaska, stein t
nýtilegan í skilrúmsveggi og skorsteina. — Sandur, blandaður ný-
slöktu kalki, 7 til 9 : 1, er, eins og menn vita, nýtilegur til »mortars«,
í skólprör o. fl. Markvert að þessi efni eru ekki meira notuð en orðið
er. Það gæti minkað innflutninginn á sementi og trjávið frá útlönd-
um. En kalksteins-smíði verður líklega að bíða, þar til kalk-ofnar
komast upp.
Eitt sýnishorn af blágrýti sendi eg héðan til efnagreiningar sl.
haust, en veit ekki enn um árangurinn.
Gosaska. Hinar ýmsu gosöskutegundir hafa ekki verið nógu vel
rannsakaðar, það eg veit, enn sem komið er; ei heldur hafa leir-teg-’
undirnar frá Þeystareykjum og frá Mývatni verið enn, það eg veit,
efnagreindar. Önnur þeirra er rauðleit, hin blágræn. Sú fyrnefnda
mun nýtileg til leirkeragerðar.
Brennisteinninn frá Þeystareykjum, og eins frá Reykjahlíð, getur
eflaust orðið mikils virði, sé hann unninn og hreinsaður. Sumstaðar
er hann alveg hreinn, eins og hreinsaður væri.
Nýar kolategundir hef eg ekki fundið; en athugað hef eg surtar-
brandslög hér upp á Glerárdal, og eins í lllugastaðafjalli í Fnjóskár-
dal.
* *
*
Þegar eg sá, að engar steinategundir eða jarðtegundir, sem eg hef
fundið hér norðanlands eða vestan, geymdu málma né málmblendinga,
svp vinnandi væru eingöngu, lagði eg meira kapp á að finna kalk til