Fylkir - 01.01.1927, Page 23

Fylkir - 01.01.1927, Page 23
25 nefnda er markvert, sökum uppruna síns og er nýtilegt til að bæta magran og leirkendan jarðveg. Nokkrum tíma varði eg, það sumar, til að útvega hjá viðurkendum þýzkum verkfræðingi, hr. Richard Alberts, lýsing og kostnaðaráætlun af kalkofni, hentum til að brenna kalk úr sjávarskeljum; einnig tvær teikningar af mismunandi stærð ofnsins, ásamt leiðbeiningum um notkun ofnsins og kalkbrenslu. Fyrir þá lýsing, kostnaðaráætlun og nýnefndar teikningar greiddi eg það sumar (20. Júlí) fimtíu br. danskar. Minni ofninn er 7 metrar á hæð, getur brennt 3—4 smálestir af hreinum, þurrum skeljum í senn, og kostaði fullger á Þýzkalandi, það sama sumar, 3800 mörk gulls. Stærri ofninn er 9 m. á hæð, brennir 4—5 smál. af hreinum þurrum skeljum í senn, og kostaði það sama sumar, fullger á Þýzka- landi, 4300 mörk gulls (1 mark = tæpl. 1 kr. gulls). — Sbr. ofan- greinda lýsingu hr. E. Alberts. — Samskonar ofnar, segir nefndur arkitekt, eru víða notaðir á Norður-Þýzkalandi og gefast vel. Féleysis vegna, gat eg ekki þá greitt alla upphæðina, sem nýnefnd skjöl og og teikningar kostuðu, og hvorki byggingameistarar, efnamenn, né vísinda frömuðir, eða fræðilið Akureyrar kom mér þá til hjálpar. En Kaupfélag Eyfirðinga hafði þá um vorið greitt mér 100 kr., sem þóknun fyrir ræðustúf, sem eg flutti hér í bænum í áheyrn fulltrúa þess, um þörfina á betri búskap, betri jarðrækt og betri hirðing á öll- um frjóefnum, þ. á. m. kúskeljum, fiskúrgangi, beinum, móösku o. s. frv. Með þeim peningum greiddi eg 50 (fimtíu) kr. danskar, nl. einn þriðja þeirrar upphæðar, sem hr. Alberts setti upp, fyrir ofangreinda lýsing og teikningar. — Meira gat eg ekki gert það sumar, að því, er snertir steinasöfnun og rannsóknir. Seint um sumarið bað eg hr. Jón Þorláksson, þá fjármálaráðherra íslands, um 400 kr. uppbót, svo eg gæti ferðast og athugað skeljabrgðir á ýmsum stöðum, einkum sunnan lands, og vestan. Bréf mitt til hr. J. Þ. var sent héðan með áb. pósti :22. September; en árangurslaust. Þrjár vikur liðu svo, að eg fékk ekkert svar, og þegar svo eg, í síma, spurði nefndan ráðherra, hvort hann hefði fengið bréf mitt, játti hann því, en kvaðst ekki geta veitt mér nefnda uppbót. í Nóvembermánuði, sama ár, gaf eg út bæklinginn Mesta fram- fara-málið, sem svarar ósönnum og ærumeiðandi sakargiftum, snertandi framkomu mína og opinber skrif, um eitt hið mesta vel- ferðarmál Akureyrarkaupstaðar og nálægra sveita. Er mér brixlað um að hafa farið með »ósannindaþvætting« og »blekkingar, til að villa almenningi sjónir«, hindra þa/rft fyrirtseki, og reyna að »skaða álit bæarins út í frá«. En þá, sem með ósannindum o. s. frv. ætti að svelta

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.