Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 25

Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 25
27 ofni, nl. minni stærðina. — Bæði minni og stærri ofninn eru af sömu gerð. — f bréfi mínu mintist eg á tillögu mína frá fyrra ári, þess efnis, að stærra fjárframlag væri nauðsynlegt, til þess að verulegar steinarannsóknir og verklegar framkvæmdir við kalkvinslu gætu haf- izt. Svar herra M. G. ráðherra var eins og ætíð kurteist og gætið, en taldi stjórninni óhægt, neinu um að þoka, þar sem f járveitinganefnd Alþingis, eða meiri hiuti hennar, væri því mótfallin. Seinni hluta síðastliðins vetur, varði eg nokkrum vikum til útreikn- inga og þýðinga á ritgjörðum um verðmæti ýmiskonar áburðarteg- unda, nýtilegra til að bæta jarðveg hér á íslandi, og seint í Maí sl. flutti eg erindi hér í bænum, sem eg nefndi Yfir öræfin. Öræfin, sem eg átti þar við, voru atvinnuleysi og örbirgð, áframhaldandi dýr- tíð og sökkvandi skuldir, sem gera kauptún íslands að ræningjabæl- um og aumingjahælum, en sveitirnar að auðnum og óbygðum. Vegur- inn yfir þessi öræfi, og út úr eymdar- og pestarbælunum væri út úr kaupstöðunum, út á hið ræktanlega land til sveita og til dala, og jafn- vel upp til heiða. Reyndi eg að sýna með órækum rökum, að land- búnaðurinn, einkum kvikfjárræktin, væri, ef vel stunduð, tryggasti og arðsamasti atvinnuvegurinn hér á fslandi, jafnvel þó búast mætti við hafís á hverjum 10—12 árum, og eldgosum, einu sinni eða tvisvar á hverri öld. Landbúnaðurinn væri ólíkt afarabetri, og yrði það, allt þar til landsmenn smíða sjálfir skip sín úr járni, vinna járn úr bergteg- undum og söndum íslands. En til þess þyrfti fyrst að beizla hentustu vatnsföll landsins, og nota orku þeirra almennt til herbergjahitunar, matsuðu, ljósa og iðnaðar, í þarfir almennings. Sá iðnaður gæti orðið þegar í stað arðvænlegur, og mikils virði fyrir þjóðfélagið, þó ekki væri annað, til að byrja með, en að framleiða áburð úr loptinu til jarðræktar, mylja grjót til vegalagninga og húsasmíðis, hreinsa há- karlslýsi og þorskalýsi, búa til brennisteinssýru og ýmiskonar sölt, vinna aluminium úr leir, og járn úr rauða, eða öðrum jarðtegundum landsins. — Sauðfjárræktina taldi eg ólíkt vissari og affarabetri en nautgriparæktina, gamla búskaparlagið með fráfærum og fymingum heya og matvæla, væri hið eina heilbrigða búskaparlag á ófriðartím- um og ólíkt affarabetra fyrir almenning en þurrabúðar og óhófs bú- skaparlagið nýa. Gamla búskaparlagið með sparseminni, heimilisiðn- aðinum og föstu vinnufólki, fyrir viðunanlegt kaup, yrði að komast á, ef landið ætti ekki að eyðast, bæði að fé og fólki. Með forsjálli kvikfjárrækt, einföldum jarðyrkjuverkfærum og hraustum höndum mætti græða, sem svaraði hálfri vallardagsláttu á hvern framteljanda á ári, ef til vill % vallardagsláttu, en það svarar til 2—3 þúsund hektara á ári, 20—30 þúsund hektara á 10 árum. Þannig mætti tvöfalda túnastærðina á 10 árum. — Árið 1923 taldist •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.