Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 28

Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 28
30 Yfirlit yfir starf mitt á þessu ári hef eg þegar sent atvinnumála- skrifstofu landsins fyrir þetta ár og síðastliðið ár. Heildaryfirlit yfir steinasöfnun mína og rannsóknir, gerðar á árun- um 1925 og 1926, er gefið í töblu nr. II. hér að framan. Lýk eg svo þessum líunm með þeirri ósk, að Eyfirðingar og Norð- lendingar yfirleitt, láti ekki fleiri ár líða svo, að ekki sé komið upp vísi til viðunanlegrar steinarannsókna-stofu hér norðanlands, til að rann- saka efni og auðlegð landsins sjálfs, auka jarðræktina, bæta hýbýli al- mennings og koma upp nytsömum og arðberandi iðnaði í almennings þarfir. — Með góðri ræktun getur landið framfært tvítug til þrítugfalt fleira fólk en nú byggir Island. Séu hýbýlin hlý, rúmgóð og bygð úr al-innlendum efnum, þá hverfa hinar ógurlegu drepsóttir', »berklaveik- indin«, sem um aldir hafa eytt blóma þjóðarinnsir. Og sé landbúnaður- inn rekinn með forsjá, geta landsmenn sjálfir af eigin ramleik rekið arðberandi iðnað og framfleitt úr skauti landsins efni í þau skip og þær vinnuvélar, sem þeir helzt þarfnast. Jarðræktin er auðugasta og tryggasta gullnáma landsins og góð húsakynni bezta vörn gegn veik- indum. Island á bæði járn og aluminium í berg'tegundum og leirtegund- um sínum, og málm-iðnaður getur þrifist hér, þegar vatnsorka lands- ins er notuð jafnframt og alment, eigi aðeins til Ijósa og suðu, heldur til herbergjahitunar og til að vinna áburð eða frjóefni til jarðræktar, sem hér á landi má gera alveg eins ódýrt eins og í Noregi með vatns- orku-rafmagni og talsvert áhættu og hættuminna en með nokkurri ann- ari enn uppfundinni aðferð. Vatnsorka fslands gildir landsmönnum, þegar fullnotuð, á við kola- námur og steinolíulindir, sem gefa að minsta kosti fult 300 milj. kr. virði á hverju ári, reiknað með sama verði og fyrir stríðið og um leið 60 miljón kr. arð á ári. En til þess að nota þær orkulindir, verða lands- menn fyrst að læra að nota berg- og jarðtegundir landsins, til bygg- inga, vinna sement úr leir og kalki því, sem hér er að finna, meir með ströndum landsins en í því sjálfu, búa til byggingarstein úr sandi og kalki, eða jafnvel úr leir, eins og jörðin sjálf hefur gert og sýnt mönn- um, hvernig á að gera. Um þetta geta Íslendingar mikið lært af frænd- þjóðum sínum og er vonandi að menn geri það sem fyrst. Það borgar sig betur en að kaupa efni og hvað annað frá útlöndum, þó kostnaður- inn verði fyrst um sinn 20 miljónir króna á ári, álíka upphæð og farið hefur til óþarfa árlega hér á landi á síðustu 7—8 árum. Akureyri 18. des. 1926. Fr. B. Arngrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.