Fylkir - 01.01.1927, Side 32

Fylkir - 01.01.1927, Side 32
y Nokkrar steintegundir Islands og þeirra afnot. I. flokkur. Kalkateinn, þó langt frá eins algengur og áberandi hér á Islandi eins og blágrýti og móberg, er hér talinn fyrstur fslands steinategunda, vegna þess hann er þeirra marghæfastur, og mönnum, skepnum og öllum æðri jurtum einna nauðsynlegastur til vaxtar, þroska og viðgangs. Er ennfremur önnur eða þriðja algengasta stein- tegund á jörðunni. Hvern þann stein, sem að efna-samsetningu er kolsúrt kalk (CaO. CO2 eða CaC03) nefna steinafræðingar kaltcstein. Þeir steinar skiftast í tvo aðal hópa, nl.: Calcít hópinn og Aragonít. Calcít (Þ. Kalkspat, E. Calcite) krystaliserast í skáhalla teninga (Hexagonal kerfið. Það krystal-kerfi hefur !, krystal-áaa. Þrír þeirra, ailir jafnir að lengd, skerast í sama fleti og mynda 60° hom sín á milli. Fjórði krystal-ásinn er lengri eða styttri en hver hinna og stend- ur lóðrétt á þeim öllum, sker þá í miðpunkti), sem koma, fyrir í marg- víslegum myndum, og er kleyft á þrjá vegu. En Aragonit krystaliser- ast í samhliða prisma, oft með tveimur rétthyrndum hliðum og fjórum skáhymdum hliðum, endarnir flatir eða búst-myndaðir (»TiguIkerfið« Orthorhombiska kerfið. í því krystalkerfi eru þrír krystal-ásar, allir ójafnir að lengd. Tveir þeirra skerast í sama fleti í vínkil (mynda rétt horn sín á milli) sá þriðji stendur lóðrétt á hinum báðum) og er vel kleyft aðeins á tvo vegu, auk þess mun harðara og þyngra í sér en Calcít. a. Vanalegur kalksteinn, slíkur sem kalk er mest unnið úr, er sjald- an, ef nokkurntíma hreint Calcít, heldur blandað aðkomu-efnum og krystallar hans eru lítt eða ekki sjáanlegir með berum augum, en sjá- anlegir í smásjá, og eru skáteningar, heyra því til Hexagonal-kerfinu. Telst steinninn því til Calcít-hópsins og er auðþektur af sérkennum sínum: Er ljós á lit, lætur hæglega undan hníf (Harkan 3), eðlisþ. 2,7, efnasamsetning sama sem Calcíts, nema hvað hann kann að vera blandaður öðrum efnum; freyðir ef saltsýra er látin drjúpa á hann; Ibráðnar ekki fyrir lóðpípu né í megnum eldi; en léttist þá um 44% vigtar sinnar og fellur í mola er hann kólnar, síðan í duft. Brendi

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.