Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 13
15
bíó-sýningar, samspil, sjónleiki og dansa og skáktöbl afnumin, og
svallinu og ómenskunni útrýmt.
Óaldar straumarnir liggja enn að landi og halda þjóðfélaginu
hneptu og innilokuðu, ver en nokkur hafís; og óvættirnar, sem með
þeim straumum flytjast, setja heimskuna og fordildina í hásæti, en
fleygja viti og ráðvendni fyrir borð. Þar af koma peningavandræði
Islands. Þess vegna eru rikishyrslurnar tómar, og ekkert fé til þa/rfra
fyrirtækja, ekki svo sem 2—3 millíonir til að koma upp sements vinslu
á Vestfjörðum eða Suðumesjum eða annarsstaðar; ekki einu sinni
4 þúsundir kr. til að byggja lítinn skeljakalk-brensluofn, né svo mikið
sem 1600 kr. til að rannsaka skeljabirgðir landsins ögn betur, og vita
nákvæmlega, hve mikil skeljatekjan yrði árlega til jafnaðar, ef se-
mients-verksmiðja væri reist og tilraun gerð til að vinna sement úr
innlendum efnum og síðan að búa til byggingarstein, úr sandi, möluðu
hrauni og kalki, unnu úr kúskeljum, sem víða finnast feiknin af
kringum lsland.
Skoðun minni í VII. og VIII. árg. »Fylkis«, að mögulegt sé að vinna
sement úr kúskeljum og góðum leir, hefnr enn verið lltill gaumur
gefinn og ekkert fé fram lagt til fullkomnari rannsóknar; enginn
skattur verið lagður A óþarfar og skaðlegar nautnir og skemtanir, til
að koma upp sementsverksmiðju, hvað þá til að reisa raforkuver til
að vinna áburð úr loplinu og auka jarðræktina, bæði i kauptúnum og
sveitum. Til þess finnur alþingi ekkert ráð. Til þess má skemtana
skatturinn — nýlega leiddur í lög — ekki ganga, heldur til að koma
upp þjóðarleikhúsi! í Reykjavík! Það er eitt af nýustu úrræðunum til
að efla þjóðþrif íslands og menning!
Eftirfylgjandi tabla talar fyrir sig sjálf. Af henni má sjá, hvaða
tegundum eg hef safnað og sent efnarannsóknastofu Islands til nán-
ari athugunar. Alls eru það 130 sýnishorn, sem eg hef safnað, nú
þegar þetta er ritað, og sent til efnarannsókna stofunnar, þar of 10
sl. nóvember. Eru þar taldir 8 flokkar og' undirflokkar, eða tegundir
eins og tablan sýnir, nfl., 8 sýnishorn af kalksteini; 1 af kúfskeljum;
Jf8 sýnishom af leir; 2 af leirsteinum; 7 sandtegundir; 6 sýnishorn af
sandsteini; 11 af móhellu; 3 af gosösku; h af byrðusteini (Tuff); 2 af
baulusteini (Baulít); 5 af blágrítis-tegundum (basalti); l'af grágríti
(dólerit); 2 tinnutegundir; 17 óflokkað hraungrýti; í málmblendíngar
(mineralia); 4 brennisteins-sýnishorn, — eitt þeirra hreinn brenni-
steinn; 1 surtarbrandstegund; 2 jarðvegs-sýnishom; og 1 móöskusýnis-
hom.
Síðastliðið sumar gat eg ekki tekist neinar ferðir á hendur kring um
land, til þess að athuga skelja-birgðir þess og leir; t. d. á Suðurnesj-
um, nfl. á Garðskaga, né heldur áVestfjörðum. — Eru nr. 121, 128,