Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 43

Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 43
45 járni og hundraftstalan (15,7%) af alumína (AI2O3) svarar til 8% af hreinu aluminíum. En 1,55% kalks geymir 1,1% af hreinu calcium. Hið furðumikla glæðitap og hin háa hundraðstala af óákveðnum efn- um gerir efnagreining þessa alt of ónákvæma, að því er snertir önnur efni en hún tilgreinir. Hinsvegar sýnir hin lága hundraðstala af silica að Byrðusteinn er ekki tinnusúr steintegund (þ. e. acidic) og því ekki svonefnt Liparít, né heldur Trachyt bergtegund, sem oft nefnist einnig Rhyolít, heldur heyrir Byrðusteinn, að efnasamsetningu, hinum »basísku« stein- tegundum til og er, eftir útliti og efnagreiningu að dæma, porphyrískt tuff, þ. e. járnrík, samanlímd gosaska. Ekki er hægt að segja með vissu, hvort Byrðusteinn, mulinn og mal- aður í fínasta duft og duftinu síðan blandað við brennt, óleskjað kalk í hlutfallinu: 1 af Byrðusteinsdufti móti 1% kalks, gefur, ásamt vatni, gott cement. En þannig eru ýmsar gosöskutegundir, sem eru ríkar af alumína en fátækar af silica, oft notaðar erlendis og mél þeirra selt til steinsmíðis (sbr.Hiitte, 698 bls., 1. bd.). Það hefur enn ekki verið reynt hér á Islandi, svo eg viti, ei heldur hafa aðrar gosöskuteg. verið þannig reyndar. Hitt vita menn vel, að steinninn er höggvanlegur og ágætt byggingarefni. 2. Baulusteinn. Þessi steintegund, þjóðkunn síðan Eggert ólafsson nefndi hann svo eftir fjallinu Baulu í Borgarfirði, er ljósgrá eða ljós- bleik á lit, hörð eins og gler, eða lítið eiitt harðari, algeng í ungum fjallamyndunum og nú nefnd vanalega líparít. Er alþekt hér við Eya- fjörð, t. d. í fjallinu Súlur og í fram Eyafirði. Af þessari steintegund eru tvö sýnishom talin. Sýnishorn nr. 11 og nr. 39 eru bæði ljósbleik á lit, heldur harðari en gler. Hið fyrtalda er tekið sumarið 1918 í fjalls-bungu, sem nefnist Baula, skamt fyrir neðan Vindheima-jökul, rétt utan við Fossá á Þela- mörk í Hörgárdal; en sýnishorn nr. 39 er tekið úr Illugastaðafjalli í Fnjóskárdal. í nefndri fjalls-bungu er mikið af samskonar steini, stundum í þunnum flögum, stundum í fer- til fimm-strendum súlum ca. 3”x5” i þvermál og 1—2 fet á lengd. Þessi steintegund er ekki hent til húsasmíðis, eins og hún er, en mulin er hún efalaust góð f steinsteypu, fult eins góð eða betri en blá- grýti, því hún er ríkari af tinnu. Hrafntinna finst og víða jafnframt hemni; sumstaðar einnig biksteinn og glerungar. Hvorugt ofangreindra sýnishoma hefur enn verið efnagreint. Er því ekki hægt að segja með neinni vissu, hvaða efni þau geyma, eða hvað nýnefnd steintegund geymir hér í grend við Eyafjörð, né hvers virði hún getur orðið, til jarðræktar, mulin og blönduð öðrum nauðsynleg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.