Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 30

Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 30
32 á ári, nú um nokkurra ára skeið, og ísland vanti ekki orku til að bræða málma eða málmsteina. Hin tilfinnanlega og almenna vöntun, á góðum húsalcynnum, góðri jarðrækt og nytsömum iðnaði, — þó sá iðnaður væri, fyrst um sinn, ekki annar en sá, að smíða eða búa til jarðyrkjuáhöld, svo sem plóga og herfi, helztu veiðarfæri og húsgögn, einkum suðu og eldavélar úr innlendum málmi, bræddum úr bergtegundum eða unnum úr leirteg- undum Islands, — þessi alsherjar skortur á nauðsynlegustu þægind- um; góðum híbýlum, nægum birgðum í öllum árum, hentum vinnu á- höldum og, ekki hvað minst, á nægum hita á heimilum fólks á vetrum, en sífeld sambúð við kulda, ryk og reyk, og þar af leiðandi eiturlopt og veikindi, sem á þessari öld, eins og á liðnum öldum, hefur borið burt hundruð, já þúsundir vænlegustu ungmenna og útbreitt ólæknandi veiklun og sjúkdóma. — Alt þetta, voru fyrstu og fremstu orsakirnar til þess, að eg tókst í fang að athuga steinaríki Islands eftir því, sem kringumstæðumar leyfðu, og að eg bað um styrk af opinberu fé til þess, fyrir rúmlega níu árum síðan. — Eg bað um 3000 kr. á því fjár- hagsári, þ. e. 1500 kr. á ári, meira vildi eg ekki biðja þingið um, því þá var styrjöld erlendis, en hér á landi höfðu menn horfið frá, hinu eldra og ólíkt tryggara búskaparlagi, og byrjað á gífurlegri sjávar- útgerð, sem tæmdi sveitirnar að fólki, hafði ógurleg vörukaup í för með sér og setti landið um leið, í sökkvandi og botnlausar skuldir, sem það býr að enn. Mér voru veittar aðeins 1200 kr. alls, þ. e. 600 kr. á ári, til að lifa af og vinna visindaverk, sem fæstir hinna lærðu manna íslands eru færir um, eða kæra sig um að vinna. Eg hef síðan fengið lítið eitt hærri upphæðir, eins og framanrituð greinargerð sýnir, alls 8000 kr. á 9 árum, eða til jafnaðar um 900 kr. á ári. Með þeim styrk, hef eg int af hendi það, sem ofanrituð skýrsla sýnir. Að árangurinn ekki er orðinn meiri, á níu árum, en orðið er, munu þeir einir furða sig á, sem ekki vita, hvað steina-fræði er, og hvað sú steinarannsókn útheimtir, sem verða skal almenningi til gagns. Að svo lítill áhugi hefur verið sýndur á steinarannsóknum og á stofnun viðunanlegrar efnarannsókna-stofu hér norðanlands (ekki sem keppi- nauts við efnarannsókna-stofuna í Reykjavík, heldur sem óháðrar vís- indastofnunar, hinni til hjálpar og aðstoðar), sannar betur en orð geta, hve litla þekking landsmenn hafa enn þá á landi sínu, og hve lítið traust þeir bera til uppgötvana reynslu-vísindanna á síðustu tveim öldum, ef ekki á sínum eigin tekniskt lærðu mönnum. Þessi orð, eru ekki rituð til að móðga neinn sérstaklega, eða vegna þess, að þingið hefur ekki virt verk. mitt, um síðustu 3 ár, meir en 800 kr. á ári, krónan í afarlágu verði, og hefur tvívegis neitað að leggja frarn lítilfjörlega upphæð, eitt sinn til skeljakalkbrenslu tilrauna, hitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.