Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 39
41
hingað norður. Kvaðst haxm skulu útvega kalkefnið til cements-vinslu,
ef eg útvegaði leirinn. Eg gerði mína vísu, eins og ofanritað sýnir;
en kalk-söfnunin og cement-verksmiðjan hefur legið í þagnargildi
'síðan. Meira í þá átt hef eg ekki getað gert, vegna félaysis, og get
því ekki nákvæmlega sannað, að leirtegundir þær, sem eg hef safnað,
séu haefar til cements. En það er hugboð mitt og álit, að mikið, ef ei
mest, af þeim smiðjumó, sem finst meðfram ám og fljótum hér norðan-
lands, og líklega eins sunnanlands, ef ekki moldarkendur eða sand-
borinn, sé gott, ef ekki ágætt, efni í cement, blandaður 3 :1 af kol-
súru kalki, og brendur í duft, sem áður er sagt. Leir frá hverum og
laugum ætti að vera betri, en af honum er minna til. Það er þvi ekki
leir né kalk sem mest vantar til eements-vinslu hér á landi,
heldur lærðir fagmenn og fé, til framkvæmda. Fáist þeir, er
bygginga þraiutin að miklu leyti leyst, því ekki vantar sandinn né blá-
grýti í steypu, og úr henni má byggja hlý og góð hús, ef rétt er
unnið, n.l. með tvöföldum veggjum og tróði, sem ekki fúnar né dregur
í sig raka, að minsta kosti betri hús en flest eru nú.
Til múrsteinsgerðar má nota grófari leirtegundir, ef ekki moldar-
kendar né sandbomar til muna, og þær innihalda nóg kalk, eða eru
blandaðar með kalki, svo nemi 25—30%; einnig má vinna úr þeim
vatnsleiðslurör og mundi hvort-tveggja borga sig víða, þar sem stór
leirlög finnast fram við sjó, eins og víða hér norðanlands. Múrsteins-
verksmiðja ætti ekki að fara yfir 250,000 kr.; til að byrja með. Það
gæti verið gott, að eiga eina eða tvær til að vinna múrstein fyrir
sveitabændur, sem hvorki hafa vinnukraft til að höggva stein, né efni
á að kaupa cement.
Hreinustu leirtegundir, sem eg hef fundið, eftir útliti og átekt að
dæma, eru þær, sem eg hef tekið í kringum laugar og hveri, eða ná-
lægt þeim; svo sem á Reykjum í Fnjóskadal, Litlu- og Stóru-Laugum
í Reykjadal. Á Þeystareykjum og við Mývatn er leirinn brennisteins-
blandaður, þó fínn. Á Hraunum í Fljótum, Reykjum á Reykjaströnd
og hér í Eyafirði og Hörgárdal, finst einnig talsvert af mjög fínum
leir kringum laugar, og þann leir má líklega nota til leirkerasmíðis,
þegar einhverjir hafa lært þá list nógu vel til að vinna úr því, sem
hér er til. En cements-vinslan og múrsteins-brenslan eru meir áríð-
andi og eiga að sitja fyrir.
Vanaiega kalla menn það leir, sem er meir og minna blandað öðrum
efnum, svo sem mold og sandi. Nothæfi vanalegs leirs, til jarðræktar,
fer eftir samsetningu hans, eða blöndun við önnur efni, einkum alkali-
efnin: Kalk, kali og natron (CaO, KjO, NaiO), einnig magnesia
(MgO) o. fl., þar á meðal phosphorsýru. Þetta eru efni, sem jarð-
vegurinn þarf að hafa, auk nitrogens, til þess að fóðurjurtir og mat-