Fylkir - 01.01.1927, Síða 36

Fylkir - 01.01.1927, Síða 36
88 á 10. bls. VIII. árg. Fylkis, einnig Firmans, F. L. Smidth & Co., K.höfn, 7. bls. sama). 1 sumum tilfellum er skeljakalk tekið fram yfir steinakalk og þess jafningi til steinsmí&is og jarðræktar. Skelja- kalk sameinast vatni með sömu áfergju og steinakalk og gefur með sandi gott múrlím. Blandaðar hreinum þurrum leir, í hlutfallinu 3 :1 að vigt, gefa hreinar, þurrar skeljar, sé sú blanda brend í hverfi-ofn- um og síðan möluð í duft, ágætt Cement. Hve mikið af kúskeljum má plægja upp árlega kringum Island og hve mikið af kúskeljum og kalkríkum skeljum berst á land árlega með brimi? Hvorugt þetta hefur verið nægilega rannsakað; ei heldur hve mikið af kúskeljum liggur nú inni í fjarðarbotnum, brotið og sandi orpið. En svo mikið er víst, að á Vestfjörðum, Garðskaga og við ýmsa fjarðarbotna á Suðurlandi er fjörusandurinn víða hvítur eða gráhvítur af brotnum og óbrotnum skeljum, að miklu leyti kú- skeljum. Hvað skeljaplæging snertir, þá er það einnig víst, að talsvert af kúskel er árlega plægt upp vegna skelfiskjar til beitu; en skeljamar sjálfar eru sjaldan hirtar, heldur er þeim fleygt í flæðarmálið og látnar sogast út aftur í næsta brimgarði. Sumarið 1921 fór eg út á Árskógsströnd hér við Eyafjörð til að sjá skeljahaugana þar og leita upplýsinga um árlega skeljaplæging þar ytra. Sögðu gamlir og trúverðir menn mér þar, að þegar vel gæfi, fengi feræringar um 2500 (tvö þúsund fimm hundruð) samlokur kú- skelja hver til jafnaðar á dag (sbr. 49. bls. VII. árg. Fylkis, útg,1, árið 1922). — Eftir því að dæma, ættu fjórir feræringar að plægja upp tíu þúsund samlokur á dag; en úr þeim fæst við brenslu tonn, þ. e. 5 tunnur kalks, sem er 100 króna virði, tunnan á 20 kr. A tíu dögum plægja sömu 4 feræringar upp tífalt meira, sem getur við brenslu gefið 5 tonn, þ. e. 50 tunnur kalks, og á 12 dögum, þ. e. 2 vik- um, plægja sömu 4 feræringar upp nóg til að vinna úr 6 smálestir af kalki. En sex smálestir kalks, á 20 kr. tunnan, er 1200 kr. virði, og nægir til múrlíms í meðal íbúðarhús, handa 8 manns, sé það bygt úr múrsteini, eða höggnum grásteini eða Byrðusteini. Á 48 dögum, eða 8 vikum ætti einn feræringur að plægja upp nóg til að vinna úr kalk eins og þarf í hús handa 8 manns, ef bygt úr múrsteini. Hve mikið Cement mögulegt er að brenna hér á landi, notandi kú- skeljar og frændur þeirra, kuðunga, mest megnis sem kalkefni, verður ei heldur sagt með vissu, þar til skelja-mið íslands og birgðir þess af skeljum eru langtum betur rannsakaðar en orðið er. En gætandi þess, að inn af hverjum firði á Vestfjörðum eru fjöru-sandarnir gráhvítir af skeljum, að miklu leyti kúskeljum, en á Garðskaga er skeljabreiða margra metra breið og nokkra kílóm. á lengd, og inn af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.