Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 22
24
og alþýðumentunar, þ. á. m. búnaðarskóla og »gagnfræðaskóla« svo-
nefndra og lýðskóla, og launar, þess að auk, starfsmenn og embættis-
menn til að auka jarðrækt hvarvetna, svo sem Búnaðarfélag fslands
og Ræktunarfélag Norðurlands eiga að gera. Ekki einn einasti þeirra
embættismanna, nema hr. S. Sigurðsson fv. búnaðarmála-stjóri hefur,
það eg veit, talið rannsóknir mínar á áburðarefnum mikils virði, eða
eftirtektarverðar; ei heldur neinn hinna lærðu búfræðinga, þó eg hafi
gengizt fyrir því síðustu 5 ár, að hér væri safnað kúskeljum við Eya-
fjörð og skeljamél notað til að bæta magran jarðveg. Einn þeirra,
hefur talið það óþarft hér á Akureyri í sáðgarða, jafnvel þó reynslati
hafi borið mér vitni, og fordxmi Dana, að nota kalk til að auka gras-
rækt og fóðurgæði í sínu landi, sem er þó ein kalkhella undir leir, en
ekki hraunhella eins og fsland, ætti að vera næg leiðbeining fyrir bú-
fræðinga, sem kunna Dönsku og hafa lært í Danmörku. Sjá einnig rit-
gerð hr. Sig. Ein. Hlíðar birta árið 1925 í ársriti Ræktunarfélags
Norðurlands. — Ágirndin er sem fyr orsök margra meina, og fáfræðin
og sérplægnin eru hennar þekku þjónustumeyar. Væri það kalk, sem
hægt er að vinna úr skeljum við strendur íslands, árlega hirt og not-
að, ásamt því kalíum og calcium-phosphati, sem árlega má fá úr
þangi og þara, fiskúrgangi og smásíld, þá mætti án mikils kostnaðar
auka grasræktina um helming.
Steina og jarðtegunda^söfnun og rannsóknir
gerðar árið 1925.
Hinar daufu, ekki að segja sinnulausu, undirtektir Alþingis, vorið
1925, þegar B. St. bar fram breytingartllögu sína, um 400 kr. hækkun
styrksins til mín til steina- og jarðtegunda rannsókna, sýndu hve
mikils, eða hitt þó heldur, leiðandi menn í fjárveitinganefnd Alþingis
möttu verk það, er eg hafði leyst af hendi síðan 1918. Auk þess gaf
ofangreind tilkynning hr. T. Ólafssonar (að hann gæti ekki framvegis
efnagreint jarðvegstegundir fyrir mig, án sérstakrar borgunar, sökum
tímaleysis og fjárhagslegra ástæðna), mér fullkomna bending um
það, að eg mætti ekki mikils vænta þaðan, þrátt fyrir dugnað hans og
velvild; því sjálfur hafði eg ekkert aflögu. Varð eg því að halda
kyrru fyrir, um sumarið, og safnaði aðeins tveimur nýum tegundum;
en þær voru:
Kalksteinstegund (Stalagmit) úr helli nokkrum í landi bæarins, Ein-
hamar, í Hörgárdal; sýnish. merkt nr. 131.
Kóralla-sandur tekinn hér út á Eyafirði; sýnish. merkt nr. 132.
Fyrra sýnish. er mjög fallegt og prýðir hvert steinasafn. Hið síðar-